Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2025 11:32 Estevao Willian skoraði fyrir Palmeiras en þurfti seina að yfirgefa völlinn. Getty/Gaston Brito Miserocchi Chelsea vonarstjarnan Estevao hélt upp á átján ára afmælisdaginn sinn með eftirminnilegum hætti þegar hann hjálpaði brasilíska liðinu Palmeiras að vinna mikilvægan útisigur í Suðurameríkukeppni félagsliða, Copa Libertadores . Palmeiras vann þarna 3-2 sigur á bólivíska liðinu Bolivar og skoraði strákurinn annað mark liðsins í leiknum. Chelsea er búið að kaupa Estevao en mátti ekki koma til Englands fyrr en eftir átján ára afmælið sitt. Hann hélt einmitt upp á átján ára afmælið sitt með frammistöðunni á móti Bolivar, Strákurinn entist þó ekki allan leikinn. Estevão, aniversariante do dia, amplia no Hernando Siles: Bolívar 0x2 Palmeiras🔥 Quer ver os gols da #Libertadores? Então, segue a gente e não perca nenhum lance! 📲⚽pic.twitter.com/FDeIUSLRCw— Papo de Boleiros 🇧🇷 (@_papoboleiros) April 24, 2025 Hann skoraði markið sitt undir lok fyrri hálfleiks en fljótlega í þeim seinni dundi ógæfan yfir. Estevao lagðist í grasið og ældi í miðjum leik en hann réð ekki lengur við þunna loftið í Laz Paz í Bólívíu sem er í 3650 metra hæð yfir sjávarmáli. Estevao var fluttur af velli á börum og leið greinilega mjög illa á bekknum. Einhverjir óttuðust meiðsli en svo kom í ljós að þetta var bara líkaminn að kvarta undan súrefnisleysi. „Mér var farið að líða illa strax í hálfleik. Þetta er í fyrsta sinn sem ég spila í svo þunnu lofti og það tók mig nokkurn tíma að venjast því. Því miður gat ég ekki haldið áfram en ég gat treyst á liðsfélagna að landa sigrinum,“ sagði Estevao eftir leikinn. Varamaður Estevao, Mauricio, skoraði sigurmarkið í leiknum og Palmeiras hefur nú unnið þrjá fyrstu leiki sína í riðlakeppninni. Chelsea keypti Estevao fyrir 29 milljónir punda og það er búist við því að hann mæti á Stamford Bridge í sumar. Hann hefur raðað inn mörkum með Palmeiras og er greinilega alvöru leikmaður. 🚨🇧🇷 Estêvão is the FIRST PLAYER IN THIS CENTURY TO HAVE +10 GOALS and +10 ASSISTS in the Brasileirão before turning 18!🏟 37 Matches⚽️ 13 goals 🅰️ 10 assists (@DataFutebol) #CFC 🔜 🧨 pic.twitter.com/Zx1ptH4I2y— Chelsea Dodgers (@TheBlueDodger) April 20, 2025 Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Sjá meira
Palmeiras vann þarna 3-2 sigur á bólivíska liðinu Bolivar og skoraði strákurinn annað mark liðsins í leiknum. Chelsea er búið að kaupa Estevao en mátti ekki koma til Englands fyrr en eftir átján ára afmælið sitt. Hann hélt einmitt upp á átján ára afmælið sitt með frammistöðunni á móti Bolivar, Strákurinn entist þó ekki allan leikinn. Estevão, aniversariante do dia, amplia no Hernando Siles: Bolívar 0x2 Palmeiras🔥 Quer ver os gols da #Libertadores? Então, segue a gente e não perca nenhum lance! 📲⚽pic.twitter.com/FDeIUSLRCw— Papo de Boleiros 🇧🇷 (@_papoboleiros) April 24, 2025 Hann skoraði markið sitt undir lok fyrri hálfleiks en fljótlega í þeim seinni dundi ógæfan yfir. Estevao lagðist í grasið og ældi í miðjum leik en hann réð ekki lengur við þunna loftið í Laz Paz í Bólívíu sem er í 3650 metra hæð yfir sjávarmáli. Estevao var fluttur af velli á börum og leið greinilega mjög illa á bekknum. Einhverjir óttuðust meiðsli en svo kom í ljós að þetta var bara líkaminn að kvarta undan súrefnisleysi. „Mér var farið að líða illa strax í hálfleik. Þetta er í fyrsta sinn sem ég spila í svo þunnu lofti og það tók mig nokkurn tíma að venjast því. Því miður gat ég ekki haldið áfram en ég gat treyst á liðsfélagna að landa sigrinum,“ sagði Estevao eftir leikinn. Varamaður Estevao, Mauricio, skoraði sigurmarkið í leiknum og Palmeiras hefur nú unnið þrjá fyrstu leiki sína í riðlakeppninni. Chelsea keypti Estevao fyrir 29 milljónir punda og það er búist við því að hann mæti á Stamford Bridge í sumar. Hann hefur raðað inn mörkum með Palmeiras og er greinilega alvöru leikmaður. 🚨🇧🇷 Estêvão is the FIRST PLAYER IN THIS CENTURY TO HAVE +10 GOALS and +10 ASSISTS in the Brasileirão before turning 18!🏟 37 Matches⚽️ 13 goals 🅰️ 10 assists (@DataFutebol) #CFC 🔜 🧨 pic.twitter.com/Zx1ptH4I2y— Chelsea Dodgers (@TheBlueDodger) April 20, 2025
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Sjá meira