„Ég saknaði þín“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2025 10:33 Justin James í viðtalinu á háborðinu eftir leikinn. S2 Sport Justin James átti frábæran leik í gær þegar Álftanes jafnaði metin á móti deildarmeisturum Tindastóls í undanúrslitum Bónus deildar karla í körfubolta. James var valinn Just Wingin' It leikmaður leiksins og mætti á háborðið til Stefáns Árna og sérfræðinganna eftir leikinn. James var með 29 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar í þessum 84-82 sigri en þetta var fyrsti heimaleikur og fyrsti sigur Álftaness í undanúrslitum úrslitakeppninnar. „Það er nýr King James mættur til okkur. Þú fékkst afhent nýtt höfuðfat áðan,“ sagði Stefán Árni Pálsson en stuðningsmenn Álftanessliðsins afhentu James kórónu eftir þessa frábæru frammistöðu hans í Forsetahöllinni í gærkvöldi. Klippa: Viðtal við Justin James eftir sigurinn í leik tvö „Það eru frábærir stuðningsmenn hér á Álftanesi og þeir kalla mig King James. Ég veit ekki alveg með þann titil,“ sagði Justin James léttur og hógvær. Ég verð að hrósa Tindastólsliðinu „Þessi endir á leiknum var fyrir stuðningsfólkið. Við þurftum bara að halda einbeitingunni, hitta úr vítunum okkar og brjóta ekki á þriggja stiga skyttunum þeirra,“ sagði James. „Ég verð að hrósa Tindastólsliðinu því þeir spiluðu virkilega vel. Þeir eru með góðan þjálfara og fundu lausnir. Ég er viss um að þetta var skemmtilegur leikur fyrir áhorfendur,“ sagði James. Justin James var með 29 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar í 84-82 sigri á Tindastól.Vísir/Anton Brink „Við spiluðum vel og kominn mjög agressífir inn í leikinn. Það var það sem við lögðum mikla áherslu á fyrir leikinn. Láta finna meira fyrir okkur og það tókst í fyrri hálfleiknum. Við mættum þeim af krafti,“ sagði James. „Við erum með reynslumikið lið og við vitum hvernig skot við viljum taka og þá ekki síst undir lok leikja. Einbeitingin var til staðan fyrir utan nokkur vítaskot,“ sagði James. Hann sagðist hafa mætt fullur sjálfstraust til leiks þrátt fyrir að hafa hitt illa í leik eitt. Andrúmsloftið var frábært „Ég hef alltaf trú á mínum hæfileikum. Þú verður að skjóta boltanum til að skora,“ sagði James. „Andrúmsloftið var frábært í kvöld. Stuðningsfólk Tindastóls sýnir liðinu mikla hollustu og ég sé ástríðuna hjá þeim, bæði á heima- og útivelli. Þeir fylgja liðinu en það gerir líka stuðningsfólk Álftaness,“ sagði James. Honum líður mjög vel á Álftanesinu. Justin James og David Okeke fagna saman í gær en þeir áttu báðir mjög flottan leik.Vísir/Anton Brink „Fólkið á Álftanesi sýnir mér mikla ást og það er frábært fyrir mig að spila á Íslandi í fyrsta skiptið. Ég elska líka liðsfélaga mína. Það kunna allir vel við alla í þessu liði okkar, allir eru með góðan persónuleika og okkur kemur mjög vel saman. Ég elska Álftanes,“ sagði James. David er skrímsli James var einnig mjög ánægður með að endurheimta miðherjann David Okeke sem hafði misst af síðustu leikjum vegna meiðsla. Okeke var með 18 stig og 10 fráköst á 24 mínútum í leiknum. „David er skrímsli en hann var auðvitað að glíma við meiðsli. Hann lætur alltaf til sína taka inn í teig, hvort sem það er í að berjast í fráköstum eða verja körfuna. Ég sagði honum eftir leikinn: Ég saknaði þín,“ sagði James. Það má horfa á allt viðtalið við hann hér fyrir ofan. Bónus-deild karla UMF Álftanes Körfuboltakvöld Tindastóll Mest lesið Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira
James var með 29 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar í þessum 84-82 sigri en þetta var fyrsti heimaleikur og fyrsti sigur Álftaness í undanúrslitum úrslitakeppninnar. „Það er nýr King James mættur til okkur. Þú fékkst afhent nýtt höfuðfat áðan,“ sagði Stefán Árni Pálsson en stuðningsmenn Álftanessliðsins afhentu James kórónu eftir þessa frábæru frammistöðu hans í Forsetahöllinni í gærkvöldi. Klippa: Viðtal við Justin James eftir sigurinn í leik tvö „Það eru frábærir stuðningsmenn hér á Álftanesi og þeir kalla mig King James. Ég veit ekki alveg með þann titil,“ sagði Justin James léttur og hógvær. Ég verð að hrósa Tindastólsliðinu „Þessi endir á leiknum var fyrir stuðningsfólkið. Við þurftum bara að halda einbeitingunni, hitta úr vítunum okkar og brjóta ekki á þriggja stiga skyttunum þeirra,“ sagði James. „Ég verð að hrósa Tindastólsliðinu því þeir spiluðu virkilega vel. Þeir eru með góðan þjálfara og fundu lausnir. Ég er viss um að þetta var skemmtilegur leikur fyrir áhorfendur,“ sagði James. Justin James var með 29 stig, 8 fráköst og 6 stoðsendingar í 84-82 sigri á Tindastól.Vísir/Anton Brink „Við spiluðum vel og kominn mjög agressífir inn í leikinn. Það var það sem við lögðum mikla áherslu á fyrir leikinn. Láta finna meira fyrir okkur og það tókst í fyrri hálfleiknum. Við mættum þeim af krafti,“ sagði James. „Við erum með reynslumikið lið og við vitum hvernig skot við viljum taka og þá ekki síst undir lok leikja. Einbeitingin var til staðan fyrir utan nokkur vítaskot,“ sagði James. Hann sagðist hafa mætt fullur sjálfstraust til leiks þrátt fyrir að hafa hitt illa í leik eitt. Andrúmsloftið var frábært „Ég hef alltaf trú á mínum hæfileikum. Þú verður að skjóta boltanum til að skora,“ sagði James. „Andrúmsloftið var frábært í kvöld. Stuðningsfólk Tindastóls sýnir liðinu mikla hollustu og ég sé ástríðuna hjá þeim, bæði á heima- og útivelli. Þeir fylgja liðinu en það gerir líka stuðningsfólk Álftaness,“ sagði James. Honum líður mjög vel á Álftanesinu. Justin James og David Okeke fagna saman í gær en þeir áttu báðir mjög flottan leik.Vísir/Anton Brink „Fólkið á Álftanesi sýnir mér mikla ást og það er frábært fyrir mig að spila á Íslandi í fyrsta skiptið. Ég elska líka liðsfélaga mína. Það kunna allir vel við alla í þessu liði okkar, allir eru með góðan persónuleika og okkur kemur mjög vel saman. Ég elska Álftanes,“ sagði James. David er skrímsli James var einnig mjög ánægður með að endurheimta miðherjann David Okeke sem hafði misst af síðustu leikjum vegna meiðsla. Okeke var með 18 stig og 10 fráköst á 24 mínútum í leiknum. „David er skrímsli en hann var auðvitað að glíma við meiðsli. Hann lætur alltaf til sína taka inn í teig, hvort sem það er í að berjast í fráköstum eða verja körfuna. Ég sagði honum eftir leikinn: Ég saknaði þín,“ sagði James. Það má horfa á allt viðtalið við hann hér fyrir ofan.
Bónus-deild karla UMF Álftanes Körfuboltakvöld Tindastóll Mest lesið Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Myndaveisla frá bardaganum við Luka Körfubolti Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Enski boltinn Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Enski boltinn Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Enski boltinn Dagskráin í dag: Gísli Þorgeir og Ómar Ingi leika listir sínir Sport „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Íslenski boltinn Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Sjá meira