Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Árni Sæberg skrifar 29. apríl 2025 17:13 Margir kannast við að hafa fengið inneignakort í viðskiptabanka í jólagjöf frá vinnuveitanda sínum. Slíkar gjafir gætu heyrt sögunni til. Getty/Vitalin Yfirskattanefnd hefur staðfest að allar gjafir fyrirtækja til starfsmanna í formi inneignarkorta hjá viðskiptabönkum séu skattskyldar. Fyrirtækjum ber þannig að halda eftir staðgreiðslu af gjöfum starfsmanna og greiða tryggingargjald vegna þeirra. Fyrirtæki ber að greiða á þriðja tug milljóna vegna þessa. Þetta kemur fram í úrskurði Yfirskattanefndar vegna kæru ónefnds einkahlutafélags á úrskurði Ríkisskattstjóra, um endurákvörðun á skilaskyldri staðgreiðslu opinberra gjalda og tryggingagjaldi félagsins staðgreiðsluárin 2019, 2020, 2021 og 2022. Þar segir að breytingar Ríkisskattstjóra hafi lotið að staðgreiðslu vegna starfstengdra hlunninda starfsmanna félagsins, það er gjafakorta sem látin hafi verið starfsmönnum í té á greindum árum. Á þriðja tug milljóna Fjárhæð vangreiddrar skilaskyldrar staðgreiðslu samkvæmt úrskurði ríkisskattstjóra hafi numið 3.407.715 krónum staðgreiðsluárið 2019, 5.212.302 krónum staðgreiðsluárið 2020, 5.173.119 krónum staðgreiðsluárið 2021 og 3.616.750 krónum staðgreiðsluárið 2022. Við þessar upphæðir hafi Ríkisskattstjóri bætt álagi. Fjárhæð vangreidds tryggingagjalds hafi numið alls 608.850 krónum rekstrarárið 2019, 944.581 krónum rekstrarárið 2020, 1.003.371 krónum rekstrarárið 2021 og 730.250 krónum rekstrarárið 2022. Samanlagt gerið það alls tæplega 21 milljón króna, auk álags á skilaskylda staðgreiðslu. Beinar gjafir Í samantekt á ítarlegum úrskurði Yfirskattanefndar segir að í úrskurðinum hafi ákvæði skattalaga um gjafir, þar á meðal tækifærisgjafir til starfsmanna, verið reifuð og talið að skýra bæri þau til samræmis þannig að beinar gjafir til starfsmanna í reiðufé gætu ekki talist til tækifærisgjafa í skilningi laganna. Talið hafi verið verða að ganga út frá því að gjafakort sem málið varðaði væru þeirrar náttúru að fást skipt fyrir reiðufé að sömu fjárhæð hjá útgefanda þeirra og yrðu því lögð að jöfnu við beinar fjárgreiðslur. Álagið fellt niður vegna óvissu Fallist hafi verið á með Ríkisskattstjóra að afhending gjafakorta þessara teldist til skattskyldra tekna starfsmanna félagsins og að borið hefði að reikna staðgreiðslu af þeim. Á hinn bóginn hafi krafa félagsins um niðurfellingu álags á vangreidda staðgreiðslu verið tekin til greina þar sem talið hafi verið að á þeim tíma sem málið varðaði hefði verið álitamál hvernig standa bæri að skilum á staðgreiðslu vegna afhendingar slíkra korta til starfsmanna, meðal annars í ljósi skattmatsreglna. Skattmatinu breytt fyrir árið 2023 Greint var frá því í aðdraganda jóla árið 2023 að skattmati fyrir það ár hefði meðal annars verið breytt á þann veg að sérstaklega væri tekið fram að afhending á bankakorti væri skattskyld. „Peningagjafir launagreiðanda til starfsmanna teljast alltaf til skattskyldra tekna viðtakanda, hvort sem gjöfin er í beinhörðum peningum, innleggi á bankareikninga eða afhendingu á bankakorti,“ sagði í skattmatinu. Skattar og tollar Jól Mest lesið Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Fleiri fréttir 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði Yfirskattanefndar vegna kæru ónefnds einkahlutafélags á úrskurði Ríkisskattstjóra, um endurákvörðun á skilaskyldri staðgreiðslu opinberra gjalda og tryggingagjaldi félagsins staðgreiðsluárin 2019, 2020, 2021 og 2022. Þar segir að breytingar Ríkisskattstjóra hafi lotið að staðgreiðslu vegna starfstengdra hlunninda starfsmanna félagsins, það er gjafakorta sem látin hafi verið starfsmönnum í té á greindum árum. Á þriðja tug milljóna Fjárhæð vangreiddrar skilaskyldrar staðgreiðslu samkvæmt úrskurði ríkisskattstjóra hafi numið 3.407.715 krónum staðgreiðsluárið 2019, 5.212.302 krónum staðgreiðsluárið 2020, 5.173.119 krónum staðgreiðsluárið 2021 og 3.616.750 krónum staðgreiðsluárið 2022. Við þessar upphæðir hafi Ríkisskattstjóri bætt álagi. Fjárhæð vangreidds tryggingagjalds hafi numið alls 608.850 krónum rekstrarárið 2019, 944.581 krónum rekstrarárið 2020, 1.003.371 krónum rekstrarárið 2021 og 730.250 krónum rekstrarárið 2022. Samanlagt gerið það alls tæplega 21 milljón króna, auk álags á skilaskylda staðgreiðslu. Beinar gjafir Í samantekt á ítarlegum úrskurði Yfirskattanefndar segir að í úrskurðinum hafi ákvæði skattalaga um gjafir, þar á meðal tækifærisgjafir til starfsmanna, verið reifuð og talið að skýra bæri þau til samræmis þannig að beinar gjafir til starfsmanna í reiðufé gætu ekki talist til tækifærisgjafa í skilningi laganna. Talið hafi verið verða að ganga út frá því að gjafakort sem málið varðaði væru þeirrar náttúru að fást skipt fyrir reiðufé að sömu fjárhæð hjá útgefanda þeirra og yrðu því lögð að jöfnu við beinar fjárgreiðslur. Álagið fellt niður vegna óvissu Fallist hafi verið á með Ríkisskattstjóra að afhending gjafakorta þessara teldist til skattskyldra tekna starfsmanna félagsins og að borið hefði að reikna staðgreiðslu af þeim. Á hinn bóginn hafi krafa félagsins um niðurfellingu álags á vangreidda staðgreiðslu verið tekin til greina þar sem talið hafi verið að á þeim tíma sem málið varðaði hefði verið álitamál hvernig standa bæri að skilum á staðgreiðslu vegna afhendingar slíkra korta til starfsmanna, meðal annars í ljósi skattmatsreglna. Skattmatinu breytt fyrir árið 2023 Greint var frá því í aðdraganda jóla árið 2023 að skattmati fyrir það ár hefði meðal annars verið breytt á þann veg að sérstaklega væri tekið fram að afhending á bankakorti væri skattskyld. „Peningagjafir launagreiðanda til starfsmanna teljast alltaf til skattskyldra tekna viðtakanda, hvort sem gjöfin er í beinhörðum peningum, innleggi á bankareikninga eða afhendingu á bankakorti,“ sagði í skattmatinu.
Skattar og tollar Jól Mest lesið Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Fleiri fréttir 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent