Lífið

Bent og Matta eiga von á barni

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Matta og Bent opinberuðu samband sitt í ágúst í fyrra.
Matta og Bent opinberuðu samband sitt í ágúst í fyrra.

Rapparinn og XXX Rottweilerhundurinn Ágúst Bent Sigbertsson og fyrirsætan Matthildur Lind Matthíasdóttir eiga vona á sínu fyrsta barni næstkomandi júlí. 

Parið opinberaði samband sitt í ágúst í fyrra og virðist lífið leika við þau. 

Ágúst Bent er ekki aðeins einn vinsælasti rappari landsins heldur hefur hann einnig starfað sem leikstjóri, kvikmyndatökumaður og handritshöfundur.

Hljómsveitin XXX Rottweilerhundar kom fyrst saman árið 1999 en skaust svo upp á stjörnuhimininn í mars árið 2000 þegar sveitin vann Músíktilraunir. Þá fagnaði hljómsveitin 25 ára afmæli sínu með risatónleikum í Laugardalshöll 17. maí í fyrra.

Matta, eins og hún er gjarnan kölluð, er ein farsælasta fyrirsæta landsins og var uppgötvuð aðeins fjórtán ára gömul. Hún sigraði Ford-fyrirsætukeppnina árið 2005 og fékk í framhaldi samning hjá Ford.

Hún hefur starfað sem fyrirsæta víða um heiminn og má þar nefna New York, Mílanó, London, París, Kína og í Tokyo. Á ferlinum hefur hún meðal annars setið fyrir í auglýsingaherferð fyrir fatamerkið Diesel, í bandaríska tískutímaritinu Marie Claire auk þess em hún gekk á tískupallinum í New York árið 2011 á sýningu L´Wren Scott.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.