Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. apríl 2025 07:33 Eiður Smári var fjórum mánuðum eldri en Sigurður Breki Kárason þegar hann lék sinn fyrsta leik í byrjunarliði í efstu deild. Getty/Francis Glibbery/Sigurjón Hinn fimmtán ára gamli Sigurður Breki Kárason er yngsti byrjunarliðsmaður í sögu efstu deildar en metið var áður í eigu Eiðs Smára Guðjohnsen, eins besta leikmanns Íslands frá upphafi. Óvænt ánægja að hans sögn. Hæfileikana fær hann frá móður sinni. Sigurður er fæddur í desember árið 2009. Fimmtán ára og 125 daga gamall þegar leikurinn fór fram á mánudag, rúmum fjórum mánuðum yngri en Eiður var þegar hann byrjaði sinn fyrsta leik. „Þetta er að sjálfsögðu mikill heiður og ég var ekki að búast við þessu… Ég var náttúrulega alveg stressaður fyrst, en svo þegar leið á og styttist í leikinn þá varð ég bara spenntur“ sagði Sigurður í viðtali sem var sýnt í Sportpakkanum í gærkvöldi og má sjá hér fyrir neðan. Sigurður stóð sig vel í leiknum, lék allar níutíu mínúturnar og var valinn maður leiksins af stuðningsmönnum KR. „Það var náttúrulega bara geggjuð tilfinning og gaman að byrja þetta svona.“ Fær hæfileikana frá mömmu Yfirleitt þegar svona ungir leikmenn skjótast skyndilega upp á stjörnuhimininn eru þeir íþróttaættaðir, af afreksfólki komnir. Sigurður sagði svo ekki vera, en þakkar móður sinni fyrir að erfa hann góðum eiginleikum. „Ég held að ég fái [hæfileikana] frá mömmu. Hún er með þyngdarpunktinn, sem er minn helsti styrkleiki.“ Sigurður mundar skotfótinn.vísir / guðmundur Sigurður leiðrétti síðan misskilning sem var á margra vörum eftir leikinn. Hann er ekki 155 sentimetrar á hæð, heldur 162 sentimetrar. Örlítið minni en Lionel Messi, en er auðvitað aðeins fimmtán ára og á eftir að stækka. „Já, ég á nóg inni“ sagði Sigurður, sem glímdi mikið við Hólmar Örn í leiknum, varnarmann Vals og vöðvabúnt sem er svona um það bil hundrað kíló. Var það ekkert erfitt? „Nei, ég spilaði bara minn leik og lét það ekkert trufla mig.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan. Næsti leikur KR er gegn KÁ í bikarnum. Liðið heimsækir síðan FH næsta miðvikudag. Eiður Smári Guðjohnsen og Sigurður Breki Kárason.Getty Besta deild karla KR Mest lesið Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Handbolti Færeyingar taka upp VAR Fótbolti Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Enski boltinn Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Fótbolti Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Enski boltinn Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Átta liða úrslitin á HM klár Handbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Golf Fleiri fréttir Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Sjá meira
Sigurður er fæddur í desember árið 2009. Fimmtán ára og 125 daga gamall þegar leikurinn fór fram á mánudag, rúmum fjórum mánuðum yngri en Eiður var þegar hann byrjaði sinn fyrsta leik. „Þetta er að sjálfsögðu mikill heiður og ég var ekki að búast við þessu… Ég var náttúrulega alveg stressaður fyrst, en svo þegar leið á og styttist í leikinn þá varð ég bara spenntur“ sagði Sigurður í viðtali sem var sýnt í Sportpakkanum í gærkvöldi og má sjá hér fyrir neðan. Sigurður stóð sig vel í leiknum, lék allar níutíu mínúturnar og var valinn maður leiksins af stuðningsmönnum KR. „Það var náttúrulega bara geggjuð tilfinning og gaman að byrja þetta svona.“ Fær hæfileikana frá mömmu Yfirleitt þegar svona ungir leikmenn skjótast skyndilega upp á stjörnuhimininn eru þeir íþróttaættaðir, af afreksfólki komnir. Sigurður sagði svo ekki vera, en þakkar móður sinni fyrir að erfa hann góðum eiginleikum. „Ég held að ég fái [hæfileikana] frá mömmu. Hún er með þyngdarpunktinn, sem er minn helsti styrkleiki.“ Sigurður mundar skotfótinn.vísir / guðmundur Sigurður leiðrétti síðan misskilning sem var á margra vörum eftir leikinn. Hann er ekki 155 sentimetrar á hæð, heldur 162 sentimetrar. Örlítið minni en Lionel Messi, en er auðvitað aðeins fimmtán ára og á eftir að stækka. „Já, ég á nóg inni“ sagði Sigurður, sem glímdi mikið við Hólmar Örn í leiknum, varnarmann Vals og vöðvabúnt sem er svona um það bil hundrað kíló. Var það ekkert erfitt? „Nei, ég spilaði bara minn leik og lét það ekkert trufla mig.“ Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum að ofan. Næsti leikur KR er gegn KÁ í bikarnum. Liðið heimsækir síðan FH næsta miðvikudag. Eiður Smári Guðjohnsen og Sigurður Breki Kárason.Getty
Besta deild karla KR Mest lesið Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Handbolti Færeyingar taka upp VAR Fótbolti Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Enski boltinn Sandra María með þrennu og er markahæst í Þýskalandi Fótbolti Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Enski boltinn Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Enski boltinn Átta liða úrslitin á HM klár Handbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Golf Fleiri fréttir Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Sjá meira