Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2025 11:32 Estevao Willian skoraði fyrir Palmeiras en þurfti seina að yfirgefa völlinn. Getty/Gaston Brito Miserocchi Chelsea vonarstjarnan Estevao hélt upp á átján ára afmælisdaginn sinn með eftirminnilegum hætti þegar hann hjálpaði brasilíska liðinu Palmeiras að vinna mikilvægan útisigur í Suðurameríkukeppni félagsliða, Copa Libertadores . Palmeiras vann þarna 3-2 sigur á bólivíska liðinu Bolivar og skoraði strákurinn annað mark liðsins í leiknum. Chelsea er búið að kaupa Estevao en mátti ekki koma til Englands fyrr en eftir átján ára afmælið sitt. Hann hélt einmitt upp á átján ára afmælið sitt með frammistöðunni á móti Bolivar, Strákurinn entist þó ekki allan leikinn. Estevão, aniversariante do dia, amplia no Hernando Siles: Bolívar 0x2 Palmeiras🔥 Quer ver os gols da #Libertadores? Então, segue a gente e não perca nenhum lance! 📲⚽pic.twitter.com/FDeIUSLRCw— Papo de Boleiros 🇧🇷 (@_papoboleiros) April 24, 2025 Hann skoraði markið sitt undir lok fyrri hálfleiks en fljótlega í þeim seinni dundi ógæfan yfir. Estevao lagðist í grasið og ældi í miðjum leik en hann réð ekki lengur við þunna loftið í Laz Paz í Bólívíu sem er í 3650 metra hæð yfir sjávarmáli. Estevao var fluttur af velli á börum og leið greinilega mjög illa á bekknum. Einhverjir óttuðust meiðsli en svo kom í ljós að þetta var bara líkaminn að kvarta undan súrefnisleysi. „Mér var farið að líða illa strax í hálfleik. Þetta er í fyrsta sinn sem ég spila í svo þunnu lofti og það tók mig nokkurn tíma að venjast því. Því miður gat ég ekki haldið áfram en ég gat treyst á liðsfélagna að landa sigrinum,“ sagði Estevao eftir leikinn. Varamaður Estevao, Mauricio, skoraði sigurmarkið í leiknum og Palmeiras hefur nú unnið þrjá fyrstu leiki sína í riðlakeppninni. Chelsea keypti Estevao fyrir 29 milljónir punda og það er búist við því að hann mæti á Stamford Bridge í sumar. Hann hefur raðað inn mörkum með Palmeiras og er greinilega alvöru leikmaður. 🚨🇧🇷 Estêvão is the FIRST PLAYER IN THIS CENTURY TO HAVE +10 GOALS and +10 ASSISTS in the Brasileirão before turning 18!🏟 37 Matches⚽️ 13 goals 🅰️ 10 assists (@DataFutebol) #CFC 🔜 🧨 pic.twitter.com/Zx1ptH4I2y— Chelsea Dodgers (@TheBlueDodger) April 20, 2025 Enski boltinn Fótbolti Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Sjá meira
Palmeiras vann þarna 3-2 sigur á bólivíska liðinu Bolivar og skoraði strákurinn annað mark liðsins í leiknum. Chelsea er búið að kaupa Estevao en mátti ekki koma til Englands fyrr en eftir átján ára afmælið sitt. Hann hélt einmitt upp á átján ára afmælið sitt með frammistöðunni á móti Bolivar, Strákurinn entist þó ekki allan leikinn. Estevão, aniversariante do dia, amplia no Hernando Siles: Bolívar 0x2 Palmeiras🔥 Quer ver os gols da #Libertadores? Então, segue a gente e não perca nenhum lance! 📲⚽pic.twitter.com/FDeIUSLRCw— Papo de Boleiros 🇧🇷 (@_papoboleiros) April 24, 2025 Hann skoraði markið sitt undir lok fyrri hálfleiks en fljótlega í þeim seinni dundi ógæfan yfir. Estevao lagðist í grasið og ældi í miðjum leik en hann réð ekki lengur við þunna loftið í Laz Paz í Bólívíu sem er í 3650 metra hæð yfir sjávarmáli. Estevao var fluttur af velli á börum og leið greinilega mjög illa á bekknum. Einhverjir óttuðust meiðsli en svo kom í ljós að þetta var bara líkaminn að kvarta undan súrefnisleysi. „Mér var farið að líða illa strax í hálfleik. Þetta er í fyrsta sinn sem ég spila í svo þunnu lofti og það tók mig nokkurn tíma að venjast því. Því miður gat ég ekki haldið áfram en ég gat treyst á liðsfélagna að landa sigrinum,“ sagði Estevao eftir leikinn. Varamaður Estevao, Mauricio, skoraði sigurmarkið í leiknum og Palmeiras hefur nú unnið þrjá fyrstu leiki sína í riðlakeppninni. Chelsea keypti Estevao fyrir 29 milljónir punda og það er búist við því að hann mæti á Stamford Bridge í sumar. Hann hefur raðað inn mörkum með Palmeiras og er greinilega alvöru leikmaður. 🚨🇧🇷 Estêvão is the FIRST PLAYER IN THIS CENTURY TO HAVE +10 GOALS and +10 ASSISTS in the Brasileirão before turning 18!🏟 37 Matches⚽️ 13 goals 🅰️ 10 assists (@DataFutebol) #CFC 🔜 🧨 pic.twitter.com/Zx1ptH4I2y— Chelsea Dodgers (@TheBlueDodger) April 20, 2025
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Mætti tveimur mínútum of seint og var settur á bekkinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Í vanda eftir að hafa sýnt löngutöng Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Frestaður stórleikur skarast á við afhendingu Gullknattarins Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Sjá meira