Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar 10. apríl 2025 07:31 Mannréttindi eru ekki lúxus. Þau eru grunnstoðir mannsæmandi lífs og öll eiga að geta notið mannréttinda sinna. Réttindabarátta trans fólks snýst ekki um sérmeðferð. Hún snýst ekki um að biðja um meira en aðrir. Hún snýst um að krefjast jafnræðis, krefjast þess að fá að lifa lífi sínu í friði, með reisn, án ótta. Hún snýst um mannréttindi. Það er vitað að trans fólk og sérstaklega ungt trans fólk, býr oft við mikla vanlíðan. Það er ekki vegna þess hver þau eru, heldur vegna þess hvernig samfélagið bregst við því hver þau eru. Oft og tíðum verða þau fyrir útskúfun, fordómum og jafnvel hatursorðræðu. Þau fá þau skilaboð, beint og óbeint, að þau séu ekki nóg. Að þau séu vandamál sem þurfi að leysa. En þau eru ekki vandamálið. Fordómar eru vandamálið. Við sjáum bakslag í umræðunni um réttindi trans fólks. Í stað þess að hlusta á reynslu fólks, í stað þess að mæta þeim með samkennd, þá snýst umræðan æ oftar upp í tortryggni, ótta og jafnvel hreint hatur. Það er áhyggjuefni. Því orð skipta máli. Við eigum að byggja samfélag þar sem hver og einn má og á að vera sá sem hann, hún, eða hán er, án þess að þurfa að biðjast afsökunar. Samfélag þar sem trans fólk fær stuðning í stað höfnunar. Öryggi í stað ótta. Von í stað einmanaleika. Þetta er ekki barátta sem trans fólk á að berjast fyrir eitt. Baráttan er á ábyrgð okkar allra. Því ef við stöndum ekki með þeim sem standa höllustum fæti, þá bregðumst við okkar eigin gildum. Gildum um réttlæti, mannúð og jöfnuð. Tökum höndum saman og látum ekki hatrið sigra! Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og tengdamóðir trans konu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eydís Ásbjörnsdóttir Samfylkingin Málefni trans fólks Hinsegin Mannréttindi Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Skoðun Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Orðræða sem sameinar – ekki sundrar Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Af bambus í Vesturbugt og 14 mínútna leikriti Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Skál fyrir betri heilsu! Lára G. Sigurðardóttir,Valgerður Rúnarsdóttir skrifar Sjá meira
Mannréttindi eru ekki lúxus. Þau eru grunnstoðir mannsæmandi lífs og öll eiga að geta notið mannréttinda sinna. Réttindabarátta trans fólks snýst ekki um sérmeðferð. Hún snýst ekki um að biðja um meira en aðrir. Hún snýst um að krefjast jafnræðis, krefjast þess að fá að lifa lífi sínu í friði, með reisn, án ótta. Hún snýst um mannréttindi. Það er vitað að trans fólk og sérstaklega ungt trans fólk, býr oft við mikla vanlíðan. Það er ekki vegna þess hver þau eru, heldur vegna þess hvernig samfélagið bregst við því hver þau eru. Oft og tíðum verða þau fyrir útskúfun, fordómum og jafnvel hatursorðræðu. Þau fá þau skilaboð, beint og óbeint, að þau séu ekki nóg. Að þau séu vandamál sem þurfi að leysa. En þau eru ekki vandamálið. Fordómar eru vandamálið. Við sjáum bakslag í umræðunni um réttindi trans fólks. Í stað þess að hlusta á reynslu fólks, í stað þess að mæta þeim með samkennd, þá snýst umræðan æ oftar upp í tortryggni, ótta og jafnvel hreint hatur. Það er áhyggjuefni. Því orð skipta máli. Við eigum að byggja samfélag þar sem hver og einn má og á að vera sá sem hann, hún, eða hán er, án þess að þurfa að biðjast afsökunar. Samfélag þar sem trans fólk fær stuðning í stað höfnunar. Öryggi í stað ótta. Von í stað einmanaleika. Þetta er ekki barátta sem trans fólk á að berjast fyrir eitt. Baráttan er á ábyrgð okkar allra. Því ef við stöndum ekki með þeim sem standa höllustum fæti, þá bregðumst við okkar eigin gildum. Gildum um réttlæti, mannúð og jöfnuð. Tökum höndum saman og látum ekki hatrið sigra! Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og tengdamóðir trans konu.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar