Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. apríl 2025 14:37 Albert Jónsson var sendiherra í Bandaríkjunum árin 2006 til 2009, og í Rússlandi 2011 til 2016. Vísir/Vilhelm Sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra segir vopnahlé sem boðað var milli Rússlands og Úkraínu yfir páskana litlu máli skipta. Ásakanir hafa gengið milli aðila um brot á vopnahléinu. Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segir rússneska herinn ekki hafa haft í heiðri vopnahléið sem Rússlandsforseti boðaði í gær að yrði í gildi um páskana. Það átti að taka gildi klukkan sex í gærkvöldi. Selenskí segir að á fyrstu sex klukkustundunum hafi Rússar fjölda stórskotaliðsárása, áhlaupa og drónaárása í Úkraínu. Í nótt hafi verið gerðar fleiri stórskotaliðsárásir og áhlaup víða á víglínunni, í Dónetsk, Pokrovsk og Sapórísjíu. Selenskí greindi frá þessu á samfélagsmiðlum, og sagði Rússaher reyna að skapa ímynd vopnahlés, á meðan hann héldi áfram tilraunum til landvinninga. Rússar gefi ekkert eftir Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra Íslands í Rússlandi og Bandaríkjunum, segir vopnahléið í raun litlu skipta. Friðarviðræður til lengri tíma séu aðalmálið. „Það er tvennt sem stendur upp úr að mínu mati, í stóru myndinni. Annars vegar er ekkert sem bendir til þess að Rússar ætli, á þessu stigi, að gefa neitt eftir. Þeir hafa ekki gefið neitt eftir á meðan Trump-stjórnin virðist reiðubúin í meiriháttar eftirgjöf, varðandi hugsanlega Nató-aðild Úkraínu, og tilbúin til að gefa eftir úkraínskt land. Hins vegar virðist Trump-stjórnin einfaldlega ekki hafa neitt plan. Enga friðaráætlun fyrir Úkraínu,“ segir Albert. Stefnan á skjön við einu raunhæfu áætlunina Allur þrýstingur Bandaríkjanna sé settur á Úkraínu. „Nú síðast felst þrýstingurinn í því að Trump-stjórnin segist ætla að hætta þátttöku í öllum friðarviðræðum ef ekki kemur árangur. Þeir láta líta út eins og það standi á Rússum að færa fram árangur á næstu dögum, en það er bara ekkert sem bendir til þess að það sé raunverulega stefnan.“ Bandaríkin hafi hætt nánast öllum vopnasendingum til Úkraínu. „Eina raunhæfa friðaráætlunin fyrir Úkraínu væri að láta þá hafa þann stuðning sem þarf til þess að knýja Rússana í vopnahlé. Láta Úkraínu hafa það sem þarf til að halda aftur af rússneska hernum í framhaldinu. Stefna Trump-stjórnarinnar er hvergi nálægt því, eftir því sem ég fæ séð og margir aðrir. Þvert á móti.“ Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Fleiri fréttir Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Sjá meira
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, segir rússneska herinn ekki hafa haft í heiðri vopnahléið sem Rússlandsforseti boðaði í gær að yrði í gildi um páskana. Það átti að taka gildi klukkan sex í gærkvöldi. Selenskí segir að á fyrstu sex klukkustundunum hafi Rússar fjölda stórskotaliðsárása, áhlaupa og drónaárása í Úkraínu. Í nótt hafi verið gerðar fleiri stórskotaliðsárásir og áhlaup víða á víglínunni, í Dónetsk, Pokrovsk og Sapórísjíu. Selenskí greindi frá þessu á samfélagsmiðlum, og sagði Rússaher reyna að skapa ímynd vopnahlés, á meðan hann héldi áfram tilraunum til landvinninga. Rússar gefi ekkert eftir Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra Íslands í Rússlandi og Bandaríkjunum, segir vopnahléið í raun litlu skipta. Friðarviðræður til lengri tíma séu aðalmálið. „Það er tvennt sem stendur upp úr að mínu mati, í stóru myndinni. Annars vegar er ekkert sem bendir til þess að Rússar ætli, á þessu stigi, að gefa neitt eftir. Þeir hafa ekki gefið neitt eftir á meðan Trump-stjórnin virðist reiðubúin í meiriháttar eftirgjöf, varðandi hugsanlega Nató-aðild Úkraínu, og tilbúin til að gefa eftir úkraínskt land. Hins vegar virðist Trump-stjórnin einfaldlega ekki hafa neitt plan. Enga friðaráætlun fyrir Úkraínu,“ segir Albert. Stefnan á skjön við einu raunhæfu áætlunina Allur þrýstingur Bandaríkjanna sé settur á Úkraínu. „Nú síðast felst þrýstingurinn í því að Trump-stjórnin segist ætla að hætta þátttöku í öllum friðarviðræðum ef ekki kemur árangur. Þeir láta líta út eins og það standi á Rússum að færa fram árangur á næstu dögum, en það er bara ekkert sem bendir til þess að það sé raunverulega stefnan.“ Bandaríkin hafi hætt nánast öllum vopnasendingum til Úkraínu. „Eina raunhæfa friðaráætlunin fyrir Úkraínu væri að láta þá hafa þann stuðning sem þarf til þess að knýja Rússana í vopnahlé. Láta Úkraínu hafa það sem þarf til að halda aftur af rússneska hernum í framhaldinu. Stefna Trump-stjórnarinnar er hvergi nálægt því, eftir því sem ég fæ séð og margir aðrir. Þvert á móti.“
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Fleiri fréttir Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Sjá meira