„Ég saknaði þín“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2025 10:33 Justin James í viðtalinu á háborðinu eftir leikinn. S2 Sport Justin James átti frábæran leik í gær þegar Álftanes jafnaði metin á móti deildarmeisturum Tindastóls í undanúrslitum Bónus deildar karla í körfubolta. James var valinn Just Wingin' It leikmaður leiksins og mætti á háborðið til Stefáns Árna og sérfræðinganna eftir leikinn. James var með 29 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar í þessum 84-82 sigri en þetta var fyrsti heimaleikur og fyrsti sigur Álftaness í undanúrslitum úrslitakeppninnar. „Það er nýr King James mættur til okkur. Þú fékkst afhent nýtt höfuðfat áðan,“ sagði Stefán Árni Pálsson en stuðningsmenn Álftanessliðsins afhentu James kórónu eftir þessa frábæru frammistöðu hans í Forsetahöllinni í gærkvöldi. Klippa: Viðtal við Justin James eftir sigurinn í leik tvö „Það eru frábærir stuðningsmenn hér á Álftanesi og þeir kalla mig King James. Ég veit ekki alveg með þann titil,“ sagði Justin James léttur og hógvær. Ég verð að hrósa Tindastólsliðinu „Þessi endir á leiknum var fyrir stuðningsfólkið. Við þurftum bara að halda einbeitingunni, hitta úr vítunum okkar og brjóta ekki á þriggja stiga skyttunum þeirra,“ sagði James. „Ég verð að hrósa Tindastólsliðinu því þeir spiluðu virkilega vel. Þeir eru með góðan þjálfara og fundu lausnir. Ég er viss um að þetta var skemmtilegur leikur fyrir áhorfendur,“ sagði James. Justin James var með 29 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar í 84-82 sigri á Tindastól.Vísir/Anton Brink „Við spiluðum vel og kominn mjög agressífir inn í leikinn. Það var það sem við lögðum mikla áherslu á fyrir leikinn. Láta finna meira fyrir okkur og það tókst í fyrri hálfleiknum. Við mættum þeim af krafti,“ sagði James. „Við erum með reynslumikið lið og við vitum hvernig skot við viljum taka og þá ekki síst undir lok leikja. Einbeitingin var til staðan fyrir utan nokkur vítaskot,“ sagði James. Hann sagðist hafa mætt fullur sjálfstraust til leiks þrátt fyrir að hafa hitt illa í leik eitt. Andrúmsloftið var frábært „Ég hef alltaf trú á mínum hæfileikum. Þú verður að skjóta boltanum til að skora,“ sagði James. „Andrúmsloftið var frábært í kvöld. Stuðningsfólk Tindastóls sýnir liðinu mikla hollustu og ég sé ástríðuna hjá þeim, bæði á heima- og útivelli. Þeir fylgja liðinu en það gerir líka stuðningsfólk Álftaness,“ sagði James. Honum líður mjög vel á Álftanesinu. Justin James og David Okeke fagna saman í gær en þeir áttu báðir mjög flottan leik.Vísir/Anton Brink „Fólkið á Álftanesi sýnir mér mikla ást og það er frábært fyrir mig að spila á Íslandi í fyrsta skiptið. Ég elska líka liðsfélaga mína. Það kunna allir vel við alla í þessu liði okkar, allir eru með góðan persónuleika og okkur kemur mjög vel saman. Ég elska Álftanes,“ sagði James. David er skrímsli James var einnig mjög ánægður með að endurheimta miðherjann David Okeke sem hafði misst af síðustu leikjum vegna meiðsla. Okeke var með 18 stig og 10 fráköst á 24 mínútum í leiknum. „David er skrímsli en hann var auðvitað að glíma við meiðsli. Hann lætur alltaf til sína taka inn í teig, hvort sem það er í að berjast í fráköstum eða verja körfuna. Ég sagði honum eftir leikinn: Ég saknaði þín,“ sagði James. Það má horfa á allt viðtalið við hann hér fyrir ofan. Bónus-deild karla UMF Álftanes Körfuboltakvöld Tindastóll Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Feðgarnir slógust eftir leik Sport „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Fótbolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Í beinni: Vestri - KR | Ennþá partý á Ísafirði? Íslenski boltinn Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Sjá meira
James var með 29 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar í þessum 84-82 sigri en þetta var fyrsti heimaleikur og fyrsti sigur Álftaness í undanúrslitum úrslitakeppninnar. „Það er nýr King James mættur til okkur. Þú fékkst afhent nýtt höfuðfat áðan,“ sagði Stefán Árni Pálsson en stuðningsmenn Álftanessliðsins afhentu James kórónu eftir þessa frábæru frammistöðu hans í Forsetahöllinni í gærkvöldi. Klippa: Viðtal við Justin James eftir sigurinn í leik tvö „Það eru frábærir stuðningsmenn hér á Álftanesi og þeir kalla mig King James. Ég veit ekki alveg með þann titil,“ sagði Justin James léttur og hógvær. Ég verð að hrósa Tindastólsliðinu „Þessi endir á leiknum var fyrir stuðningsfólkið. Við þurftum bara að halda einbeitingunni, hitta úr vítunum okkar og brjóta ekki á þriggja stiga skyttunum þeirra,“ sagði James. „Ég verð að hrósa Tindastólsliðinu því þeir spiluðu virkilega vel. Þeir eru með góðan þjálfara og fundu lausnir. Ég er viss um að þetta var skemmtilegur leikur fyrir áhorfendur,“ sagði James. Justin James var með 29 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar í 84-82 sigri á Tindastól.Vísir/Anton Brink „Við spiluðum vel og kominn mjög agressífir inn í leikinn. Það var það sem við lögðum mikla áherslu á fyrir leikinn. Láta finna meira fyrir okkur og það tókst í fyrri hálfleiknum. Við mættum þeim af krafti,“ sagði James. „Við erum með reynslumikið lið og við vitum hvernig skot við viljum taka og þá ekki síst undir lok leikja. Einbeitingin var til staðan fyrir utan nokkur vítaskot,“ sagði James. Hann sagðist hafa mætt fullur sjálfstraust til leiks þrátt fyrir að hafa hitt illa í leik eitt. Andrúmsloftið var frábært „Ég hef alltaf trú á mínum hæfileikum. Þú verður að skjóta boltanum til að skora,“ sagði James. „Andrúmsloftið var frábært í kvöld. Stuðningsfólk Tindastóls sýnir liðinu mikla hollustu og ég sé ástríðuna hjá þeim, bæði á heima- og útivelli. Þeir fylgja liðinu en það gerir líka stuðningsfólk Álftaness,“ sagði James. Honum líður mjög vel á Álftanesinu. Justin James og David Okeke fagna saman í gær en þeir áttu báðir mjög flottan leik.Vísir/Anton Brink „Fólkið á Álftanesi sýnir mér mikla ást og það er frábært fyrir mig að spila á Íslandi í fyrsta skiptið. Ég elska líka liðsfélaga mína. Það kunna allir vel við alla í þessu liði okkar, allir eru með góðan persónuleika og okkur kemur mjög vel saman. Ég elska Álftanes,“ sagði James. David er skrímsli James var einnig mjög ánægður með að endurheimta miðherjann David Okeke sem hafði misst af síðustu leikjum vegna meiðsla. Okeke var með 18 stig og 10 fráköst á 24 mínútum í leiknum. „David er skrímsli en hann var auðvitað að glíma við meiðsli. Hann lætur alltaf til sína taka inn í teig, hvort sem það er í að berjast í fráköstum eða verja körfuna. Ég sagði honum eftir leikinn: Ég saknaði þín,“ sagði James. Það má horfa á allt viðtalið við hann hér fyrir ofan.
Bónus-deild karla UMF Álftanes Körfuboltakvöld Tindastóll Mest lesið „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn Feðgarnir slógust eftir leik Sport „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Fótbolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Í beinni: Vestri - KR | Ennþá partý á Ísafirði? Íslenski boltinn Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ „Langar helst að setjast hér niður og gráta“ „Fannst við eiga meira skilið“ Einkunnir strákanna á móti Belgíu: Tryggvi frábær en okkur vantaði alvöru töffara í lokin „Nokkur krúsjal atriði sem féllu ekki með okkur“ Uppgjörið: Ísland - Belgía 64-71 | Ofboðslega svekkjandi tap hjá íslenska liðinu Fékk 720 þúsund króna sekt og bann fyrir að vera rekinn út úr húsi á EM Berglind stigahæst í Evrópukeppninni og valin í lið mótsins Haukur Helgi mættur eftir aðgerð Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan „Hljóp stressið fljótt úr mér“ Íslenskan er ástæðan fyrir því að Baldur er meira á hliðarlínunni en Craig Stoltur og þakklátur með tárin í augunum Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Sjá meira