Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar 14. apríl 2025 10:00 Mikið var um að vera þegar fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra Ásmundur Einar Ásmundsson blés til „stórsóknar í menntamálum“. Skóla- og menntamál voru hátt á stefnuskrám, skólasamfélagið haft með í ráðum og stefnumótandi vinna átti sér stað á öllum vígstöðvum innan menntakerfisins. Skólasamfélagið sjálft skyldi móta framtíð menntakerfisins og loks fékk rödd ,,fólksins á gólfinu“ að heyrast. Kennarar stigu fram sem burðarás í þróun menntakerfis framtíðarinnar. Þeir tóku virkan þátt í mótun nýrrar menntastefnu og í starfshópum sem lögðu línurnar til að tryggja farsæld nemenda, skólaþjónustu og til að fjölbreytt, stafrænt og aðgengilegt námsefni gæti orðið að veruleika. Þetta var skref í rétta átt – skref sem lofaði góðu fyrir nemendur, kennara og samfélagið í heild. Þversögnin sem nú blasir við En nú blasir við þversögn – og hún er kjarninn í þessari grein. Því í dag virðist skilvirkni hafa tekið yfir sem leiðarstefna, jafnvel þótt hún fari beint gegn þeim markmiðum sem stórsóknin stóð fyrir. Skilvirkni hefur orðið nýja hugtakið sem réttlætir niðurskurð, einföldun og sameiningar. Oft á kostnað menntunar. Skilvirknin gerir ráð fyrir 5% niðurskurði á tímabilinu 2026-2030 til framhaldsskólastigsins. Þetta á að gerast á sama tíma og fjölmennustu hóparnir eru að skila sér inn í framhaldsskólana á landsvísu (sbr. Fulltrúafundur FF mótmælir sparnaðaráformum ríkisins og sbr. Segir alla í fjölmennasta árgangi Íslandssögunnar fá skólapláss ). Spurningin er hvernig á að standa „skilvirkt“ að baki nemendum? Hvernig á „skilvirkni“ að tryggja farsæld barna og að inngilding eigi sér stað? Á sama tíma og opinberar skýrslur kalla eftir aukinni nýsköpun í námsefnisgerð, meiri fjölbreytni og samræmi við stafræn tækifæri, eru lagðar fram hagræðingartillögur sem miða að niðurskurði, hagræðingu og sameiningum í nafni skilvirkni. Hagræðingartillögurnar sem snéru að framhaldsskólanum eru að vissu leyti byggðar á umsögn framhaldsskóla (sbr. Hagræðing í ríkisrekstri - Tillögur starfshóps forsætisráðherra, bls. 13). Hún virðist hafa verið dregin upp úr töfrahattinum því óljóst er hver bjuggu umsögnina til, kannski voru vinnubrögðin það „skilvirk“ að það fór fram hjá fólki. Þetta stangast ekki aðeins á við menntastefnuna til 2030 heldur einnig á við lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Í þeirri stefnu er megináherslan á snemmtæka íhlutun, stuðning og að hver einstaklingur fái að blómstra. En til að slíkt markmið náist þarf kerfið að styðja við kennara og skólasamfélagið með raunverulegum úrræðum og fjármagni – ekki með nýjum skýrslum og minna svigrúmi. Inngilding – að allir fái að tilheyra – er ekki bara fagurt orð í stefnumótunarskjölum. Hún krefst þess að efni, aðferðir og aðstæður séu mótaðar eftir þörfum nemenda. Fjölbreytt námsefni, á mörgum formum, fyrir ólíka nemendur, með ólíkan bakgrunn – það er forsenda inngildingar. Að koma í veg fyrir skort á sérfræðingum á borð við náms- og starfsráðgjafa, sálfræðinga, kennara, sérkennara o.fl. – það er forsenda inngildingar. Sérstaklega í ljósi þess að vanlíðan og ofbeldi milli barna og ungmenna hefur aukist á methraða undanfarið. Gæðamenntun fyrir alla, eða hvað? Það er þversagnakennt að halda á lofti metnaðarfullum markmiðum um gæðamenntun fyrir alla, en um leið draga úr fjármagni og stuðningi við þau tæki sem gera markmiðin möguleg. Við getum ekki ætlast til þess að kerfið þróist með framtíðina í huga ef við sjáum ekki menntun sem það sem hún er: fjárfesting – ekki bara kostnaður. Fjárfesting í menntun er ekki bara kostnaðarliður í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar – hún er grunnstoð samfélagslegra framfara. Þegar við fjárfestum í kennurum, námsefni og skólum, erum við að fjárfesta í getu næstu kynslóðar til að leysa flókin vandamál, nýta nýja tækni og halda lífi í íslenskri tungu sem er bæði arfur og ábyrgð. Á tímum þar sem við höfum loksins náð einhverju samkomulagi um hvað þarf til að efla menntakerfið, erum við nú vitni að þróun sem vinnur gegn þessum markmiðum. Þróun þar sem grunnstoðir menntunar, sem kennarar hjálpuðu til við að byggja upp, eru farnar að molna undan henni í nafni skilvirkni. En þegar skilvirkni er notuð sem yfirhylming fyrir niðurskurð, missum við sjónar á því sem skiptir máli: gæði, jafnræði og framtíðarsýn. „Ekkert um okkur, án okkar“ Það er því skiljanlegt að kennarar sitji enn og aftur með hjartað í buxunum.Óvissan er orðin þrúgandi því enn einu sinni stöndum við sem fagstétt frammi fyrir niðurskurði, breytingum og stefnumótun sem unnin er án þess að leitað sé til okkar – fagfólksins, sem veit best hvernig skólakerfið raunverulega virkar. „Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar“ hefur það orðið að vana að hagræða, sameina og skera niður, án þess að rýna í hvað sú skilvirkni kostar í raun. Hún kostar traust, samstarf og faglega þekkingu og hún kostar framtíðarsýn sem byggir á gæðum, jafnræði og raunverulegum stuðningi. „Ekkert um okkur, án okkar“ var ekki bara slagorð heldur barátta um að kennarar fengju loksins aðkomu að ákvarðanatöku um eigin störf. Barátta sem tókst en virðist nú vera gleymd og þess í stað eru ákvarðanir teknar yfir höfði okkar, án okkar aðkomu. „Hvað tekur við? Hvað verður um störfin okkar? Hvers vegna er alltaf ákveðið yfir höfðum okkar?“ eru spurningar sem heyrast æ oftar á kennarastofum landsins. Það er óskiljanlegt að enn þurfi að minna á að kennarar eru ekki bara starfsfólk – þeir eru burðarás í menntakerfi sem við treystum á til framtíðar. Látum ekki niðurskurð dulbúinn sem skilvirkni stjórna því hvernig menntakerfi við viljum hafa. Kæri mennta- og barnamálaráðherra Guðmundur Ingi Kristinsson, ég skora á þig að standa vörð um menntakerfið okkar og halda áfram þeirri mikilvægu vinnu sem nú þegar hefur verið í gangi. Hafðu okkur, kennara og náms- og starfsráðgjafa, með þér í liði því saman getum við haldið áfram að byggja upp sterkt og öflugt menntakerfi til framtíðar sem tryggir námsöryggi nemenda. Höfundur er framhaldsskólakennari, formaður skólamálanefndar Félags framhaldsskólakennara og situr í stjórn Félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Mikið var um að vera þegar fyrrverandi mennta- og barnamálaráðherra Ásmundur Einar Ásmundsson blés til „stórsóknar í menntamálum“. Skóla- og menntamál voru hátt á stefnuskrám, skólasamfélagið haft með í ráðum og stefnumótandi vinna átti sér stað á öllum vígstöðvum innan menntakerfisins. Skólasamfélagið sjálft skyldi móta framtíð menntakerfisins og loks fékk rödd ,,fólksins á gólfinu“ að heyrast. Kennarar stigu fram sem burðarás í þróun menntakerfis framtíðarinnar. Þeir tóku virkan þátt í mótun nýrrar menntastefnu og í starfshópum sem lögðu línurnar til að tryggja farsæld nemenda, skólaþjónustu og til að fjölbreytt, stafrænt og aðgengilegt námsefni gæti orðið að veruleika. Þetta var skref í rétta átt – skref sem lofaði góðu fyrir nemendur, kennara og samfélagið í heild. Þversögnin sem nú blasir við En nú blasir við þversögn – og hún er kjarninn í þessari grein. Því í dag virðist skilvirkni hafa tekið yfir sem leiðarstefna, jafnvel þótt hún fari beint gegn þeim markmiðum sem stórsóknin stóð fyrir. Skilvirkni hefur orðið nýja hugtakið sem réttlætir niðurskurð, einföldun og sameiningar. Oft á kostnað menntunar. Skilvirknin gerir ráð fyrir 5% niðurskurði á tímabilinu 2026-2030 til framhaldsskólastigsins. Þetta á að gerast á sama tíma og fjölmennustu hóparnir eru að skila sér inn í framhaldsskólana á landsvísu (sbr. Fulltrúafundur FF mótmælir sparnaðaráformum ríkisins og sbr. Segir alla í fjölmennasta árgangi Íslandssögunnar fá skólapláss ). Spurningin er hvernig á að standa „skilvirkt“ að baki nemendum? Hvernig á „skilvirkni“ að tryggja farsæld barna og að inngilding eigi sér stað? Á sama tíma og opinberar skýrslur kalla eftir aukinni nýsköpun í námsefnisgerð, meiri fjölbreytni og samræmi við stafræn tækifæri, eru lagðar fram hagræðingartillögur sem miða að niðurskurði, hagræðingu og sameiningum í nafni skilvirkni. Hagræðingartillögurnar sem snéru að framhaldsskólanum eru að vissu leyti byggðar á umsögn framhaldsskóla (sbr. Hagræðing í ríkisrekstri - Tillögur starfshóps forsætisráðherra, bls. 13). Hún virðist hafa verið dregin upp úr töfrahattinum því óljóst er hver bjuggu umsögnina til, kannski voru vinnubrögðin það „skilvirk“ að það fór fram hjá fólki. Þetta stangast ekki aðeins á við menntastefnuna til 2030 heldur einnig á við lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Í þeirri stefnu er megináherslan á snemmtæka íhlutun, stuðning og að hver einstaklingur fái að blómstra. En til að slíkt markmið náist þarf kerfið að styðja við kennara og skólasamfélagið með raunverulegum úrræðum og fjármagni – ekki með nýjum skýrslum og minna svigrúmi. Inngilding – að allir fái að tilheyra – er ekki bara fagurt orð í stefnumótunarskjölum. Hún krefst þess að efni, aðferðir og aðstæður séu mótaðar eftir þörfum nemenda. Fjölbreytt námsefni, á mörgum formum, fyrir ólíka nemendur, með ólíkan bakgrunn – það er forsenda inngildingar. Að koma í veg fyrir skort á sérfræðingum á borð við náms- og starfsráðgjafa, sálfræðinga, kennara, sérkennara o.fl. – það er forsenda inngildingar. Sérstaklega í ljósi þess að vanlíðan og ofbeldi milli barna og ungmenna hefur aukist á methraða undanfarið. Gæðamenntun fyrir alla, eða hvað? Það er þversagnakennt að halda á lofti metnaðarfullum markmiðum um gæðamenntun fyrir alla, en um leið draga úr fjármagni og stuðningi við þau tæki sem gera markmiðin möguleg. Við getum ekki ætlast til þess að kerfið þróist með framtíðina í huga ef við sjáum ekki menntun sem það sem hún er: fjárfesting – ekki bara kostnaður. Fjárfesting í menntun er ekki bara kostnaðarliður í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar – hún er grunnstoð samfélagslegra framfara. Þegar við fjárfestum í kennurum, námsefni og skólum, erum við að fjárfesta í getu næstu kynslóðar til að leysa flókin vandamál, nýta nýja tækni og halda lífi í íslenskri tungu sem er bæði arfur og ábyrgð. Á tímum þar sem við höfum loksins náð einhverju samkomulagi um hvað þarf til að efla menntakerfið, erum við nú vitni að þróun sem vinnur gegn þessum markmiðum. Þróun þar sem grunnstoðir menntunar, sem kennarar hjálpuðu til við að byggja upp, eru farnar að molna undan henni í nafni skilvirkni. En þegar skilvirkni er notuð sem yfirhylming fyrir niðurskurð, missum við sjónar á því sem skiptir máli: gæði, jafnræði og framtíðarsýn. „Ekkert um okkur, án okkar“ Það er því skiljanlegt að kennarar sitji enn og aftur með hjartað í buxunum.Óvissan er orðin þrúgandi því enn einu sinni stöndum við sem fagstétt frammi fyrir niðurskurði, breytingum og stefnumótun sem unnin er án þess að leitað sé til okkar – fagfólksins, sem veit best hvernig skólakerfið raunverulega virkar. „Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar“ hefur það orðið að vana að hagræða, sameina og skera niður, án þess að rýna í hvað sú skilvirkni kostar í raun. Hún kostar traust, samstarf og faglega þekkingu og hún kostar framtíðarsýn sem byggir á gæðum, jafnræði og raunverulegum stuðningi. „Ekkert um okkur, án okkar“ var ekki bara slagorð heldur barátta um að kennarar fengju loksins aðkomu að ákvarðanatöku um eigin störf. Barátta sem tókst en virðist nú vera gleymd og þess í stað eru ákvarðanir teknar yfir höfði okkar, án okkar aðkomu. „Hvað tekur við? Hvað verður um störfin okkar? Hvers vegna er alltaf ákveðið yfir höfðum okkar?“ eru spurningar sem heyrast æ oftar á kennarastofum landsins. Það er óskiljanlegt að enn þurfi að minna á að kennarar eru ekki bara starfsfólk – þeir eru burðarás í menntakerfi sem við treystum á til framtíðar. Látum ekki niðurskurð dulbúinn sem skilvirkni stjórna því hvernig menntakerfi við viljum hafa. Kæri mennta- og barnamálaráðherra Guðmundur Ingi Kristinsson, ég skora á þig að standa vörð um menntakerfið okkar og halda áfram þeirri mikilvægu vinnu sem nú þegar hefur verið í gangi. Hafðu okkur, kennara og náms- og starfsráðgjafa, með þér í liði því saman getum við haldið áfram að byggja upp sterkt og öflugt menntakerfi til framtíðar sem tryggir námsöryggi nemenda. Höfundur er framhaldsskólakennari, formaður skólamálanefndar Félags framhaldsskólakennara og situr í stjórn Félags framhaldsskólakennara.
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar