Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. maí 2025 20:03 Svandís Hlín Karlsdóttir, framkvæmdastjóri viðskipta og kerfisþróunar hjá Landsneti, sem var ein af frummælendum á fundinum á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil þörf er fyrir aukna raforkuframleiðslu í landinu vegna fjölda verkefna, sem eru í gangi eða eru að fara af stað en þar spila gagnaver og önnur stórnotkun miklu máli, auk orkuskipta. Í dag er flutningskerfi raforku fulllestað og frekar veikt að sögn framkvæmdastjóra hjá Landsneti. Starfsfólk Landsnets er með átta fundi víðs vegar um landið þessa dagana þar sem kerfisáætlun fyrirtækisins til ársins 2034 er kynnt. Einn slíkur fundur var haldinn í Risinu í nýja miðbænum á Selfossi í vikunni þar sem farið var yfir stöðu mála þegar rafmagnsmálin eru annars vegar. En kerfisáætlun, hvað þýðir það og á hverju byggir hún? „Það er í rauninni bara hvernig við ætlum að skapa forsendur og hagvöxt í landinu með meira rafmagni um allt land,“ segir Svandís Hlín Karlsdóttir, framkvæmdastjóri viðskipta og kerfisþróunar hjá Landsneti. Er mikil þörf á meira rafmagni? „Já, við erum að spá því að það munu tvöfaldast til ársins 2050 orkunotkunin og af mestum þorra vegna orkuskiptanna og loftlagsmarkmiða, sem við höfum sett okkur,“ segir Svandís. Og hér má sjá helstu punktana varðandi forsendur kerfisáætlunar Landsnets.Aðsend En hvað gerum við til að fá meira rafmagn og hvernig er best að standa að þeim málum ? „Við sem flutningsfyrirtæki þurfum að tengja virkjanir og koma orkunni til notenda, sem þurfa á henni að halda. Þannig að við þurfum að tryggja það að innviðirnir okkar séu til staðar til þess að getað mætt þörfinni þar sem hennar er þörf,“ segir framkvæmdastjórinn. Kerfisáætlun fyrirtækisins var kynnt á fundinum af nokkrum sérfræðingum hjá Landsneti, sem svöruðu líka spurningum fundarmanna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svandís Hlín segir að staðan sé mjög þröng í dag á raforkumarkaði. „Við erum bæði með fulllestað frekar veikt flutningskerfi. Við þurfum að klára ákveðnar lykil framkvæmdir hjá okkur, sem eru frá Akureyri og niður til Hvalfjarðar eða Blöndulína 3 og Holtavörðuheilalínurnar 1 og 3, allar þessar systur. Það eru lykil framkvæmdir til að skapa auka aðgengi af raforku um allt land.“ Ein af glærunum á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svandís Hlín segir að Suðurland sé sérstaklega mikilvægt svæði þegar raforka er annars vegar. „Já, við erum með megnið af raforkuframleiðslunni og mjög stórt kerfi, flutningskerfi hér á Suðurlandi, mestu innviðirnir okkar eru hér og núna akkúrat um þessar mundir erum við að tengja virkjanir og notendur og skapa forsendur fyrir orkuskipti og aukna raforkunotkun á Suðurlandi, þannig að við erum með stór áform hér á Suðurlandi,“ segir Svandís. Heimasíða Landsnets Árborg Orkumál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira
Starfsfólk Landsnets er með átta fundi víðs vegar um landið þessa dagana þar sem kerfisáætlun fyrirtækisins til ársins 2034 er kynnt. Einn slíkur fundur var haldinn í Risinu í nýja miðbænum á Selfossi í vikunni þar sem farið var yfir stöðu mála þegar rafmagnsmálin eru annars vegar. En kerfisáætlun, hvað þýðir það og á hverju byggir hún? „Það er í rauninni bara hvernig við ætlum að skapa forsendur og hagvöxt í landinu með meira rafmagni um allt land,“ segir Svandís Hlín Karlsdóttir, framkvæmdastjóri viðskipta og kerfisþróunar hjá Landsneti. Er mikil þörf á meira rafmagni? „Já, við erum að spá því að það munu tvöfaldast til ársins 2050 orkunotkunin og af mestum þorra vegna orkuskiptanna og loftlagsmarkmiða, sem við höfum sett okkur,“ segir Svandís. Og hér má sjá helstu punktana varðandi forsendur kerfisáætlunar Landsnets.Aðsend En hvað gerum við til að fá meira rafmagn og hvernig er best að standa að þeim málum ? „Við sem flutningsfyrirtæki þurfum að tengja virkjanir og koma orkunni til notenda, sem þurfa á henni að halda. Þannig að við þurfum að tryggja það að innviðirnir okkar séu til staðar til þess að getað mætt þörfinni þar sem hennar er þörf,“ segir framkvæmdastjórinn. Kerfisáætlun fyrirtækisins var kynnt á fundinum af nokkrum sérfræðingum hjá Landsneti, sem svöruðu líka spurningum fundarmanna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svandís Hlín segir að staðan sé mjög þröng í dag á raforkumarkaði. „Við erum bæði með fulllestað frekar veikt flutningskerfi. Við þurfum að klára ákveðnar lykil framkvæmdir hjá okkur, sem eru frá Akureyri og niður til Hvalfjarðar eða Blöndulína 3 og Holtavörðuheilalínurnar 1 og 3, allar þessar systur. Það eru lykil framkvæmdir til að skapa auka aðgengi af raforku um allt land.“ Ein af glærunum á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svandís Hlín segir að Suðurland sé sérstaklega mikilvægt svæði þegar raforka er annars vegar. „Já, við erum með megnið af raforkuframleiðslunni og mjög stórt kerfi, flutningskerfi hér á Suðurlandi, mestu innviðirnir okkar eru hér og núna akkúrat um þessar mundir erum við að tengja virkjanir og notendur og skapa forsendur fyrir orkuskipti og aukna raforkunotkun á Suðurlandi, þannig að við erum með stór áform hér á Suðurlandi,“ segir Svandís. Heimasíða Landsnets
Árborg Orkumál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Sjá meira