Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 27. apríl 2025 19:31 Jens-Frederik Nielsen, nýr landstjóri Grænlands, og Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. EPA Nýr landstjóri Grænlands fundaði með forsætisráðherra Dana í fyrsta skipti. Þau lögðu áherslu á nútímavæðingu samveldisins og samstöðu þjóðanna á blaðamannnafundi. „Við viljum aldrei vera landareign sem einhver getur keypt og það eru skilaboðin sem ég held að séu mikilvægust,“ sagði Jens-Frederik Nielsen á blaðamannafundi er hann heimsótti Danmörk. Mikið hefur gengið á á síðustu mánuðum eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók upp þráðinn frá fyrri stjórnartíð hans um að Grænland ætti að vera í eigu Bandaríkjanna. Auk þess sem Trump hefur ítrekað lýst því yfir að hann girnist landið hefur hann látið útbúa skýrslu um kostnaðinn við yfirtöku Grænlands og heimsótti JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, Grænland í apríl. Nielsen sagði Bandaríkin ekki hafa sýnt Grænlendingum virðingu. Mette Frederiksen sagðist hins vegar alltaf til í að hitta Trump til að ræða málin. Vill tryggja sterkt og nútímavætt konungsríki „Ég mun gera allt í mínu valdi sem forsætisráðherra Danmerkur til að tryggja að við búum í sterku og nútímavæddu konungsríki sem allir þrír hóparnir geta séð sig sjálfa vera hluti af,“ sagði Mette Frederiksen, forsætisráðherra Dana á blaðamannafundi með Jens-Frederik Nielsen, landstjóra Grænlands. Ein af leiðinum til að nútímavæða konungsríkið sé að endurskoða sjálfstjórnarlög Dana um Grænland. Þeim var síðast breytt árið 2009 þar sem Grænlendingar fengu meira vald yfir sínum auðlindum. Lars Lokke Rasmussen, utanríkisráðherra Dana, lagði fram tillögu fyrr á árinu sem myndi leyfa Grænlendingum að sjá um yfirráð á ákveðnum svæðum en Danir myndu áfram sjá um fjármögnun. „Það er eitthvað sem er verið að ræða akkúrat núna,“ sagði Frederiksen samkvæmt umfjöllun danska ríkisútvarpsins. „Við erum með sjálfstjórnarlög frá árinu 2009. Auðvitað er eðlilegt að skoða hvernig þau ættu að vera í framtíðinni.“ Nielsen sagði vilja meðal grænlensku þjóðarinnar til að taka við einhverri stjórn sjálf. „Við viljum gera þetta sjálf. Við viljum þróast. Við erum núna í framkvæmdum til að búa til grunn fyrir því saman og ég er glaður að sú vinna er að hefjast,“ sagði Nielsen. Nielsen heldur aftur heim til Grænlands á morgun en með honum í för verður Friðrik Danakonungur Danmörk Grænland Bandaríkin Donald Trump Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira
„Við viljum aldrei vera landareign sem einhver getur keypt og það eru skilaboðin sem ég held að séu mikilvægust,“ sagði Jens-Frederik Nielsen á blaðamannafundi er hann heimsótti Danmörk. Mikið hefur gengið á á síðustu mánuðum eftir að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tók upp þráðinn frá fyrri stjórnartíð hans um að Grænland ætti að vera í eigu Bandaríkjanna. Auk þess sem Trump hefur ítrekað lýst því yfir að hann girnist landið hefur hann látið útbúa skýrslu um kostnaðinn við yfirtöku Grænlands og heimsótti JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, Grænland í apríl. Nielsen sagði Bandaríkin ekki hafa sýnt Grænlendingum virðingu. Mette Frederiksen sagðist hins vegar alltaf til í að hitta Trump til að ræða málin. Vill tryggja sterkt og nútímavætt konungsríki „Ég mun gera allt í mínu valdi sem forsætisráðherra Danmerkur til að tryggja að við búum í sterku og nútímavæddu konungsríki sem allir þrír hóparnir geta séð sig sjálfa vera hluti af,“ sagði Mette Frederiksen, forsætisráðherra Dana á blaðamannafundi með Jens-Frederik Nielsen, landstjóra Grænlands. Ein af leiðinum til að nútímavæða konungsríkið sé að endurskoða sjálfstjórnarlög Dana um Grænland. Þeim var síðast breytt árið 2009 þar sem Grænlendingar fengu meira vald yfir sínum auðlindum. Lars Lokke Rasmussen, utanríkisráðherra Dana, lagði fram tillögu fyrr á árinu sem myndi leyfa Grænlendingum að sjá um yfirráð á ákveðnum svæðum en Danir myndu áfram sjá um fjármögnun. „Það er eitthvað sem er verið að ræða akkúrat núna,“ sagði Frederiksen samkvæmt umfjöllun danska ríkisútvarpsins. „Við erum með sjálfstjórnarlög frá árinu 2009. Auðvitað er eðlilegt að skoða hvernig þau ættu að vera í framtíðinni.“ Nielsen sagði vilja meðal grænlensku þjóðarinnar til að taka við einhverri stjórn sjálf. „Við viljum gera þetta sjálf. Við viljum þróast. Við erum núna í framkvæmdum til að búa til grunn fyrir því saman og ég er glaður að sú vinna er að hefjast,“ sagði Nielsen. Nielsen heldur aftur heim til Grænlands á morgun en með honum í för verður Friðrik Danakonungur
Danmörk Grænland Bandaríkin Donald Trump Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Sjá meira