Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 18. apríl 2025 08:00 Lóan er komin og vorið kíkir undan vetri á sama tíma og fyrstu skemmtiferðaskipin koma til landsins. Móttaka skemmtiferðaskipa stendur á tímamótum í mörgum höfnum landsins þar sem sveitarfélög og hafnir hafa nýtt veturinn vel til undirbúnings og brugðist við nýrri aðgerðaáætlun í ferðaþjónustu sem samþykkt var síðasta vor af þáverandi ferðamálaráðherra. Partur af þeirri aðgerðaráætlun snýr að álagsstýringu, þolmörkum og innviðauppbyggingu á vinsælum áfangastöðum. Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir fóru strax í metnaðarfullar vinnu við að móta stefnu um móttöku og þolmörk skemmtiferðaskipa í höfnum borgarinnar. Gríðarleg öflugur hópur kom að þessari vinnu, vel yfir eitt hundrað manns frá hagaðilum, íbúum, heilbrigðisgeira og landhelgisgæslu svo eitthvað sé nefnt. Borgarstjórn samþykkti svo nýja stefnu og ítarlega skýrslu í febrúar sl. Sjálfbær þróun Niðurstaða vinnunnar snýr að því að mæta áhyggjum Reykvíkinga um minni mengun, aukna sjálfbærni og viðmið um fjölda skemmtiferðaskipa. Vinnan dró einnig fram ýmislegt sem vert er að draga fram til stjórnvalda s.s. um að gerðar verði viðeigandi viðbragðsáætlanir fyrir landið í heild, að skoða verði álag og þolmörk í samhengi við fjölda ferðamanna t.d. á höfuðborgarsvæðinu og helstu áfangastöðum á suðvesturhorninu á sama degi. Sýn Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafna er skýr og það er að áfangastaðurinn Reykjavík verði leiðandi í sjálfbærri þróun, bjóði upp á framúrskarandi þjónustu ogeinstaka náttúru og menningarupplifun þegar kemur að móttöku skemmtiferðaskipa á norðurslóðum. Mikil áhersla er á sjálfbæra þróun og stefnir Reykjavík að því að skapa jafnvægi milli efnahagslegs ávinnings og umhverfisverndar, þar sem hagsmunir íbúa, gesta og fyrirtækja eru hafðir að leiðarljósi. Bylting í móttöku hjá Faxaflóahöfnum Sumarið 2026 verður tekin í notkun ný farþegaskiptamiðstöð við Skarfabakka. Rúmlega 50% farþegar skemmtiferðaskipa sem nú kemur til hafna í Reykjavík eru skiptifarþegar sem hefja ferða með skipinu á Íslandi eða enda sína ferð hér. Þetta eru farþegar sem koma eða fara með flugi til og frá Íslandi. Gista hér og nýta sér alla almenna þjónustu sem ferðamenn gera. Þessir ferðamenn skilja að jafnaði eftir sig þrisvar sinnum meira en almennir gestir skemmtiferðaskipa og eru því afar verðmætir fyrir samfélagið. Faxaflóahafnir hafa unnið að því undanfarin ár að hækka hlutfall skiptifarþega og mun ný farþegaskiptamiðstöð verða bylting í móttöku og allri umgjörð hafnarinnar hvað varðar skipulag og öryggi. Samhliða er unnið að orkuskiptum skemmtiferðaskipa og innleidd hefur verið gjaldskrá norskri fyrirmynd, Environmental Port Index (EPI), með ívilnun eða álögum hafnargjalda eftir umhverfishegðun skipa. Markmiðið með þessu fjárhagslega hvatakerfi er að hvetja til komu umhverfisvænni og sjálfbærari skemmtiferðaskipa. Efnahagsleg áhrif skemmtiferðaskipa Reykjavík Economics unnu skýrslu fyrir Faxaflóahafnir vorið 2024 um efnahagsleg áhrif skemmtiferðaskipa. Niðurstöður skýrslunnar gefa til kynna að fjárhagslegur ávinningur íslenska hagkerfisins er umtalsverður en efnahagslegt umfang vegna komu skemmtiferðaskipa er metið á 37,2 milljarða króna árið 2023. Heildarneysla farþega með skemmtiferðaskipum er 22-30 milljarðar, mest vegna Bandaríkjamanna. Tekjur hafna á Íslandi vegna skemmtiferðaskipa voru 3,4 milljarðar króna á árinu 2023 sem sýnir hvað þessi ferðaþjónusta skipta sveitarfélög og hafnir hringinn í kringum landið miklu máli. Allar fréttir af því að fjárhagslegt fótspor skemmtiferðaskipa sé lítið eru því stórlega ýktar og mikilvægt að halda því til haga að fjöldinn allur af fyrirtækjum skapa atvinnu vegna komu skemmtiferðaskipa á hverju ári sem hefur áhrif á útsvar og fasteignagjöld sveitarfélaga ásamt virðisaukaskatti sem rennur síðan til ríkisins. Fyrirsjáanleiki er lykilatriði Haustið 2024 ákvað þáverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri Grænna að leggja fyrirvaralaust á nýtt innviðagjald sem er margfalt það gistináttagjald sem áður var búið að setja á farþega skemmtiferðaskipa. Gerir það ráð fyrir að gistináttagjald, sem áður var 1.000 kr. á hverja káetu, fari í 2.500 kr. á hvern farþega. Þetta er mikið inngrip í þennan hluta ferðaþjónustunnar. Slík fyrirvaralaus hækkun á þjónustu sem seld er nokkur ár fram í tímann getur framkallað mikið bakslag og haft langtímaáhrif á áfangastaðinn Ísland. Almennt er sátt um sanngjarna gjaldtöku en afar mikilvægt er að yfirvöld vinni slíkar áætlanir langt fram í tímann og passi sig á að verðleggja sig ekki út af markaðnum í einni hendingu. Sveitarfélög og hafnir hafa undanfarin misseri unnið hart að skipulagningu, innviðauppbyggingu og móttöku skemmtiferðaskipa í sátt við umhverfi og íbúa og því mikilvægt að ekki komi langvinnt bakslag í komu skemmtiferðaskipa á komandi árum því slíkt myndi hafa veruleg áhrif á sveitarfélög og hafnir landsins. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður stjórnar Faxaflóahafna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Reykjavík Skemmtiferðaskip á Íslandi Ferðaþjónusta Hafnarmál Umhverfismál Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Lóan er komin og vorið kíkir undan vetri á sama tíma og fyrstu skemmtiferðaskipin koma til landsins. Móttaka skemmtiferðaskipa stendur á tímamótum í mörgum höfnum landsins þar sem sveitarfélög og hafnir hafa nýtt veturinn vel til undirbúnings og brugðist við nýrri aðgerðaáætlun í ferðaþjónustu sem samþykkt var síðasta vor af þáverandi ferðamálaráðherra. Partur af þeirri aðgerðaráætlun snýr að álagsstýringu, þolmörkum og innviðauppbyggingu á vinsælum áfangastöðum. Reykjavíkurborg og Faxaflóahafnir fóru strax í metnaðarfullar vinnu við að móta stefnu um móttöku og þolmörk skemmtiferðaskipa í höfnum borgarinnar. Gríðarleg öflugur hópur kom að þessari vinnu, vel yfir eitt hundrað manns frá hagaðilum, íbúum, heilbrigðisgeira og landhelgisgæslu svo eitthvað sé nefnt. Borgarstjórn samþykkti svo nýja stefnu og ítarlega skýrslu í febrúar sl. Sjálfbær þróun Niðurstaða vinnunnar snýr að því að mæta áhyggjum Reykvíkinga um minni mengun, aukna sjálfbærni og viðmið um fjölda skemmtiferðaskipa. Vinnan dró einnig fram ýmislegt sem vert er að draga fram til stjórnvalda s.s. um að gerðar verði viðeigandi viðbragðsáætlanir fyrir landið í heild, að skoða verði álag og þolmörk í samhengi við fjölda ferðamanna t.d. á höfuðborgarsvæðinu og helstu áfangastöðum á suðvesturhorninu á sama degi. Sýn Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafna er skýr og það er að áfangastaðurinn Reykjavík verði leiðandi í sjálfbærri þróun, bjóði upp á framúrskarandi þjónustu ogeinstaka náttúru og menningarupplifun þegar kemur að móttöku skemmtiferðaskipa á norðurslóðum. Mikil áhersla er á sjálfbæra þróun og stefnir Reykjavík að því að skapa jafnvægi milli efnahagslegs ávinnings og umhverfisverndar, þar sem hagsmunir íbúa, gesta og fyrirtækja eru hafðir að leiðarljósi. Bylting í móttöku hjá Faxaflóahöfnum Sumarið 2026 verður tekin í notkun ný farþegaskiptamiðstöð við Skarfabakka. Rúmlega 50% farþegar skemmtiferðaskipa sem nú kemur til hafna í Reykjavík eru skiptifarþegar sem hefja ferða með skipinu á Íslandi eða enda sína ferð hér. Þetta eru farþegar sem koma eða fara með flugi til og frá Íslandi. Gista hér og nýta sér alla almenna þjónustu sem ferðamenn gera. Þessir ferðamenn skilja að jafnaði eftir sig þrisvar sinnum meira en almennir gestir skemmtiferðaskipa og eru því afar verðmætir fyrir samfélagið. Faxaflóahafnir hafa unnið að því undanfarin ár að hækka hlutfall skiptifarþega og mun ný farþegaskiptamiðstöð verða bylting í móttöku og allri umgjörð hafnarinnar hvað varðar skipulag og öryggi. Samhliða er unnið að orkuskiptum skemmtiferðaskipa og innleidd hefur verið gjaldskrá norskri fyrirmynd, Environmental Port Index (EPI), með ívilnun eða álögum hafnargjalda eftir umhverfishegðun skipa. Markmiðið með þessu fjárhagslega hvatakerfi er að hvetja til komu umhverfisvænni og sjálfbærari skemmtiferðaskipa. Efnahagsleg áhrif skemmtiferðaskipa Reykjavík Economics unnu skýrslu fyrir Faxaflóahafnir vorið 2024 um efnahagsleg áhrif skemmtiferðaskipa. Niðurstöður skýrslunnar gefa til kynna að fjárhagslegur ávinningur íslenska hagkerfisins er umtalsverður en efnahagslegt umfang vegna komu skemmtiferðaskipa er metið á 37,2 milljarða króna árið 2023. Heildarneysla farþega með skemmtiferðaskipum er 22-30 milljarðar, mest vegna Bandaríkjamanna. Tekjur hafna á Íslandi vegna skemmtiferðaskipa voru 3,4 milljarðar króna á árinu 2023 sem sýnir hvað þessi ferðaþjónusta skipta sveitarfélög og hafnir hringinn í kringum landið miklu máli. Allar fréttir af því að fjárhagslegt fótspor skemmtiferðaskipa sé lítið eru því stórlega ýktar og mikilvægt að halda því til haga að fjöldinn allur af fyrirtækjum skapa atvinnu vegna komu skemmtiferðaskipa á hverju ári sem hefur áhrif á útsvar og fasteignagjöld sveitarfélaga ásamt virðisaukaskatti sem rennur síðan til ríkisins. Fyrirsjáanleiki er lykilatriði Haustið 2024 ákvað þáverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri Grænna að leggja fyrirvaralaust á nýtt innviðagjald sem er margfalt það gistináttagjald sem áður var búið að setja á farþega skemmtiferðaskipa. Gerir það ráð fyrir að gistináttagjald, sem áður var 1.000 kr. á hverja káetu, fari í 2.500 kr. á hvern farþega. Þetta er mikið inngrip í þennan hluta ferðaþjónustunnar. Slík fyrirvaralaus hækkun á þjónustu sem seld er nokkur ár fram í tímann getur framkallað mikið bakslag og haft langtímaáhrif á áfangastaðinn Ísland. Almennt er sátt um sanngjarna gjaldtöku en afar mikilvægt er að yfirvöld vinni slíkar áætlanir langt fram í tímann og passi sig á að verðleggja sig ekki út af markaðnum í einni hendingu. Sveitarfélög og hafnir hafa undanfarin misseri unnið hart að skipulagningu, innviðauppbyggingu og móttöku skemmtiferðaskipa í sátt við umhverfi og íbúa og því mikilvægt að ekki komi langvinnt bakslag í komu skemmtiferðaskipa á komandi árum því slíkt myndi hafa veruleg áhrif á sveitarfélög og hafnir landsins. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Reykjavík og formaður stjórnar Faxaflóahafna.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun