Körfubolti

Fyrrum ný­liði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefa­leikum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Carter-Williams endaði NBA feril sinn hjá Orlando Magic en hér sést hann í leik á móti New York Knicks.
Michael Carter-Williams endaði NBA feril sinn hjá Orlando Magic en hér sést hann í leik á móti New York Knicks. Getty/Sarah Stier

Fyrir ellefu árum var Michael Carter-Williams kosinn nýliði ársins í NBA deildinni í körfubolta. Í næsta mánuði reynir hann fyrir sér í allt annarri íþrótt.

Hinn 33 ára gamli Carter-Williams ætlar að stíga inn í hnefaleikahringinn í New York 29. maí næstkomandi. Hann mun mæta þar hinum 36 ára gamla Sam Khativ í Leman Ballroom.

Bardagakvöldið er kynnt undir nafninu Broad Street Brawl og er fjáröflum á vegum Bigvision samtakanna sem styðja ungt fólk sem vill komast út úr vítahring eiturlyfja.

Nafn Carter-Williams kom upp á borð fyrir tveimur mánuðum síðan en hann hafði þá gefið það út að hann væri hættur í körfuboltanum.

Philadelphia 76ers valdi þennan 196 sentimetra háa bakvörð í nýliðavalinu 2013 en hann var valinn ellefti.

Á sínu fyrsta tímabili var hann með 16,7 stig, 6,2 fráköst og 6,3 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Carter-Williams var skipt til Milwaukee Bucks á sínu öðru ári og spilaði síðan fyrir fimm félög á aðeins fimm árum. Hann fór frá Philadelphia til Milwaukee, til Chicago, til Charlotte og til Houston áður en hann endaði hjá Orlando Magic.

Carter-Williams spilaði sinn síðasta leik í NBA árið 2023 og setti síðan körfuboltaskóna upp á hillu í október 2024. Á NBA ferlinum var hann með 10,2 stig, 4,3 fráköst og 4,3 stoðsendingar að meðaltali í leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×