Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar 10. apríl 2025 10:01 Undanfarin ár hefur orðið veruleg breyting á því hvernig íslensk fyrirtæki verja auglýsingafé sínu. Sífellt fleiri auglýsendur leita nú til erlendra samfélagsmiðla og alþjóðlegra risafyrirtækja til að koma vörum sínum og þjónustu á framfæri. Þótt þessi þróun virðist eðlileg í ljósi þess hve vinsælir og samofnir íslensku samfélagi þessir nýju miðlar eru orðnir, þá hefur hún alvarlegar afleiðingar fyrir íslenska fjölmiðla og þar með lýðræðislega umræðu og samfélagið í heild. Samkvæmt nýlegri úttekt Viðskiptaráðs fór um helmingur af öllu íslensku auglýsingafé til erlendra miðla árið 2023 samanborið við aðeins 4% árið 2009. Þetta þýðir að stór hluti þess fjármagns sem áður studdi við rekstur og starfsemi innlendra fjölmiðla og þar með opinbera umræðu, gagnrýna fréttamennsku og framleiðslu á fjölbreyttu efni á íslensku, fer nú beint úr landi til fyrirtækja sem framleiða ekkert eigið efni og hvorki greiða skatta samkvæmt íslenskum lögum né lúta kjarasamningum hér á landi þegar kemur að greiðslu launa starfsfólks þess. Þessi þróun grefur undan íslenskri fjölmiðlun sem nú þegar glímir við erfiðan rekstur og brotakennda tekjustofna. Starfsfólki í einkareknum fjölmiðlum á Íslandi fækkaði um tæp 70% frá árinu 2008 til 2013 samkvæmt sömu úttekt Viðskiptaráðs. Öll fyrirtæki bera samfélagslega ábyrgð sem getur komið fram í umhyggju fyrir umhverfinu, viðskiptasiðferði eða framlögum til góðgerðarmála. Samfélagsleg ábyrgð ætti þó ekki síður að snúast um stuðning við innlenda fjölmiðla sem í leiðinni er fjárfesting í samfélaginu sjálfu. Öflugir innlendir fjölmiðlar eru hornsteinn lýðræðis og gegna lykilhlutverki í því að upplýsa almenning, varpa ljósi á störf valdhafa og efla umræðu um málefni líðandi stundar. Án þeirra rýrnar upplýsingagjöf, dregur úr gagnsæi og eykst hætta á einhliða eða villandi upplýsingum. Mikilvægi fjölmiðla nær raunar langt út fyrir efnahags- og stjórnmál. Sérhæfðir fjölmiðlar, svo sem þeir sem fjalla um íþróttir, spila einnig stórt hlutverk í íslensku samfélagi. Íþróttir hafa fyrir löngu sannað forvarnargildi sitt, þær styrkja bæði líkama og huga, efla félagsfærni og stuðla að heilbrigðu líferni. Í því samhengi gegna íþróttamiðlar mikilvægu fræðslu- og upplýsingahlutverki; þeir kynna fyrirmyndir, segja sögur af baráttu og þrautseigju, og efla þátttöku barna og ungmenna í íþróttum um land allt. Þeir eru ómissandi hluti af þeirri menningarlegu og samfélagslegu flóru sem við eigum að hlúa að. Með því að verja auknum hluta auglýsingafjár síns til íslenskra miðla, sýna fyrirtæki að þau taki þátt í að byggja upp samfélag þar sem lýðræði, gagnrýnin umfjöllun ásamt íþróttum og listum blómstra. Það er löngu tímabært að íslensk fyrirtæki endurmeti stefnu sína í auglýsingamálum og geri sér grein fyrir áhrifum ákvarðana sinna. Val íslenskra auglýsenda á því hvar þeir kaupa auglýsingapláss skiptir máli og mun hafa úrslitaáhrif á framtíð íslenskrar fjölmiðlunar. Boltinn er hjá ykkur. Höfundur er stjórnarformaður fjölmiðilsins Fótbolti.net Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur orðið veruleg breyting á því hvernig íslensk fyrirtæki verja auglýsingafé sínu. Sífellt fleiri auglýsendur leita nú til erlendra samfélagsmiðla og alþjóðlegra risafyrirtækja til að koma vörum sínum og þjónustu á framfæri. Þótt þessi þróun virðist eðlileg í ljósi þess hve vinsælir og samofnir íslensku samfélagi þessir nýju miðlar eru orðnir, þá hefur hún alvarlegar afleiðingar fyrir íslenska fjölmiðla og þar með lýðræðislega umræðu og samfélagið í heild. Samkvæmt nýlegri úttekt Viðskiptaráðs fór um helmingur af öllu íslensku auglýsingafé til erlendra miðla árið 2023 samanborið við aðeins 4% árið 2009. Þetta þýðir að stór hluti þess fjármagns sem áður studdi við rekstur og starfsemi innlendra fjölmiðla og þar með opinbera umræðu, gagnrýna fréttamennsku og framleiðslu á fjölbreyttu efni á íslensku, fer nú beint úr landi til fyrirtækja sem framleiða ekkert eigið efni og hvorki greiða skatta samkvæmt íslenskum lögum né lúta kjarasamningum hér á landi þegar kemur að greiðslu launa starfsfólks þess. Þessi þróun grefur undan íslenskri fjölmiðlun sem nú þegar glímir við erfiðan rekstur og brotakennda tekjustofna. Starfsfólki í einkareknum fjölmiðlum á Íslandi fækkaði um tæp 70% frá árinu 2008 til 2013 samkvæmt sömu úttekt Viðskiptaráðs. Öll fyrirtæki bera samfélagslega ábyrgð sem getur komið fram í umhyggju fyrir umhverfinu, viðskiptasiðferði eða framlögum til góðgerðarmála. Samfélagsleg ábyrgð ætti þó ekki síður að snúast um stuðning við innlenda fjölmiðla sem í leiðinni er fjárfesting í samfélaginu sjálfu. Öflugir innlendir fjölmiðlar eru hornsteinn lýðræðis og gegna lykilhlutverki í því að upplýsa almenning, varpa ljósi á störf valdhafa og efla umræðu um málefni líðandi stundar. Án þeirra rýrnar upplýsingagjöf, dregur úr gagnsæi og eykst hætta á einhliða eða villandi upplýsingum. Mikilvægi fjölmiðla nær raunar langt út fyrir efnahags- og stjórnmál. Sérhæfðir fjölmiðlar, svo sem þeir sem fjalla um íþróttir, spila einnig stórt hlutverk í íslensku samfélagi. Íþróttir hafa fyrir löngu sannað forvarnargildi sitt, þær styrkja bæði líkama og huga, efla félagsfærni og stuðla að heilbrigðu líferni. Í því samhengi gegna íþróttamiðlar mikilvægu fræðslu- og upplýsingahlutverki; þeir kynna fyrirmyndir, segja sögur af baráttu og þrautseigju, og efla þátttöku barna og ungmenna í íþróttum um land allt. Þeir eru ómissandi hluti af þeirri menningarlegu og samfélagslegu flóru sem við eigum að hlúa að. Með því að verja auknum hluta auglýsingafjár síns til íslenskra miðla, sýna fyrirtæki að þau taki þátt í að byggja upp samfélag þar sem lýðræði, gagnrýnin umfjöllun ásamt íþróttum og listum blómstra. Það er löngu tímabært að íslensk fyrirtæki endurmeti stefnu sína í auglýsingamálum og geri sér grein fyrir áhrifum ákvarðana sinna. Val íslenskra auglýsenda á því hvar þeir kaupa auglýsingapláss skiptir máli og mun hafa úrslitaáhrif á framtíð íslenskrar fjölmiðlunar. Boltinn er hjá ykkur. Höfundur er stjórnarformaður fjölmiðilsins Fótbolti.net
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun