Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar 18. apríl 2025 12:00 Ég hef lengi velt fyrir mér hvernig meirihlutinn í borginni starfar. Það er mér sérstaklega hugleikið því ég hef búið bróðurpartinn af lífsleiðinni í 112. Þetta er tiltölulega rótgróið hverfi með þokkalega mikið af efri og neðri millistétt. Ekki alveg jafn mikil sveit og Mósó en samt næsti bær við og þar hefur verið gott að búa.Þetta hverfi hefur mætt afgangi í Reykjavík, alveg frá því ég man eftir mér. Enda að mestum parti rólegt hverfi sem er úr alfaraleið ef svo má segja. Svona eins og hérað hobbitanna í hringadróttinssögu J.R.R Tolkien. Grafarvogsbúar, eins hobbitarnir hafa verið sáttir með að hunsa og vera hunsuð af restinni af Reykjavík.Sem er svo sem allt í fína, íbúarnir grafarvogs hafa verið sjálfum sér nægir. Ekkert vesen. Grasið er slegið svona rétt fyrir kosningar, á tyllidögum ef svo má segja. Sorpið er sótt eftir hentisemi og snjórinn er stundum mokaður ef einhver í Borgartúninu hefur rænu á því.En Samfó og félagar sækja tæplega fylgi í 112. Og þá er kannski ekki forgangsmál að sinna hverfinu að einhverju viti.En þá má líka bara halda áfram að hunsa okkur. Allir sáttir....En upp á síðkastið hefur verið að hrært helst til of mikið í pottinum. Og ekki í samvinnu eða sátt við íbúana.Fyrst var ráðist í uppbyggingu á Gufunesin. Þar átti að rísa lattelepjandi lopapeysu paradís bíllausra... það gleymdi samt að segja þeim sem skipulögðu hverfið. Enginn stoppistöð fyrir strætó, nema i 15-20 mín göngufæri. Spennandi, ég veit. Ævintýraferð, sérstaklega þegar gleymist að moka. Extra bónus að fá enn meiri umferð inn í voginn. Nú getur manni svo sannarlega liðið eins og á Miklubrautinni í morgunsárið, alveg upp að dyrum.Svo hélt þetta áfram. Planið var að reisa blokkir fyrir ungt barnafólk. Ásamt bílastæða húsi sem átti að kosta morðfjár á mánuði í áskrift. Eitthvað sem engri barnafjölskylda með réttu viti myndi hugnast. Að eyða stórum hluta ráðstöfunarttekna heimilisins til að leggja bílnum sínum í nágrenni við heimili sitt. Því það er jú, ekki gert ráð fyrir neinum bílastæðum. Og enginn kæmi heldur í heimsókn, nema þá með strætó.Þetta er blauti draumur meirihlutans. Jafnvel þó flestir þurfi að sækja vinnu utan hverfis. Það fara ekki allir að vinna við bifvélavirkjun á gylfaflötinni, eða í smásölu upp í spönginni. Bara taka strætó. Svo má ekki gleyma því að grunn- og leikskólarnir þar sem stendur til að troða niður blokkum, eru fullir.Ekki fullir eins og lattelepjandi trefill á leiðinni heim af djamminu í 101. Heldur fullir eins og það er ekkert pláss fyrir fleiri nemendur.Til að kóróna þetta allt losar meirihlutinn líka við öll þessi þreytandi grænu svæði. Þá getur Grafarvogsbúum svo sannarlega liðið eins og þeir séu komnir beint á Laugarveginn í malbikið.Höfundur er stoltur grafarvogsbúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Már Sigurðsson Byggðamál Mest lesið Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Ég hef lengi velt fyrir mér hvernig meirihlutinn í borginni starfar. Það er mér sérstaklega hugleikið því ég hef búið bróðurpartinn af lífsleiðinni í 112. Þetta er tiltölulega rótgróið hverfi með þokkalega mikið af efri og neðri millistétt. Ekki alveg jafn mikil sveit og Mósó en samt næsti bær við og þar hefur verið gott að búa.Þetta hverfi hefur mætt afgangi í Reykjavík, alveg frá því ég man eftir mér. Enda að mestum parti rólegt hverfi sem er úr alfaraleið ef svo má segja. Svona eins og hérað hobbitanna í hringadróttinssögu J.R.R Tolkien. Grafarvogsbúar, eins hobbitarnir hafa verið sáttir með að hunsa og vera hunsuð af restinni af Reykjavík.Sem er svo sem allt í fína, íbúarnir grafarvogs hafa verið sjálfum sér nægir. Ekkert vesen. Grasið er slegið svona rétt fyrir kosningar, á tyllidögum ef svo má segja. Sorpið er sótt eftir hentisemi og snjórinn er stundum mokaður ef einhver í Borgartúninu hefur rænu á því.En Samfó og félagar sækja tæplega fylgi í 112. Og þá er kannski ekki forgangsmál að sinna hverfinu að einhverju viti.En þá má líka bara halda áfram að hunsa okkur. Allir sáttir....En upp á síðkastið hefur verið að hrært helst til of mikið í pottinum. Og ekki í samvinnu eða sátt við íbúana.Fyrst var ráðist í uppbyggingu á Gufunesin. Þar átti að rísa lattelepjandi lopapeysu paradís bíllausra... það gleymdi samt að segja þeim sem skipulögðu hverfið. Enginn stoppistöð fyrir strætó, nema i 15-20 mín göngufæri. Spennandi, ég veit. Ævintýraferð, sérstaklega þegar gleymist að moka. Extra bónus að fá enn meiri umferð inn í voginn. Nú getur manni svo sannarlega liðið eins og á Miklubrautinni í morgunsárið, alveg upp að dyrum.Svo hélt þetta áfram. Planið var að reisa blokkir fyrir ungt barnafólk. Ásamt bílastæða húsi sem átti að kosta morðfjár á mánuði í áskrift. Eitthvað sem engri barnafjölskylda með réttu viti myndi hugnast. Að eyða stórum hluta ráðstöfunarttekna heimilisins til að leggja bílnum sínum í nágrenni við heimili sitt. Því það er jú, ekki gert ráð fyrir neinum bílastæðum. Og enginn kæmi heldur í heimsókn, nema þá með strætó.Þetta er blauti draumur meirihlutans. Jafnvel þó flestir þurfi að sækja vinnu utan hverfis. Það fara ekki allir að vinna við bifvélavirkjun á gylfaflötinni, eða í smásölu upp í spönginni. Bara taka strætó. Svo má ekki gleyma því að grunn- og leikskólarnir þar sem stendur til að troða niður blokkum, eru fullir.Ekki fullir eins og lattelepjandi trefill á leiðinni heim af djamminu í 101. Heldur fullir eins og það er ekkert pláss fyrir fleiri nemendur.Til að kóróna þetta allt losar meirihlutinn líka við öll þessi þreytandi grænu svæði. Þá getur Grafarvogsbúum svo sannarlega liðið eins og þeir séu komnir beint á Laugarveginn í malbikið.Höfundur er stoltur grafarvogsbúi.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun