Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar 10. apríl 2025 10:46 Kosning er hafin í stjórn Visku stéttarfélags. Viska er stærsta aðildarfélag BHM en það var stofnað árið 2023 eftir sameiningu þriggja stéttarfélaga. Á vefsíðu Visku stendur að „nýsköpun, þekkingarmiðlun og þverfagleg nálgun gegni lykilhlutverki á 21. öldinni og fólkið í Visku er í framlínunni að skapa þá framtíð“. Þess vegna er mikilvægt að Viska stéttarfélag komi með nýjar lausnir og aðrar nálganir þegar kemur að hagsmunum félagsfólks síns. Námslán Félagsfólk Visku eru menntaðir sérfræðingar í sínu fagi sem hafa eytt fjöldamörgum árum í að mennta sig og koma þ.a.l. oft seinna út á vinnumarkaðinn en margir aðrir og oft með þung námslán. Þegar afborgun af námslánunum hefst taka margir eftir því að námslánin lækka sjaldan þrátt fyrir ítrekaða innborgun. Það leiðir til þess að lánaþegar eru að borga tugi þúsunda af láninu á hverjum mánuði eða ákveða að borga tvisvar á árinu ígildi mánaðarlauna. Það er ekki eðlilegt að festast í áralangri, jafnvel ævilangri, skuldasúpu til að mennta sig. Helstu lausnir stjórnvalda hafa snúist um að reyna að breyta nýjum námslánum, sem er gott og gilt. Lögum um Menntasjóð námsmanna var breytt árið 2020 þannig að fólk sem lýkur námi á tilsettum tíma fá námsstyrk sem nemur 30% af niðurfærslu af höfuðstól námslánsins, ásamt verðbótum, að námi loknu. Hins vegar hefur lítið verið gert til að koma til móts við þá sem bera eldri lán á bakinu, annað en að fella niður ábyrgð ábyrgðarmanns á námslánum. Sem þýðir að fólk sem tók lán fyrir 2019 er ennþá með mjög íþyngjandi lán. Stéttarfélög líkt og Viska geta barist fyrir breytingum á þessu. Við þurfum að berjast fyrir réttindum félagsfólks okkar og lífskjörum þeirra og gera okkar besta til að sýna fram á að menntun á að vera valdeflandi og styrkjandi, ekki íþyngjandi. Húsnæði Á meðan námi stendur eða eftir nám er fjöldi félagsfólks Visku að festast á leigumarkaði. Þar endar fólk á því að vera að greiða meira en 300.000 kr. á mánuði í leigu á sama tíma og það er að borga námslán sem gerir það mun erfiðara að vera á leigumarkaði. Þrátt fyrir að menntunin hafi oft á tíðum leitt til þess að fólk hefur fengið störf sem borga ágætlega þá þýðir það að þessir aðilar geta ekki nýtt sér úrræðin sem eru í boði stjórnvalda, sbr. hlutdeildarlánin eða húsnæðisbætur. Félagsfólk annarra stéttarfélaga á einnig í vandræðum með leigumarkaðinn en þess í stað hafa þau stéttarfélög, líkt og Efling og VR, gripið til þeirra ráða að útvega félagsfólki sínu ódýrt leiguhúsnæði til að auðvelda þeim að safna sér fyrir íbúð og auka lífsgæðin þeirra. Ég tel að það sé mikilvægt fyrir stéttarfélag líkt og Visku að leggjast í slíkt verkefni. Þetta er kerfisbundinn vandi sem herjar á félagsfólk Visku, að festast á leigumarkaði strax eftir háskólanámið og komast illa eða seint af honum. Viska getur unnið hörðum höndum að því að auka lífsgæði félagsfólks síns með því að byggja slík úrræði sem myndi auðvelda þeim að greiða niður námslánin sín og á sama tíma safna upp fyrir íbúð. Á síðustu öld unnu stéttarfélög hörðum höndum að því að auka lífsgæði síns félagsfólks, með byggingu verkamannabústaða, stofnun bókasafna, kjörbúða, matvælagarða og ýmislegt fleira. Þetta hefur nú að mörgu leyti gleymst. Viska getur verið félagið innan BHM sem hugsar út fyrir kassann varðandihvernig þau geta aukið lífsgæði félagsfólksins. Góðir kjarasamningar gera margt gott en það þarf að hugsa stærra. Valdefling félagsfólks Stéttarfélag líkt og Viska getur ekki gert þetta án þess að valdefla félagsfólk sitt. Félagsfólk þarf að þekkja réttindin sín, vita hvaða möguleikar eru í boði og hvað er hægt að gera til að auka lífsgæði þeirra. Það er gert með því að virkja þau innan starfa stéttarfélagsins. Stéttarfélagið má ekki breytast í fílabeinsturn sem einungis þau sem eru kjörnir fulltrúar eða þekkja rétta fólkið getur látið rödd sína heyrast. Viska þarf að vera stéttarfélag sem opnar dyrnar sínar fyrir félagsfólki sínu. Það þarf að halda félagsfundi til að ræða ákveðin málefni, hvort sem það er um kjarasamninga, löggjafir um námslán til Alþingis eða umræður sem eru í samfélaginu. Sem valdefldur og samstilltur hópur getur félagsfólk barist með stéttarfélaginu sínu fyrir bættum lífskjörum og betri kjarasamningum. Ég býð mig fram í stjórn Visku til að koma þessum breytingum af stað. Ég býð mig fram til að valdefla félagsfólk, til að gera Visku að leiðandi afli innan verkalýðshreyfingarinnar og BHM. Kæru félagar, kosning til stjórnar lýkur á hádegi 16. apríl og það er ótrúlega mikilvægt að þið notið ykkar kosningarétt til að hafa áhrif. Saman getum við, líkt og stendur á vefsíðu Visku, notað nýsköpun, þekkingarmiðlun og þverfaglega nálgun til að skapa góða framtíð fyrir okkur. Kjósið mig ef þið viljið sterkara stéttarfélag fyrir félagsfólk. Höfundur er frambjóðandi til stjórnar Visku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Stéttarfélög Mest lesið Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Kosning er hafin í stjórn Visku stéttarfélags. Viska er stærsta aðildarfélag BHM en það var stofnað árið 2023 eftir sameiningu þriggja stéttarfélaga. Á vefsíðu Visku stendur að „nýsköpun, þekkingarmiðlun og þverfagleg nálgun gegni lykilhlutverki á 21. öldinni og fólkið í Visku er í framlínunni að skapa þá framtíð“. Þess vegna er mikilvægt að Viska stéttarfélag komi með nýjar lausnir og aðrar nálganir þegar kemur að hagsmunum félagsfólks síns. Námslán Félagsfólk Visku eru menntaðir sérfræðingar í sínu fagi sem hafa eytt fjöldamörgum árum í að mennta sig og koma þ.a.l. oft seinna út á vinnumarkaðinn en margir aðrir og oft með þung námslán. Þegar afborgun af námslánunum hefst taka margir eftir því að námslánin lækka sjaldan þrátt fyrir ítrekaða innborgun. Það leiðir til þess að lánaþegar eru að borga tugi þúsunda af láninu á hverjum mánuði eða ákveða að borga tvisvar á árinu ígildi mánaðarlauna. Það er ekki eðlilegt að festast í áralangri, jafnvel ævilangri, skuldasúpu til að mennta sig. Helstu lausnir stjórnvalda hafa snúist um að reyna að breyta nýjum námslánum, sem er gott og gilt. Lögum um Menntasjóð námsmanna var breytt árið 2020 þannig að fólk sem lýkur námi á tilsettum tíma fá námsstyrk sem nemur 30% af niðurfærslu af höfuðstól námslánsins, ásamt verðbótum, að námi loknu. Hins vegar hefur lítið verið gert til að koma til móts við þá sem bera eldri lán á bakinu, annað en að fella niður ábyrgð ábyrgðarmanns á námslánum. Sem þýðir að fólk sem tók lán fyrir 2019 er ennþá með mjög íþyngjandi lán. Stéttarfélög líkt og Viska geta barist fyrir breytingum á þessu. Við þurfum að berjast fyrir réttindum félagsfólks okkar og lífskjörum þeirra og gera okkar besta til að sýna fram á að menntun á að vera valdeflandi og styrkjandi, ekki íþyngjandi. Húsnæði Á meðan námi stendur eða eftir nám er fjöldi félagsfólks Visku að festast á leigumarkaði. Þar endar fólk á því að vera að greiða meira en 300.000 kr. á mánuði í leigu á sama tíma og það er að borga námslán sem gerir það mun erfiðara að vera á leigumarkaði. Þrátt fyrir að menntunin hafi oft á tíðum leitt til þess að fólk hefur fengið störf sem borga ágætlega þá þýðir það að þessir aðilar geta ekki nýtt sér úrræðin sem eru í boði stjórnvalda, sbr. hlutdeildarlánin eða húsnæðisbætur. Félagsfólk annarra stéttarfélaga á einnig í vandræðum með leigumarkaðinn en þess í stað hafa þau stéttarfélög, líkt og Efling og VR, gripið til þeirra ráða að útvega félagsfólki sínu ódýrt leiguhúsnæði til að auðvelda þeim að safna sér fyrir íbúð og auka lífsgæðin þeirra. Ég tel að það sé mikilvægt fyrir stéttarfélag líkt og Visku að leggjast í slíkt verkefni. Þetta er kerfisbundinn vandi sem herjar á félagsfólk Visku, að festast á leigumarkaði strax eftir háskólanámið og komast illa eða seint af honum. Viska getur unnið hörðum höndum að því að auka lífsgæði félagsfólks síns með því að byggja slík úrræði sem myndi auðvelda þeim að greiða niður námslánin sín og á sama tíma safna upp fyrir íbúð. Á síðustu öld unnu stéttarfélög hörðum höndum að því að auka lífsgæði síns félagsfólks, með byggingu verkamannabústaða, stofnun bókasafna, kjörbúða, matvælagarða og ýmislegt fleira. Þetta hefur nú að mörgu leyti gleymst. Viska getur verið félagið innan BHM sem hugsar út fyrir kassann varðandihvernig þau geta aukið lífsgæði félagsfólksins. Góðir kjarasamningar gera margt gott en það þarf að hugsa stærra. Valdefling félagsfólks Stéttarfélag líkt og Viska getur ekki gert þetta án þess að valdefla félagsfólk sitt. Félagsfólk þarf að þekkja réttindin sín, vita hvaða möguleikar eru í boði og hvað er hægt að gera til að auka lífsgæði þeirra. Það er gert með því að virkja þau innan starfa stéttarfélagsins. Stéttarfélagið má ekki breytast í fílabeinsturn sem einungis þau sem eru kjörnir fulltrúar eða þekkja rétta fólkið getur látið rödd sína heyrast. Viska þarf að vera stéttarfélag sem opnar dyrnar sínar fyrir félagsfólki sínu. Það þarf að halda félagsfundi til að ræða ákveðin málefni, hvort sem það er um kjarasamninga, löggjafir um námslán til Alþingis eða umræður sem eru í samfélaginu. Sem valdefldur og samstilltur hópur getur félagsfólk barist með stéttarfélaginu sínu fyrir bættum lífskjörum og betri kjarasamningum. Ég býð mig fram í stjórn Visku til að koma þessum breytingum af stað. Ég býð mig fram til að valdefla félagsfólk, til að gera Visku að leiðandi afli innan verkalýðshreyfingarinnar og BHM. Kæru félagar, kosning til stjórnar lýkur á hádegi 16. apríl og það er ótrúlega mikilvægt að þið notið ykkar kosningarétt til að hafa áhrif. Saman getum við, líkt og stendur á vefsíðu Visku, notað nýsköpun, þekkingarmiðlun og þverfaglega nálgun til að skapa góða framtíð fyrir okkur. Kjósið mig ef þið viljið sterkara stéttarfélag fyrir félagsfólk. Höfundur er frambjóðandi til stjórnar Visku.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun