Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Jón Þór Stefánsson skrifar 19. apríl 2025 12:14 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í málinu. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi á dögunum ungan karlmann fyrir stunguárás. Maðurinn var ólögráða þegar brotið var framið að kvöldi til árið 2022 og var það niðurstaða Héraðsdóms að fresta refsingu hans og láta hana falla niður eftir tvö ár. Maðurinn var ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem átti sér stað fyrir utan heimili hans í Reykjavík. Honum var gefið að sök að stinga annan mann með hnífi í öxlina aftan til. Fyrir vikið hafi sá sem varð fyrir árásinni hlotið opið sár á bakvegg brjóstkassa. Hann játaði sök. Það var mat dómsins, að með játningunni og samkvæmt öðrum gögnum málsins væri brotið sannað. Einstakt tilfelli Í dómnum segir að ekkert bendi til annars en að um einstakt tilfelli hafi verið að ræða þar sem maðurinn, sem var þá ólögráða, missti stjórn á sér. Það hafi gerst þegar hinn maðurinn, sá sem varð fyrir árásinni, kom að heimili árásarmannsins óboðinn og átti í snörpum orðaskiptum við hann. Að mati dómsins verður ekki séð annað en að það sem árásarmanninum gekk til var að vernda ótilgreindan fjölskyldumeðlim með þeim afleiðingum að hann stakk manninn í bakið. Ljóst sé að brotið hafi verið framið í geðshræringu. Þó sagðist dómurinn líta til þess að um væri að ræða brot sem hafi verið framið með hættulegu vopni. Ekki lífshættuleg árás Fram kemur að samkvæmt læknisvottorði hafi áverkinn sem hlaust af stungunni ekki verið talinn lífshættulegur og sárinu verið lokað með einföldum saumum. Þá voru batahorfur hans taldar almennt góðar. Þá segir að engin gögn í málinu hafi legið fyrir sem sýndu fram á andlega vanlíðan þess sem var stunginn eða langvarandi skerðingu hans sem valdi auknum miska. Það var því mat dómsins að árásarmaðurinn hefði ekki beitt miklu afli þegar hann stakk manninn. Því var ákveðið að árásarmaðurinn skyldi greiða hinum 400 þúsund krónur í miskabætur. Ofan á það bætast um 800 þúsund krónur í sakar- og málskostnað. Líkt og áður segir komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að fresta refsingu mannsins. Hún mun falla niður eftir tvö ár haldi árásarmaðurinn almennu skilorði. Dómsmál Reykjavík Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Sjá meira
Maðurinn var ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás sem átti sér stað fyrir utan heimili hans í Reykjavík. Honum var gefið að sök að stinga annan mann með hnífi í öxlina aftan til. Fyrir vikið hafi sá sem varð fyrir árásinni hlotið opið sár á bakvegg brjóstkassa. Hann játaði sök. Það var mat dómsins, að með játningunni og samkvæmt öðrum gögnum málsins væri brotið sannað. Einstakt tilfelli Í dómnum segir að ekkert bendi til annars en að um einstakt tilfelli hafi verið að ræða þar sem maðurinn, sem var þá ólögráða, missti stjórn á sér. Það hafi gerst þegar hinn maðurinn, sá sem varð fyrir árásinni, kom að heimili árásarmannsins óboðinn og átti í snörpum orðaskiptum við hann. Að mati dómsins verður ekki séð annað en að það sem árásarmanninum gekk til var að vernda ótilgreindan fjölskyldumeðlim með þeim afleiðingum að hann stakk manninn í bakið. Ljóst sé að brotið hafi verið framið í geðshræringu. Þó sagðist dómurinn líta til þess að um væri að ræða brot sem hafi verið framið með hættulegu vopni. Ekki lífshættuleg árás Fram kemur að samkvæmt læknisvottorði hafi áverkinn sem hlaust af stungunni ekki verið talinn lífshættulegur og sárinu verið lokað með einföldum saumum. Þá voru batahorfur hans taldar almennt góðar. Þá segir að engin gögn í málinu hafi legið fyrir sem sýndu fram á andlega vanlíðan þess sem var stunginn eða langvarandi skerðingu hans sem valdi auknum miska. Það var því mat dómsins að árásarmaðurinn hefði ekki beitt miklu afli þegar hann stakk manninn. Því var ákveðið að árásarmaðurinn skyldi greiða hinum 400 þúsund krónur í miskabætur. Ofan á það bætast um 800 þúsund krónur í sakar- og málskostnað. Líkt og áður segir komst dómurinn að þeirri niðurstöðu að fresta refsingu mannsins. Hún mun falla niður eftir tvö ár haldi árásarmaðurinn almennu skilorði.
Dómsmál Reykjavík Vopnaburður barna og ungmenna Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Sjá meira