„Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. apríl 2025 20:37 Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir var sjálf hissa á þrennunni sem hún skoraði í Garðabænum. hörður ágústsson Fyrir leik Stjörnunnar og Víkings í Bestu deild kvenna í kvöld hafði Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir skorað þrjú mörk í 87 leikjum í efstu deild á Íslandi. Hún gerði sér hins vegar lítið fyrir og skoraði þrennu í 2-6 sigri Víkinga á Samsung-vellinum í kvöld. Víkingur tapaði 1-4 fyrir Þór/KA í 1. umferð Bestu deildarinnar en fékk sín fyrstu stig eftir stórsigurinn í Garðabænum í kvöld. „Við mættum til leiks. Við gerðum það svo sannarlega ekki í fyrsta leik. Við tókum okkur aðeins á í vikunni og sýndum hvað í okkur býr,“ sagði Áslaug í samtali við Vísi eftir leikinn. Víkingar voru baneitraðir í föstum leikatriðum í kvöld en fjögur af sex mörkum liðsins komu eftir horn- og aukaspyrnur. Áslaug skoraði þrjú þeirra og Erna Guðrún Magnúsdóttir, sem leikur við hlið hennar í miðri vörn Víkings, eitt. Áslaug var jafn hissa og allir aðrir á skyndilegri marksækni sinni í kvöld. „Ég veit ekki. Ég var bara áræðin og gerði árás á boltann,“ sagði Selfyssingurinn. En hefur hún einhvern tímann áður skorað þrennu? „Já, það var bara í 7. flokki eða eitthvað,“ sagði Áslaug hlæjandi. Sem fyrr sagði fengu Víkingar sín fyrstu stig í Bestu deildinni í kvöld. Áslaug segir að þær rauðu og svörtu séu bjartsýnar á framhaldið. „Klárlega. Við mættum ekkert í fyrsta leik en sýndum klárlega í dag hvað í okkur býr. Ég held að þetta sé góð byrjun á góðu skriði sem mun halda áfram út tímabilið,“ sagði Áslaug að endingu. Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira
Víkingur tapaði 1-4 fyrir Þór/KA í 1. umferð Bestu deildarinnar en fékk sín fyrstu stig eftir stórsigurinn í Garðabænum í kvöld. „Við mættum til leiks. Við gerðum það svo sannarlega ekki í fyrsta leik. Við tókum okkur aðeins á í vikunni og sýndum hvað í okkur býr,“ sagði Áslaug í samtali við Vísi eftir leikinn. Víkingar voru baneitraðir í föstum leikatriðum í kvöld en fjögur af sex mörkum liðsins komu eftir horn- og aukaspyrnur. Áslaug skoraði þrjú þeirra og Erna Guðrún Magnúsdóttir, sem leikur við hlið hennar í miðri vörn Víkings, eitt. Áslaug var jafn hissa og allir aðrir á skyndilegri marksækni sinni í kvöld. „Ég veit ekki. Ég var bara áræðin og gerði árás á boltann,“ sagði Selfyssingurinn. En hefur hún einhvern tímann áður skorað þrennu? „Já, það var bara í 7. flokki eða eitthvað,“ sagði Áslaug hlæjandi. Sem fyrr sagði fengu Víkingar sín fyrstu stig í Bestu deildinni í kvöld. Áslaug segir að þær rauðu og svörtu séu bjartsýnar á framhaldið. „Klárlega. Við mættum ekkert í fyrsta leik en sýndum klárlega í dag hvað í okkur býr. Ég held að þetta sé góð byrjun á góðu skriði sem mun halda áfram út tímabilið,“ sagði Áslaug að endingu.
Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira