Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúr­slit

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Martínez er vel liðinn í Mílanó.
Martínez er vel liðinn í Mílanó. EPA-EFE/DANIEL DAL ZENNARO

Inter Milan er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-2 jafntefli á heimavelli gegn Bayern München. Inter vann fyrri leik liðanna í Þýskalandi 2-1 og er því komið áfram þar sem það mætir Barcelona.

Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Harry Kane gestunum yfir og staðan orðin 2-2 í einvíginu. Hinn sjóðheiti Lautaro Martínez jafnaði metin á 58. mínútu og þremur mínútum síðar kom Benjamin Pavard heimamönnum 2-1 yfir.

Eric Dier jafnaði metin fyrir Bayern þegar stundarfjórðungur lifði leiks en Bayern tókst ekki að knýja fram sigurmark til að koma einvíginu í framlengingu.

Lokatölur í Mílanó 2-2 og Inter vinnur því einvígið 4-3.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira