Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Sindri Sverrisson skrifar 28. apríl 2025 12:01 Antonio Rüdiger fagnar öðru marka Real Madrid í úrslitaleiknum. Hann var svo kominn af velli þegar Barcelona tryggði sér 3-2 sigur í framlengingunni og trylltist á hliðarlínunni. Getty/Burak Akbulut Antonio Rüdiger, miðvörður Real Madrid, á væntanlega yfir höfði sér langt bann eftir hegðun sína í tapinu gegn Barcelona í bikarúrslitaleiknum á Spáni um helgina. Kallað er eftir því að hann verði einnig tekinn út úr þýska landsliðinu. Rüdiger missti gjörsamlega stjórn á skapi sínu og kastaði klaka af hliðarlínunni í átt að dómaranum, í framlengingu í úrslitaleiknum á laugardaginn. Honum hafði verið skipt af velli en alls fengu þrír leikmenn Real að líta rauða spjaldið vegna hegðunar sinnar. Verst lét þó Rüdiger og þurfti hóp manna til að hemja hann og koma í veg fyrir að hann gengi enn lengra í æðiskasti sínu, eftir að hafa fengið rauða spjaldið fyrir að kasta klakanum. No creo que a Rudiger le caiga más de un partido porque se ve claramente que está disputando el balón. pic.twitter.com/QnQqU8p5R4— Manuel García (@Candeliano) April 27, 2025 Rüdiger hefur beðist afsökunar á hegðun sinni en á engu að síður yfir höfði sér fjögurra til tólf leikja bann. Dietmar Hamann, fyrrverandi landsliðsmaður Þýskalands, er á meðal þeirra sem vilja að Rüdiger fari líka í bann hjá þýska landsliðinu. „Mér finnst að DFB [þýska knattspyrnusambandið] ætti að setja hann í bann. Ég myndi ekki bjóða honum í úrslitaleikina í Þjóðadeildinni,“ sagði Hamann en Þýskaland er á meðal þeirra fjögurra þjóða sem spila um sigur í Þjóðadeildinni í júní. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom) Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að Rüdiger þykir fara yfir strikið með hegðun sinni og Hamann vill að það hafi afleiðingar hjá þýskum landsliðsmönnum. „Julian Nagelsmann [landsliðsþjálfari Þýskalands] þreytist ekki á að tala um hve mikilvægt sé að menn axli ábyrgð og fari eftir gildunum,“ sagði Hamann. Thorsten Kinhöfer, fyrrverandi FIFA-dómari, vill einnig að málið hafi afleiðingar. „Hegðun Rüdigers var til skammar. Landsliðsþjálfarinn verður að velta því fyrir sér hvort að svona maður eigi að vera fulltrúi þjóðar okkar,“ sagði Kinhöfer við Bild. Rudi Völler, yfirmaður íþróttamála hjá þýska sambandinu, segir hins vegar að Rüdiger verði ekki settur í bann frá landsliðinu. Hann verði þó að gera betur. „Toni er frábær leikmaður en sem landsliðsmaður þá þarf hann líka að sýna ákveðinn klassa í sinni hegðun. Hann vill réttilega að sér sé sýnd virðing en verður líka sjálfur að sýna öðrum virðingu, undantekningalaust,“ sagði Völler. Rüdiger verður að breyta sinni hegðun og veit það líklega best sjálfur núna. „Toni hafði samband við Julian og mig í gær og við ræddum lengi um stöðuna,“ sagði Völler. Spænski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Sjá meira
Rüdiger missti gjörsamlega stjórn á skapi sínu og kastaði klaka af hliðarlínunni í átt að dómaranum, í framlengingu í úrslitaleiknum á laugardaginn. Honum hafði verið skipt af velli en alls fengu þrír leikmenn Real að líta rauða spjaldið vegna hegðunar sinnar. Verst lét þó Rüdiger og þurfti hóp manna til að hemja hann og koma í veg fyrir að hann gengi enn lengra í æðiskasti sínu, eftir að hafa fengið rauða spjaldið fyrir að kasta klakanum. No creo que a Rudiger le caiga más de un partido porque se ve claramente que está disputando el balón. pic.twitter.com/QnQqU8p5R4— Manuel García (@Candeliano) April 27, 2025 Rüdiger hefur beðist afsökunar á hegðun sinni en á engu að síður yfir höfði sér fjögurra til tólf leikja bann. Dietmar Hamann, fyrrverandi landsliðsmaður Þýskalands, er á meðal þeirra sem vilja að Rüdiger fari líka í bann hjá þýska landsliðinu. „Mér finnst að DFB [þýska knattspyrnusambandið] ætti að setja hann í bann. Ég myndi ekki bjóða honum í úrslitaleikina í Þjóðadeildinni,“ sagði Hamann en Þýskaland er á meðal þeirra fjögurra þjóða sem spila um sigur í Þjóðadeildinni í júní. View this post on Instagram A post shared by Fabrizio Romano (@fabriziorom) Þetta er ekki í fyrsta sinn sem að Rüdiger þykir fara yfir strikið með hegðun sinni og Hamann vill að það hafi afleiðingar hjá þýskum landsliðsmönnum. „Julian Nagelsmann [landsliðsþjálfari Þýskalands] þreytist ekki á að tala um hve mikilvægt sé að menn axli ábyrgð og fari eftir gildunum,“ sagði Hamann. Thorsten Kinhöfer, fyrrverandi FIFA-dómari, vill einnig að málið hafi afleiðingar. „Hegðun Rüdigers var til skammar. Landsliðsþjálfarinn verður að velta því fyrir sér hvort að svona maður eigi að vera fulltrúi þjóðar okkar,“ sagði Kinhöfer við Bild. Rudi Völler, yfirmaður íþróttamála hjá þýska sambandinu, segir hins vegar að Rüdiger verði ekki settur í bann frá landsliðinu. Hann verði þó að gera betur. „Toni er frábær leikmaður en sem landsliðsmaður þá þarf hann líka að sýna ákveðinn klassa í sinni hegðun. Hann vill réttilega að sér sé sýnd virðing en verður líka sjálfur að sýna öðrum virðingu, undantekningalaust,“ sagði Völler. Rüdiger verður að breyta sinni hegðun og veit það líklega best sjálfur núna. „Toni hafði samband við Julian og mig í gær og við ræddum lengi um stöðuna,“ sagði Völler.
Spænski boltinn Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Sjá meira