Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar 10. apríl 2025 10:46 Kosning er hafin í stjórn Visku stéttarfélags. Viska er stærsta aðildarfélag BHM en það var stofnað árið 2023 eftir sameiningu þriggja stéttarfélaga. Á vefsíðu Visku stendur að „nýsköpun, þekkingarmiðlun og þverfagleg nálgun gegni lykilhlutverki á 21. öldinni og fólkið í Visku er í framlínunni að skapa þá framtíð“. Þess vegna er mikilvægt að Viska stéttarfélag komi með nýjar lausnir og aðrar nálganir þegar kemur að hagsmunum félagsfólks síns. Námslán Félagsfólk Visku eru menntaðir sérfræðingar í sínu fagi sem hafa eytt fjöldamörgum árum í að mennta sig og koma þ.a.l. oft seinna út á vinnumarkaðinn en margir aðrir og oft með þung námslán. Þegar afborgun af námslánunum hefst taka margir eftir því að námslánin lækka sjaldan þrátt fyrir ítrekaða innborgun. Það leiðir til þess að lánaþegar eru að borga tugi þúsunda af láninu á hverjum mánuði eða ákveða að borga tvisvar á árinu ígildi mánaðarlauna. Það er ekki eðlilegt að festast í áralangri, jafnvel ævilangri, skuldasúpu til að mennta sig. Helstu lausnir stjórnvalda hafa snúist um að reyna að breyta nýjum námslánum, sem er gott og gilt. Lögum um Menntasjóð námsmanna var breytt árið 2020 þannig að fólk sem lýkur námi á tilsettum tíma fá námsstyrk sem nemur 30% af niðurfærslu af höfuðstól námslánsins, ásamt verðbótum, að námi loknu. Hins vegar hefur lítið verið gert til að koma til móts við þá sem bera eldri lán á bakinu, annað en að fella niður ábyrgð ábyrgðarmanns á námslánum. Sem þýðir að fólk sem tók lán fyrir 2019 er ennþá með mjög íþyngjandi lán. Stéttarfélög líkt og Viska geta barist fyrir breytingum á þessu. Við þurfum að berjast fyrir réttindum félagsfólks okkar og lífskjörum þeirra og gera okkar besta til að sýna fram á að menntun á að vera valdeflandi og styrkjandi, ekki íþyngjandi. Húsnæði Á meðan námi stendur eða eftir nám er fjöldi félagsfólks Visku að festast á leigumarkaði. Þar endar fólk á því að vera að greiða meira en 300.000 kr. á mánuði í leigu á sama tíma og það er að borga námslán sem gerir það mun erfiðara að vera á leigumarkaði. Þrátt fyrir að menntunin hafi oft á tíðum leitt til þess að fólk hefur fengið störf sem borga ágætlega þá þýðir það að þessir aðilar geta ekki nýtt sér úrræðin sem eru í boði stjórnvalda, sbr. hlutdeildarlánin eða húsnæðisbætur. Félagsfólk annarra stéttarfélaga á einnig í vandræðum með leigumarkaðinn en þess í stað hafa þau stéttarfélög, líkt og Efling og VR, gripið til þeirra ráða að útvega félagsfólki sínu ódýrt leiguhúsnæði til að auðvelda þeim að safna sér fyrir íbúð og auka lífsgæðin þeirra. Ég tel að það sé mikilvægt fyrir stéttarfélag líkt og Visku að leggjast í slíkt verkefni. Þetta er kerfisbundinn vandi sem herjar á félagsfólk Visku, að festast á leigumarkaði strax eftir háskólanámið og komast illa eða seint af honum. Viska getur unnið hörðum höndum að því að auka lífsgæði félagsfólks síns með því að byggja slík úrræði sem myndi auðvelda þeim að greiða niður námslánin sín og á sama tíma safna upp fyrir íbúð. Á síðustu öld unnu stéttarfélög hörðum höndum að því að auka lífsgæði síns félagsfólks, með byggingu verkamannabústaða, stofnun bókasafna, kjörbúða, matvælagarða og ýmislegt fleira. Þetta hefur nú að mörgu leyti gleymst. Viska getur verið félagið innan BHM sem hugsar út fyrir kassann varðandihvernig þau geta aukið lífsgæði félagsfólksins. Góðir kjarasamningar gera margt gott en það þarf að hugsa stærra. Valdefling félagsfólks Stéttarfélag líkt og Viska getur ekki gert þetta án þess að valdefla félagsfólk sitt. Félagsfólk þarf að þekkja réttindin sín, vita hvaða möguleikar eru í boði og hvað er hægt að gera til að auka lífsgæði þeirra. Það er gert með því að virkja þau innan starfa stéttarfélagsins. Stéttarfélagið má ekki breytast í fílabeinsturn sem einungis þau sem eru kjörnir fulltrúar eða þekkja rétta fólkið getur látið rödd sína heyrast. Viska þarf að vera stéttarfélag sem opnar dyrnar sínar fyrir félagsfólki sínu. Það þarf að halda félagsfundi til að ræða ákveðin málefni, hvort sem það er um kjarasamninga, löggjafir um námslán til Alþingis eða umræður sem eru í samfélaginu. Sem valdefldur og samstilltur hópur getur félagsfólk barist með stéttarfélaginu sínu fyrir bættum lífskjörum og betri kjarasamningum. Ég býð mig fram í stjórn Visku til að koma þessum breytingum af stað. Ég býð mig fram til að valdefla félagsfólk, til að gera Visku að leiðandi afli innan verkalýðshreyfingarinnar og BHM. Kæru félagar, kosning til stjórnar lýkur á hádegi 16. apríl og það er ótrúlega mikilvægt að þið notið ykkar kosningarétt til að hafa áhrif. Saman getum við, líkt og stendur á vefsíðu Visku, notað nýsköpun, þekkingarmiðlun og þverfaglega nálgun til að skapa góða framtíð fyrir okkur. Kjósið mig ef þið viljið sterkara stéttarfélag fyrir félagsfólk. Höfundur er frambjóðandi til stjórnar Visku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Stéttarfélög Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Kosning er hafin í stjórn Visku stéttarfélags. Viska er stærsta aðildarfélag BHM en það var stofnað árið 2023 eftir sameiningu þriggja stéttarfélaga. Á vefsíðu Visku stendur að „nýsköpun, þekkingarmiðlun og þverfagleg nálgun gegni lykilhlutverki á 21. öldinni og fólkið í Visku er í framlínunni að skapa þá framtíð“. Þess vegna er mikilvægt að Viska stéttarfélag komi með nýjar lausnir og aðrar nálganir þegar kemur að hagsmunum félagsfólks síns. Námslán Félagsfólk Visku eru menntaðir sérfræðingar í sínu fagi sem hafa eytt fjöldamörgum árum í að mennta sig og koma þ.a.l. oft seinna út á vinnumarkaðinn en margir aðrir og oft með þung námslán. Þegar afborgun af námslánunum hefst taka margir eftir því að námslánin lækka sjaldan þrátt fyrir ítrekaða innborgun. Það leiðir til þess að lánaþegar eru að borga tugi þúsunda af láninu á hverjum mánuði eða ákveða að borga tvisvar á árinu ígildi mánaðarlauna. Það er ekki eðlilegt að festast í áralangri, jafnvel ævilangri, skuldasúpu til að mennta sig. Helstu lausnir stjórnvalda hafa snúist um að reyna að breyta nýjum námslánum, sem er gott og gilt. Lögum um Menntasjóð námsmanna var breytt árið 2020 þannig að fólk sem lýkur námi á tilsettum tíma fá námsstyrk sem nemur 30% af niðurfærslu af höfuðstól námslánsins, ásamt verðbótum, að námi loknu. Hins vegar hefur lítið verið gert til að koma til móts við þá sem bera eldri lán á bakinu, annað en að fella niður ábyrgð ábyrgðarmanns á námslánum. Sem þýðir að fólk sem tók lán fyrir 2019 er ennþá með mjög íþyngjandi lán. Stéttarfélög líkt og Viska geta barist fyrir breytingum á þessu. Við þurfum að berjast fyrir réttindum félagsfólks okkar og lífskjörum þeirra og gera okkar besta til að sýna fram á að menntun á að vera valdeflandi og styrkjandi, ekki íþyngjandi. Húsnæði Á meðan námi stendur eða eftir nám er fjöldi félagsfólks Visku að festast á leigumarkaði. Þar endar fólk á því að vera að greiða meira en 300.000 kr. á mánuði í leigu á sama tíma og það er að borga námslán sem gerir það mun erfiðara að vera á leigumarkaði. Þrátt fyrir að menntunin hafi oft á tíðum leitt til þess að fólk hefur fengið störf sem borga ágætlega þá þýðir það að þessir aðilar geta ekki nýtt sér úrræðin sem eru í boði stjórnvalda, sbr. hlutdeildarlánin eða húsnæðisbætur. Félagsfólk annarra stéttarfélaga á einnig í vandræðum með leigumarkaðinn en þess í stað hafa þau stéttarfélög, líkt og Efling og VR, gripið til þeirra ráða að útvega félagsfólki sínu ódýrt leiguhúsnæði til að auðvelda þeim að safna sér fyrir íbúð og auka lífsgæðin þeirra. Ég tel að það sé mikilvægt fyrir stéttarfélag líkt og Visku að leggjast í slíkt verkefni. Þetta er kerfisbundinn vandi sem herjar á félagsfólk Visku, að festast á leigumarkaði strax eftir háskólanámið og komast illa eða seint af honum. Viska getur unnið hörðum höndum að því að auka lífsgæði félagsfólks síns með því að byggja slík úrræði sem myndi auðvelda þeim að greiða niður námslánin sín og á sama tíma safna upp fyrir íbúð. Á síðustu öld unnu stéttarfélög hörðum höndum að því að auka lífsgæði síns félagsfólks, með byggingu verkamannabústaða, stofnun bókasafna, kjörbúða, matvælagarða og ýmislegt fleira. Þetta hefur nú að mörgu leyti gleymst. Viska getur verið félagið innan BHM sem hugsar út fyrir kassann varðandihvernig þau geta aukið lífsgæði félagsfólksins. Góðir kjarasamningar gera margt gott en það þarf að hugsa stærra. Valdefling félagsfólks Stéttarfélag líkt og Viska getur ekki gert þetta án þess að valdefla félagsfólk sitt. Félagsfólk þarf að þekkja réttindin sín, vita hvaða möguleikar eru í boði og hvað er hægt að gera til að auka lífsgæði þeirra. Það er gert með því að virkja þau innan starfa stéttarfélagsins. Stéttarfélagið má ekki breytast í fílabeinsturn sem einungis þau sem eru kjörnir fulltrúar eða þekkja rétta fólkið getur látið rödd sína heyrast. Viska þarf að vera stéttarfélag sem opnar dyrnar sínar fyrir félagsfólki sínu. Það þarf að halda félagsfundi til að ræða ákveðin málefni, hvort sem það er um kjarasamninga, löggjafir um námslán til Alþingis eða umræður sem eru í samfélaginu. Sem valdefldur og samstilltur hópur getur félagsfólk barist með stéttarfélaginu sínu fyrir bættum lífskjörum og betri kjarasamningum. Ég býð mig fram í stjórn Visku til að koma þessum breytingum af stað. Ég býð mig fram til að valdefla félagsfólk, til að gera Visku að leiðandi afli innan verkalýðshreyfingarinnar og BHM. Kæru félagar, kosning til stjórnar lýkur á hádegi 16. apríl og það er ótrúlega mikilvægt að þið notið ykkar kosningarétt til að hafa áhrif. Saman getum við, líkt og stendur á vefsíðu Visku, notað nýsköpun, þekkingarmiðlun og þverfaglega nálgun til að skapa góða framtíð fyrir okkur. Kjósið mig ef þið viljið sterkara stéttarfélag fyrir félagsfólk. Höfundur er frambjóðandi til stjórnar Visku.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun