Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Jakob Bjarnar skrifar 9. apríl 2025 14:44 Eva Bergþóra segir það alveg klárt að það hafi sverið skólans, ekki borgarinnar, að útvega túlk. Starfsmaður borgarinnar hafi ekki haft neitt á móti því að túlkað væri það sem fram fór, af hverju hefði hann átt að hafa það, spyr Eva Bergþóra. vísir/vilhelm/rvk Eva Bergþóra Guðbergsdóttir samskiptastjóri Reykjavíkurborgar, telur frásögn Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, vera ónákvæma í veigamikum atriðum. „Í öllu falli var það skólans að útvega túlk,“ segir Eva Bergþóra í samtali við Vísi. Henni þykir leitt ef misskilningur í þessum málaflokki festir sig í sessi. En hér sé eiginlega verið að hengja bakara fyrir smið. Einkarekinn leikskóli Vísir sagði af frásögn Sólveigar Önnu sem snýr að fundi sem haldinn var í einum af leiksskólum í Reykjavík. Þar hafi verið í að minnsta tveir fulltrúar frá Reykjavíkurborg og þeir hafi tekið fyrir að töluð væri annað en íslenska. Sólveig telur þessa framkomu fyrir neðan allar hellur og viðstaddir hafi upplifað mikla vanvirðu. „Þetta er einkarekinn leiksskóli, reksturinn er ekki í höndum Reykjavíkurborgar. Hann er í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar,“ segir hins vegar Eva Bergþóra. Upp komu innivistarvandamál í húsnæði leikskólans og var starfseminni fundinn staður í Húsaskóla. „Það hentaði vel að skólinn yrði fluttur um stundarsakir, á meðan framkvæmdum stendur. Starfsmaður Reykjavíkurborgar mætti á fundinn sem skólinn hélt um þetta mál,“ segir Eva Bergþóra sem leggur á það áherslu að fundurinn hafi verið á vegum skólans. Hafði ekkert á móti því að túlkað væri „Hann treysti sér ekki til þess að tala ensku. Þá er það hlutverk skólans en ekki Reykjavíkurborgar sem ekki er að reka þennan skóla, að útvega túlk. Þetta væri okkar vandamál ef þetta væri skóli sem við værum að reka en svo er ekki.“ Eva Bergþóra segist hafa heyrt af því að starfsmaðurinn hefði sagt frá því að þarna hafi einhverjir verið að túlka og hann hafi ekki gert neinar athugasemdir við það. „Enda af hverju hefði hann átt að gera það? Honum var nákvæmlega sama um það. En rétt eins og Sólveig Anna, þá var ég ekki á þessum fundi. Þetta er allt eftir þriðja aðila haft.“ Leikskólar Reykjavík Innflytjendamál Skóla- og menntamál Íslensk tunga Mygla Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira
„Í öllu falli var það skólans að útvega túlk,“ segir Eva Bergþóra í samtali við Vísi. Henni þykir leitt ef misskilningur í þessum málaflokki festir sig í sessi. En hér sé eiginlega verið að hengja bakara fyrir smið. Einkarekinn leikskóli Vísir sagði af frásögn Sólveigar Önnu sem snýr að fundi sem haldinn var í einum af leiksskólum í Reykjavík. Þar hafi verið í að minnsta tveir fulltrúar frá Reykjavíkurborg og þeir hafi tekið fyrir að töluð væri annað en íslenska. Sólveig telur þessa framkomu fyrir neðan allar hellur og viðstaddir hafi upplifað mikla vanvirðu. „Þetta er einkarekinn leiksskóli, reksturinn er ekki í höndum Reykjavíkurborgar. Hann er í húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar,“ segir hins vegar Eva Bergþóra. Upp komu innivistarvandamál í húsnæði leikskólans og var starfseminni fundinn staður í Húsaskóla. „Það hentaði vel að skólinn yrði fluttur um stundarsakir, á meðan framkvæmdum stendur. Starfsmaður Reykjavíkurborgar mætti á fundinn sem skólinn hélt um þetta mál,“ segir Eva Bergþóra sem leggur á það áherslu að fundurinn hafi verið á vegum skólans. Hafði ekkert á móti því að túlkað væri „Hann treysti sér ekki til þess að tala ensku. Þá er það hlutverk skólans en ekki Reykjavíkurborgar sem ekki er að reka þennan skóla, að útvega túlk. Þetta væri okkar vandamál ef þetta væri skóli sem við værum að reka en svo er ekki.“ Eva Bergþóra segist hafa heyrt af því að starfsmaðurinn hefði sagt frá því að þarna hafi einhverjir verið að túlka og hann hafi ekki gert neinar athugasemdir við það. „Enda af hverju hefði hann átt að gera það? Honum var nákvæmlega sama um það. En rétt eins og Sólveig Anna, þá var ég ekki á þessum fundi. Þetta er allt eftir þriðja aðila haft.“
Leikskólar Reykjavík Innflytjendamál Skóla- og menntamál Íslensk tunga Mygla Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Fleiri fréttir Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Sjá meira