Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Kjartan Kjartansson skrifar 11. apríl 2025 09:51 Kolaorkuver í Vestur-Virginíu spúir reyk út í loftið. Bandaríkjastjórn vill óhefta losun gróðurhúsalofttegunda þrátt fyrir að þær valdi vaxandi hnattrænni hlýnun og loftslagsbreytingum á jörðinni. Vísir/EPA Ríkisstjórn repúblikana í Bandaríkjunum ætlar að hætta að krefjast þess að mengandi iðnaður skili upplýsingum um losun gróðurhúsalofttegunda. Aðgerðin er hluti af skipulegri áætlun stjórnvalda um að stöðva tilraunir til að vinna gegn loftslagsbreytingum. Um átta þúsund fyrirtæki þurfa nú að skila Umhverfisstofnun Bandaríkjanna upplýsingum um losun sína á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Nýir yfirmenn stofnunarinnar hafa hins vegar skipað starfsmönnum að skrifa nýjar reglur til að draga verulega úr kröfum um gagnaöflun um umfang losunarinnar. Eftir breytinguna yrðu það aðeins í kringum 2.300 fyrirtæki í hluta olíu- og gasiðnaðarins sem þyrftu að standa skil á upplýsingum um losun sína til umhverfisyfirvalda samkvæmt umfjöllun bandaríska fjölmiðilsins ProPublica. Gögnin sem Umhverfisstofnunin hefur aflað frá iðnfyrirtækjum er stórt hluti af þeim upplýsingum sem hafa farið í losunarbókhald Bandaríkjanna gagnvart Parísarsamkomulaginu. Án þeirra yrði mun erfiðara fyrir bandarísk stjórnvöld að takmarka losun ef ný ríkisstjórn tekur einhvern tímann við sem hefur áhuga á því. „Þetta væri svolítið eins og að taka úr sambandi tækið sem fylgist með lífsmörkum sjúklings sem er í lífshættu,“ segir Edward Maibach, prófessor við George Mason-háskóla við bandaríska miðilinn, sem spyr einnig hvernig Bandaríkin eigi að verjast loftslagsvánni ef þau fylgjast ekki með því sem þau gera til að ágera vandamálið. Vilja koma í veg fyrir allar loftslagsaðgerðir Bandarískir repúblikanar hafa um árabil neitað að viðurkenna vísindalegar staðreyndir um loftslagsbreytingar og orsakir þeirra. Á fyrra kjörtímabili núverandi forseta drógu þeir Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu en Joe Biden gekk aftur í það þegar hann tók við völdum árið 2021. Ríkisstjórnin vinnur nú marvisst að því að stöðva loftslagsaðgerðir og rannsóknir og gagnaöflun um loftslagsbreytingar. Hún ætlar meðal annars að hætta að fjármagna vinnu við umfangsmikla loftslagsskýrslu sem bundið er í lögum að alríkisstjórnin eigi að birta á fimm ára fresti. Þrátt fyrir að forseti hafi ekki vald til þess gaf sitjandi forseti nýlega út tilskipun sem átti að banna einstökum ríkjum Bandaríkjanna að framfylgja lögum um loftslagsaðgerðir eða takmörkun á notkun jarðefnaeldsneytis. Hnattræn hlýnun nemur nú meira en heilli gráðu frá upphafi iðnbyltingar en orsök hennar er stórfelld losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti. Bandaríkin hafa losað mest af gróðurhúsalofttegundum allra ríkja á jörðinni og eru næststærsti losandinn á eftir Kína um þessar mundir. Loftslagsmál Bandaríkin Umhverfismál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
Um átta þúsund fyrirtæki þurfa nú að skila Umhverfisstofnun Bandaríkjanna upplýsingum um losun sína á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Nýir yfirmenn stofnunarinnar hafa hins vegar skipað starfsmönnum að skrifa nýjar reglur til að draga verulega úr kröfum um gagnaöflun um umfang losunarinnar. Eftir breytinguna yrðu það aðeins í kringum 2.300 fyrirtæki í hluta olíu- og gasiðnaðarins sem þyrftu að standa skil á upplýsingum um losun sína til umhverfisyfirvalda samkvæmt umfjöllun bandaríska fjölmiðilsins ProPublica. Gögnin sem Umhverfisstofnunin hefur aflað frá iðnfyrirtækjum er stórt hluti af þeim upplýsingum sem hafa farið í losunarbókhald Bandaríkjanna gagnvart Parísarsamkomulaginu. Án þeirra yrði mun erfiðara fyrir bandarísk stjórnvöld að takmarka losun ef ný ríkisstjórn tekur einhvern tímann við sem hefur áhuga á því. „Þetta væri svolítið eins og að taka úr sambandi tækið sem fylgist með lífsmörkum sjúklings sem er í lífshættu,“ segir Edward Maibach, prófessor við George Mason-háskóla við bandaríska miðilinn, sem spyr einnig hvernig Bandaríkin eigi að verjast loftslagsvánni ef þau fylgjast ekki með því sem þau gera til að ágera vandamálið. Vilja koma í veg fyrir allar loftslagsaðgerðir Bandarískir repúblikanar hafa um árabil neitað að viðurkenna vísindalegar staðreyndir um loftslagsbreytingar og orsakir þeirra. Á fyrra kjörtímabili núverandi forseta drógu þeir Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu en Joe Biden gekk aftur í það þegar hann tók við völdum árið 2021. Ríkisstjórnin vinnur nú marvisst að því að stöðva loftslagsaðgerðir og rannsóknir og gagnaöflun um loftslagsbreytingar. Hún ætlar meðal annars að hætta að fjármagna vinnu við umfangsmikla loftslagsskýrslu sem bundið er í lögum að alríkisstjórnin eigi að birta á fimm ára fresti. Þrátt fyrir að forseti hafi ekki vald til þess gaf sitjandi forseti nýlega út tilskipun sem átti að banna einstökum ríkjum Bandaríkjanna að framfylgja lögum um loftslagsaðgerðir eða takmörkun á notkun jarðefnaeldsneytis. Hnattræn hlýnun nemur nú meira en heilli gráðu frá upphafi iðnbyltingar en orsök hennar er stórfelld losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum, fyrst og fremst með bruna á jarðefnaeldsneyti. Bandaríkin hafa losað mest af gróðurhúsalofttegundum allra ríkja á jörðinni og eru næststærsti losandinn á eftir Kína um þessar mundir.
Loftslagsmál Bandaríkin Umhverfismál Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent