Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Kjartan Kjartansson skrifar 22. apríl 2025 15:29 Mikil óvissa ríkir nú í efnahagsmálum heimsins vegna tollastefnu Bandaríkjastjórnar og viðbrögðum viðskiptaríkja hennar. Spáð er umtalsvert minni hagvexti í heiminum en áður vegna tollastríðsins. Vísir/EPA Tollar sem Bandaríkjastjórn hefur lagt á nær öll viðskiptaríki sín munu leiða til umtalsvert minni hagvaxtar um nær allan heim en gert var ráð fyrir, að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Innflutningstollar í Bandaríkjunum hafa ekki verið hærri í heila öld. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) gerir nú ráð fyrir að hagvöxtur verði um 0,5 prósentustigum minni á heimsvísu í ár en hann reiknaði með áður en Bandaríkjastjórn tilkynnti um tolla á flest ríki heims fyrr í þessum mánuði. Horfurnar í Bandaríkjunum eru enn verri að mati sjóðsins. Hann reiknar nú með 0,9 prósentustigum minni hagvexti vestanhafs á þessu ári en í fyrri spá sinni, 1,8 prósent vexti. Það er heilu prósentustigi minni hagvöxtur en mældist í fyrra. Á evrusvæðinu gerir AGS ráð fyrir 0,2 stigum minni hagvexti en áður. Hann verði 0,8 prósent á þessu ári og 1,2 prósent á því næsta. Í Kína býst sjóðurinn nú við 0,6 stiga minni hagvexti á þessu ári en áður, um fjórum prósentum. Þá býst sjóðurinn við að verðbólga hjaðni hægar en hann reiknaði með í skýrslu um stöðu efnahagsmála heimsins í janúar og vísar enn til áhrifa tollanna. Sérstaklega eigi það við um Bandaríkin og önnur þróuð hagkerfi, að því er kemur fram í frétt Reuters. „Við erum nú á leið inn í nýtt tímabil þar sem verið er að endurstilla hagkerfi heimins sem hefur verið við lýði undanfarin áttatíu ár,“ sagði Pierre-Olivier Gourinchas, yfirhagfræðingur AGS, við fréttamenn í dag. Þrátt fyrir þetta spáir AGS ekki kreppu í Bandaríkjunum. Líkur á niðursveiflu hefðu þó aukist úr um fjórðungslíkum í rúmlega þriðjungslíkur. Verðbólga þar gæti náð þremur prósentum á þessu ári, prósentustigi meira en sjóðurinn reiknaði með í janúar. Gourinchas varaði ennfremur við að ef tollastríð Bandaríkjanna við önnur ríki magnaðist enn frekar mætti gera ráð fyrir enn meiri efnahagslegri óvissu og óstöðugleika sem bitnaði á heimshagkerfinu. Nú væri algerlega nauðsynlegt að auka fyrirsjáanleika í heimsviðskiptum sem tollastríðið hefur snúið á haus. Bandaríkin Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Skattar og tollar Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) gerir nú ráð fyrir að hagvöxtur verði um 0,5 prósentustigum minni á heimsvísu í ár en hann reiknaði með áður en Bandaríkjastjórn tilkynnti um tolla á flest ríki heims fyrr í þessum mánuði. Horfurnar í Bandaríkjunum eru enn verri að mati sjóðsins. Hann reiknar nú með 0,9 prósentustigum minni hagvexti vestanhafs á þessu ári en í fyrri spá sinni, 1,8 prósent vexti. Það er heilu prósentustigi minni hagvöxtur en mældist í fyrra. Á evrusvæðinu gerir AGS ráð fyrir 0,2 stigum minni hagvexti en áður. Hann verði 0,8 prósent á þessu ári og 1,2 prósent á því næsta. Í Kína býst sjóðurinn nú við 0,6 stiga minni hagvexti á þessu ári en áður, um fjórum prósentum. Þá býst sjóðurinn við að verðbólga hjaðni hægar en hann reiknaði með í skýrslu um stöðu efnahagsmála heimsins í janúar og vísar enn til áhrifa tollanna. Sérstaklega eigi það við um Bandaríkin og önnur þróuð hagkerfi, að því er kemur fram í frétt Reuters. „Við erum nú á leið inn í nýtt tímabil þar sem verið er að endurstilla hagkerfi heimins sem hefur verið við lýði undanfarin áttatíu ár,“ sagði Pierre-Olivier Gourinchas, yfirhagfræðingur AGS, við fréttamenn í dag. Þrátt fyrir þetta spáir AGS ekki kreppu í Bandaríkjunum. Líkur á niðursveiflu hefðu þó aukist úr um fjórðungslíkum í rúmlega þriðjungslíkur. Verðbólga þar gæti náð þremur prósentum á þessu ári, prósentustigi meira en sjóðurinn reiknaði með í janúar. Gourinchas varaði ennfremur við að ef tollastríð Bandaríkjanna við önnur ríki magnaðist enn frekar mætti gera ráð fyrir enn meiri efnahagslegri óvissu og óstöðugleika sem bitnaði á heimshagkerfinu. Nú væri algerlega nauðsynlegt að auka fyrirsjáanleika í heimsviðskiptum sem tollastríðið hefur snúið á haus.
Bandaríkin Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Skattar og tollar Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira