Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. maí 2025 11:55 Foreldrarnir sæta gæsluvarðhaldi og börnin eru í umsjá barnaverndaryfirvalda í héraðinu. EPA/Paco Paredes Hjón hafa verið handtekin í Oviedo á Spáni fyrir að hafa haldið þremur börnum sínum læstum á heimili þeirra frá árinu 2021. Lögregla segir aðstæður á heimilinu heilsuspillandi og að börnunum hafi verið haldið frá skóla og látin sofa í rimlarúmum. Fjölmiðlar á Spáni hafa gefið húsinu nafnbótina „hryllingshúsið.“ Tvö barnanna eru tvíburar á níunda ári og hitt er tíu ára. Þeim hefur verið haldið innilokuðum í einbýlishúsi í Oviedo í Astúríashéraði í norðurhluta Spánar. El País og aðrir miðlar á Spáni hafa fjallað um málið síðustu daga en þar er greint frá því að börnin hafi búið við hreint hrottafengnar aðstæður, umkringd úrgangi, saur, dýrum. Þar að auki voru þau látin ganga um með bleyjur. Nágrannakonu grunaði að börn byggju í húsinu Börnin höfðu verið innilokuð frá því að sjötta bylgja faraldurs kórónuveirunnar reið yfir Spán árið 2021. Heimilisfaðirinn er rúmlega fimmtugur Þjóðverji og móðirin tæplega fimmtugur Bandaríkjamaður sem er einnig þýskur ríkisborgari. Bæði sæta þau gæsluvarðhaldi og börnin eru í umsjá barnaverndar héraðsyfirvalda. Samkvæmt umfjöllun El País barst lögreglu tilkynning þann fjórtánda apríl síðastliðinn þegar nágrannakona gerði barnaverndaryfirvöldum í héraðinu viðvart um mögulega vanrækslu. Nágrannakonan sagðist vera næstum viss um að börn ættu heima á heimilinu, hún hefði heyrt raddir þeirra og séð þeim bregða fyrir í gegnum gluggana, en að hún hefði aldrei séð þau stíga út fyrir dyr hússins. Lögregla hóf eftirlit með húsinu og urðu þess áskynja að dyrnar voru aðeins opnaðar til þess að sækja mat sem fékkst sendur heim að dyrum frá matvöruverslun í nágrenninu. Börnin í engu sambandi við raunveruleikann Lögreglumenn höfðu sterkan grun um að ekki væri allt með felldu því að magn matar sem pantaður var heim var umfangsmikið og kom ekki heim og saman við það að heimilisfaðirinn byggi þar einn. Lögreglan ákvað að kanna aðstæður. „Það var hann sem hleypti okkur inn, en hann bað okkur um að bíða svo hann gæti sett sóttvarnargrímur á börnin. Þau voru mjög hrædd og földu sig á bak við móður sína sem sagði okkur að börnin ættu við geðræn vandamál að stríða og að við ættum ekki að koma of nálægt þeim. Þau höfðu á sér þrjár sóttvarnargrímur, eina ofan á annarri. Þau voru í engu sambandi við raunveruleikann,“ hefur La Nueva España eftir ónafngreindum lögreglumanni. „Eitt þeirra strauk grasið með höndunum, mjög hissa. Um leið og við fórum með þau út fóru þau að draga andann djúpt líkt og þau hefðu aldrei staðið undir beru lofti,“ sagði hann svo. Francisco Javier Lozano, lögreglustjóri lögreglunnar í Oviedo, dró aðgerðina saman í einni setningu í samtali við héraðsmiðil: „Við höfum rifið hryllingshúsið niður.“ Spánn Erlend sakamál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Sjá meira
Tvö barnanna eru tvíburar á níunda ári og hitt er tíu ára. Þeim hefur verið haldið innilokuðum í einbýlishúsi í Oviedo í Astúríashéraði í norðurhluta Spánar. El País og aðrir miðlar á Spáni hafa fjallað um málið síðustu daga en þar er greint frá því að börnin hafi búið við hreint hrottafengnar aðstæður, umkringd úrgangi, saur, dýrum. Þar að auki voru þau látin ganga um með bleyjur. Nágrannakonu grunaði að börn byggju í húsinu Börnin höfðu verið innilokuð frá því að sjötta bylgja faraldurs kórónuveirunnar reið yfir Spán árið 2021. Heimilisfaðirinn er rúmlega fimmtugur Þjóðverji og móðirin tæplega fimmtugur Bandaríkjamaður sem er einnig þýskur ríkisborgari. Bæði sæta þau gæsluvarðhaldi og börnin eru í umsjá barnaverndar héraðsyfirvalda. Samkvæmt umfjöllun El País barst lögreglu tilkynning þann fjórtánda apríl síðastliðinn þegar nágrannakona gerði barnaverndaryfirvöldum í héraðinu viðvart um mögulega vanrækslu. Nágrannakonan sagðist vera næstum viss um að börn ættu heima á heimilinu, hún hefði heyrt raddir þeirra og séð þeim bregða fyrir í gegnum gluggana, en að hún hefði aldrei séð þau stíga út fyrir dyr hússins. Lögregla hóf eftirlit með húsinu og urðu þess áskynja að dyrnar voru aðeins opnaðar til þess að sækja mat sem fékkst sendur heim að dyrum frá matvöruverslun í nágrenninu. Börnin í engu sambandi við raunveruleikann Lögreglumenn höfðu sterkan grun um að ekki væri allt með felldu því að magn matar sem pantaður var heim var umfangsmikið og kom ekki heim og saman við það að heimilisfaðirinn byggi þar einn. Lögreglan ákvað að kanna aðstæður. „Það var hann sem hleypti okkur inn, en hann bað okkur um að bíða svo hann gæti sett sóttvarnargrímur á börnin. Þau voru mjög hrædd og földu sig á bak við móður sína sem sagði okkur að börnin ættu við geðræn vandamál að stríða og að við ættum ekki að koma of nálægt þeim. Þau höfðu á sér þrjár sóttvarnargrímur, eina ofan á annarri. Þau voru í engu sambandi við raunveruleikann,“ hefur La Nueva España eftir ónafngreindum lögreglumanni. „Eitt þeirra strauk grasið með höndunum, mjög hissa. Um leið og við fórum með þau út fóru þau að draga andann djúpt líkt og þau hefðu aldrei staðið undir beru lofti,“ sagði hann svo. Francisco Javier Lozano, lögreglustjóri lögreglunnar í Oviedo, dró aðgerðina saman í einni setningu í samtali við héraðsmiðil: „Við höfum rifið hryllingshúsið niður.“
Spánn Erlend sakamál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent