Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Eiður Þór Árnason skrifar 17. apríl 2025 07:56 Ýmis verkefni komu inn á borð lögreglu í gær. Ljósmyndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir Lögregla stöðvaði mann sem er sagður hafa verið með fíkniefni meðferðis og ókleift að sýna fram á hver hann væri. Grunar lögregla hann um sölu og dreifingu fíkniefna og tengsl við skipulagða brotastarfsemi. Maðurinn var vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Í öðru máli var tuttugu manna ungmennahópur tilkynntur til lögreglu í gær vegna ólæta í anddyri Laugardalslaugar. Sló ein stúlkan starfsmann laugarinnar í bringuna eftir að ítrekaðar tilraunir höfðu verið gerðar til að vísa hópnum út. Greint er frá þessu í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en fullyrt er að hópurinn hafi ekki verið á leiðinni í sund. Í stað þess hafi ungmennin reykt rafrettur í anddyri laugarinnar og verið með „almenn leiðindi við starfsfólk.“ Hópurinn hafði yfirgefið staðinn þegar lögregla kom á vettvang en hún hefur eftir starfsmanni að um sé að ræða þekktan hóp sem hafi til að mynda vanið komur sínar við helstu verslunarkjarna borgarinnar. Vildi að lögregla endurheimti köttinn Fleiri mál komu inn á borð lögreglunnar og tilkynnti maður að nágranni væri búinn að stela kettinum hans. Þegar lögregla mætti kom í ljós að hann var ekki búinn að prófa að banka á dyrnar hjá nágranna sínum sem reyndist ekki vera heima. Lögregla viðhafðist ekki frekar á vettvangi. Einnig var tilkynnt um „vanstilltan“ mann á veitingastað í miðborginni. Hann er sagður hafa verið ölvaður og með vesen. Manninum var vísað burt af lögreglu. Handtekinn eftir berserksgang í fjölbýli Þá var kona föst inni á salerni skemmtistaðar en illmögulegt reyndist að opna þunga hurðina. Lögregla rauf hurðina með samþykki eiganda staðarins og er konan sögð frelsinu fegin. Tilkynnt var um mann sem er sagður hafa gengið berserksgang í íbúð í fjölbýli þar sem hann var ör og óútreiknanlegur. Maðurinn var handtekinn á vettvangi og vistaður í fangaklefa. Í íbúðinni voru talsverð ummerki um fíkniefnaneyslu og skemmdarverk, að sögn lögreglu. Lögregla hafði einnig afskipti af mönnum sem voru búnir að koma sér fyrir í sorpgeymslu fjölbýlis með áhöld til fíkniefnaneyslu. Þeim var vísað út. Auk ofangreinds var tilkynnt um nokkrar minniháttar líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt. Lögreglumál Reykjavík Kettir Gæludýr Dýr Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Í öðru máli var tuttugu manna ungmennahópur tilkynntur til lögreglu í gær vegna ólæta í anddyri Laugardalslaugar. Sló ein stúlkan starfsmann laugarinnar í bringuna eftir að ítrekaðar tilraunir höfðu verið gerðar til að vísa hópnum út. Greint er frá þessu í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en fullyrt er að hópurinn hafi ekki verið á leiðinni í sund. Í stað þess hafi ungmennin reykt rafrettur í anddyri laugarinnar og verið með „almenn leiðindi við starfsfólk.“ Hópurinn hafði yfirgefið staðinn þegar lögregla kom á vettvang en hún hefur eftir starfsmanni að um sé að ræða þekktan hóp sem hafi til að mynda vanið komur sínar við helstu verslunarkjarna borgarinnar. Vildi að lögregla endurheimti köttinn Fleiri mál komu inn á borð lögreglunnar og tilkynnti maður að nágranni væri búinn að stela kettinum hans. Þegar lögregla mætti kom í ljós að hann var ekki búinn að prófa að banka á dyrnar hjá nágranna sínum sem reyndist ekki vera heima. Lögregla viðhafðist ekki frekar á vettvangi. Einnig var tilkynnt um „vanstilltan“ mann á veitingastað í miðborginni. Hann er sagður hafa verið ölvaður og með vesen. Manninum var vísað burt af lögreglu. Handtekinn eftir berserksgang í fjölbýli Þá var kona föst inni á salerni skemmtistaðar en illmögulegt reyndist að opna þunga hurðina. Lögregla rauf hurðina með samþykki eiganda staðarins og er konan sögð frelsinu fegin. Tilkynnt var um mann sem er sagður hafa gengið berserksgang í íbúð í fjölbýli þar sem hann var ör og óútreiknanlegur. Maðurinn var handtekinn á vettvangi og vistaður í fangaklefa. Í íbúðinni voru talsverð ummerki um fíkniefnaneyslu og skemmdarverk, að sögn lögreglu. Lögregla hafði einnig afskipti af mönnum sem voru búnir að koma sér fyrir í sorpgeymslu fjölbýlis með áhöld til fíkniefnaneyslu. Þeim var vísað út. Auk ofangreinds var tilkynnt um nokkrar minniháttar líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt.
Lögreglumál Reykjavík Kettir Gæludýr Dýr Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira