Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. apríl 2025 21:13 Þeir félagar Búbbi og Styrmir voru himinlifandi báðir tveir með endurfundina. Vísir/Bjarni Sannkallað páskakraftaverk varð á dögunum þegar páfagaukurinn Búbbi fannst heill á húfi eftir að hafa fokið alla leið úr Hlíðarendahverfi og yfir á Kársnes í Kópavogi þar sem hann varð næstum ketti að bráð. Ellefu ára eigandi andar léttar. Það leit ekki vel út síðastliðinn sunnudag þegar páfagaukurinn Búbbi slapp út af heimili sínu í Hlíðarendahverfi í Reykjavík. Hinn ellefu ára gamli Styrmir Pálsson segist þó aldrei hafa gefið upp vonina um að fuglinn myndi finnast. Búbbi ekki hræddur við myndavélina „Við eigum tvo hunda og við hleypum þeim alltaf út af svölunum svo á sunnudaginn þá gerðist þetta og þá ætluðum við að hleypa þeim út og þá var pabbi að opna og þá var hann hérna á stólnum og svo flaug hann út um svalirnar. Svo fór hann lengst upp í loftið, samt var svo mikill vindur, að hann fauk lengst út í buska,“ segir hinn ellefu ára gamli Styrmir. Feðgarnir ruku þá út að leita að honum og leituðu í fimm klukkustundir án árangurs. Stjúpmamma Styrmis auglýsti eftir fuglinum á Facebook hópnum Týnd dýr og það borgaði sig heldur betur. Styrmir segist hafa verið himinlifandi þegar Búbbi fannst. „Þá var ég ótrúlega glaður. Við vorum í Öskjuhlíðinni þarna þegar stjúpmamma mín hringdi í pabba minn af því að hún hafði sett inn á Facebook group að hann hefði fundist.“ Búbbi fannst uppi í tréi í garði á Kársnesi í Kópavogi og hafði því fokið rúma þrjá kílómetra. „Það var köttur fyrir neðan að reyna að ná honum, hann bara gargaði ótrúlega mikið, þannig einhver kona kom og náði í hann.“ Óhætt er að segja að Búbbi hafi aldrei verið betri þó ferðalagið hafi tekið á. Hann tók sitt uppáhalds lag fyrir fréttamann Stöðvar 2 sem Styrmir og pabbi hans kenndu honum. Sjón er sögu ríkari. „Hann er mjög vinalegur, hann er vinapáfagaukur eiginlega og er alltaf hjá manni. Ef maður fer út úr herberginu sem hann er í, þá eltir hann mann alltaf.“ Fuglar Dýr Kópavogur Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Fleiri fréttir Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Sjá meira
Það leit ekki vel út síðastliðinn sunnudag þegar páfagaukurinn Búbbi slapp út af heimili sínu í Hlíðarendahverfi í Reykjavík. Hinn ellefu ára gamli Styrmir Pálsson segist þó aldrei hafa gefið upp vonina um að fuglinn myndi finnast. Búbbi ekki hræddur við myndavélina „Við eigum tvo hunda og við hleypum þeim alltaf út af svölunum svo á sunnudaginn þá gerðist þetta og þá ætluðum við að hleypa þeim út og þá var pabbi að opna og þá var hann hérna á stólnum og svo flaug hann út um svalirnar. Svo fór hann lengst upp í loftið, samt var svo mikill vindur, að hann fauk lengst út í buska,“ segir hinn ellefu ára gamli Styrmir. Feðgarnir ruku þá út að leita að honum og leituðu í fimm klukkustundir án árangurs. Stjúpmamma Styrmis auglýsti eftir fuglinum á Facebook hópnum Týnd dýr og það borgaði sig heldur betur. Styrmir segist hafa verið himinlifandi þegar Búbbi fannst. „Þá var ég ótrúlega glaður. Við vorum í Öskjuhlíðinni þarna þegar stjúpmamma mín hringdi í pabba minn af því að hún hafði sett inn á Facebook group að hann hefði fundist.“ Búbbi fannst uppi í tréi í garði á Kársnesi í Kópavogi og hafði því fokið rúma þrjá kílómetra. „Það var köttur fyrir neðan að reyna að ná honum, hann bara gargaði ótrúlega mikið, þannig einhver kona kom og náði í hann.“ Óhætt er að segja að Búbbi hafi aldrei verið betri þó ferðalagið hafi tekið á. Hann tók sitt uppáhalds lag fyrir fréttamann Stöðvar 2 sem Styrmir og pabbi hans kenndu honum. Sjón er sögu ríkari. „Hann er mjög vinalegur, hann er vinapáfagaukur eiginlega og er alltaf hjá manni. Ef maður fer út úr herberginu sem hann er í, þá eltir hann mann alltaf.“
Fuglar Dýr Kópavogur Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Fleiri fréttir Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Sjá meira