Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Árni Sæberg skrifar 29. apríl 2025 17:13 Margir kannast við að hafa fengið inneignakort í viðskiptabanka í jólagjöf frá vinnuveitanda sínum. Slíkar gjafir gætu heyrt sögunni til. Getty/Vitalin Yfirskattanefnd hefur staðfest að allar gjafir fyrirtækja til starfsmanna í formi inneignarkorta hjá viðskiptabönkum séu skattskyldar. Fyrirtækjum ber þannig að halda eftir staðgreiðslu af gjöfum starfsmanna og greiða tryggingargjald vegna þeirra. Fyrirtæki ber að greiða á þriðja tug milljóna vegna þessa. Þetta kemur fram í úrskurði Yfirskattanefndar vegna kæru ónefnds einkahlutafélags á úrskurði Ríkisskattstjóra, um endurákvörðun á skilaskyldri staðgreiðslu opinberra gjalda og tryggingagjaldi félagsins staðgreiðsluárin 2019, 2020, 2021 og 2022. Þar segir að breytingar Ríkisskattstjóra hafi lotið að staðgreiðslu vegna starfstengdra hlunninda starfsmanna félagsins, það er gjafakorta sem látin hafi verið starfsmönnum í té á greindum árum. Á þriðja tug milljóna Fjárhæð vangreiddrar skilaskyldrar staðgreiðslu samkvæmt úrskurði ríkisskattstjóra hafi numið 3.407.715 krónum staðgreiðsluárið 2019, 5.212.302 krónum staðgreiðsluárið 2020, 5.173.119 krónum staðgreiðsluárið 2021 og 3.616.750 krónum staðgreiðsluárið 2022. Við þessar upphæðir hafi Ríkisskattstjóri bætt álagi. Fjárhæð vangreidds tryggingagjalds hafi numið alls 608.850 krónum rekstrarárið 2019, 944.581 krónum rekstrarárið 2020, 1.003.371 krónum rekstrarárið 2021 og 730.250 krónum rekstrarárið 2022. Samanlagt gerið það alls tæplega 21 milljón króna, auk álags á skilaskylda staðgreiðslu. Beinar gjafir Í samantekt á ítarlegum úrskurði Yfirskattanefndar segir að í úrskurðinum hafi ákvæði skattalaga um gjafir, þar á meðal tækifærisgjafir til starfsmanna, verið reifuð og talið að skýra bæri þau til samræmis þannig að beinar gjafir til starfsmanna í reiðufé gætu ekki talist til tækifærisgjafa í skilningi laganna. Talið hafi verið verða að ganga út frá því að gjafakort sem málið varðaði væru þeirrar náttúru að fást skipt fyrir reiðufé að sömu fjárhæð hjá útgefanda þeirra og yrðu því lögð að jöfnu við beinar fjárgreiðslur. Álagið fellt niður vegna óvissu Fallist hafi verið á með Ríkisskattstjóra að afhending gjafakorta þessara teldist til skattskyldra tekna starfsmanna félagsins og að borið hefði að reikna staðgreiðslu af þeim. Á hinn bóginn hafi krafa félagsins um niðurfellingu álags á vangreidda staðgreiðslu verið tekin til greina þar sem talið hafi verið að á þeim tíma sem málið varðaði hefði verið álitamál hvernig standa bæri að skilum á staðgreiðslu vegna afhendingar slíkra korta til starfsmanna, meðal annars í ljósi skattmatsreglna. Skattmatinu breytt fyrir árið 2023 Greint var frá því í aðdraganda jóla árið 2023 að skattmati fyrir það ár hefði meðal annars verið breytt á þann veg að sérstaklega væri tekið fram að afhending á bankakorti væri skattskyld. „Peningagjafir launagreiðanda til starfsmanna teljast alltaf til skattskyldra tekna viðtakanda, hvort sem gjöfin er í beinhörðum peningum, innleggi á bankareikninga eða afhendingu á bankakorti,“ sagði í skattmatinu. Skattar og tollar Jól Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira
Þetta kemur fram í úrskurði Yfirskattanefndar vegna kæru ónefnds einkahlutafélags á úrskurði Ríkisskattstjóra, um endurákvörðun á skilaskyldri staðgreiðslu opinberra gjalda og tryggingagjaldi félagsins staðgreiðsluárin 2019, 2020, 2021 og 2022. Þar segir að breytingar Ríkisskattstjóra hafi lotið að staðgreiðslu vegna starfstengdra hlunninda starfsmanna félagsins, það er gjafakorta sem látin hafi verið starfsmönnum í té á greindum árum. Á þriðja tug milljóna Fjárhæð vangreiddrar skilaskyldrar staðgreiðslu samkvæmt úrskurði ríkisskattstjóra hafi numið 3.407.715 krónum staðgreiðsluárið 2019, 5.212.302 krónum staðgreiðsluárið 2020, 5.173.119 krónum staðgreiðsluárið 2021 og 3.616.750 krónum staðgreiðsluárið 2022. Við þessar upphæðir hafi Ríkisskattstjóri bætt álagi. Fjárhæð vangreidds tryggingagjalds hafi numið alls 608.850 krónum rekstrarárið 2019, 944.581 krónum rekstrarárið 2020, 1.003.371 krónum rekstrarárið 2021 og 730.250 krónum rekstrarárið 2022. Samanlagt gerið það alls tæplega 21 milljón króna, auk álags á skilaskylda staðgreiðslu. Beinar gjafir Í samantekt á ítarlegum úrskurði Yfirskattanefndar segir að í úrskurðinum hafi ákvæði skattalaga um gjafir, þar á meðal tækifærisgjafir til starfsmanna, verið reifuð og talið að skýra bæri þau til samræmis þannig að beinar gjafir til starfsmanna í reiðufé gætu ekki talist til tækifærisgjafa í skilningi laganna. Talið hafi verið verða að ganga út frá því að gjafakort sem málið varðaði væru þeirrar náttúru að fást skipt fyrir reiðufé að sömu fjárhæð hjá útgefanda þeirra og yrðu því lögð að jöfnu við beinar fjárgreiðslur. Álagið fellt niður vegna óvissu Fallist hafi verið á með Ríkisskattstjóra að afhending gjafakorta þessara teldist til skattskyldra tekna starfsmanna félagsins og að borið hefði að reikna staðgreiðslu af þeim. Á hinn bóginn hafi krafa félagsins um niðurfellingu álags á vangreidda staðgreiðslu verið tekin til greina þar sem talið hafi verið að á þeim tíma sem málið varðaði hefði verið álitamál hvernig standa bæri að skilum á staðgreiðslu vegna afhendingar slíkra korta til starfsmanna, meðal annars í ljósi skattmatsreglna. Skattmatinu breytt fyrir árið 2023 Greint var frá því í aðdraganda jóla árið 2023 að skattmati fyrir það ár hefði meðal annars verið breytt á þann veg að sérstaklega væri tekið fram að afhending á bankakorti væri skattskyld. „Peningagjafir launagreiðanda til starfsmanna teljast alltaf til skattskyldra tekna viðtakanda, hvort sem gjöfin er í beinhörðum peningum, innleggi á bankareikninga eða afhendingu á bankakorti,“ sagði í skattmatinu.
Skattar og tollar Jól Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira