Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. apríl 2025 12:03 Óhætt er að fullyrða að þeir Sigmar Guðmundsson og Vilhjálmur Árnason séu ósammála um hvað eigi sér nú stað á Alþingi. Mikið gekk á á Alþingi í gær þegar einungis tvö mál komust á dagskrá, annars vegar niðurfelling fasteignaskatta í Grindavíkurbæ og svo umræða um menntamál. Þingfundur hófst klukkan hálf tvö og lauk ekki fyrr en á miðnætti. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa sakað stjórnarandstöðuna um málþóf vegna þessa. Sigmar Guðmundsson þingflokksformaður Viðreisnar segir augljóst að um málþóf sé að ræða. „Þau voru náttúrulega að tala í sex klukkutíma í gær um málefni sem tengist aðgerðum gagnvart Grindvíkingum sem er algjörlega fáheyrt, það hefur alltaf verið samstaða um það í þinginu síðan atburðirnir byrjuðu á Reykjanesskaga að þessi mál væru í forgangi.“ Sigmar segir alla sammála um málið en þrátt fyrir það hafi stjórnarandstaðan rætt það í sex klukkustundir í gær. „Og það var ekki fyrr en forseti þingsins sendi bréf til þess að spyrjast fyrir um það hvort það væri ekki hægt að klára málið fyrir páska að það fór eitthvað að þynnast í mælendaskránni en svo bara lengdist hún í næsta máli á eftir.“ Mikilvægt að talað sé um málin Vilhjálmur Árnason varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hafnar ásökunum stjórnarflokkanna og segir stjórnarandstöðuna frekar hafa greitt fyrir málum ef eitthvað er. „Það er ekki um neitt málþóf að ræða þar sem það er nú bara hluti af þingmönnunum sem hefur tekið þátt í umræðunni.“ Hann segir mikilvægt að ríkisstjórnarflokkarnir átti sig á um hvað sé verið að ræða. Það séu orkumál, menntamál og mál Grindavíkur. Vilhjálmur segir stjórnarflokkana ekki hafa veitt stjórnarandstöðunni mikil tækifæri til að ræða það mál. „Og hafa ekki komið með neitt plan í því. Þetta eru nú bara tvö stærstu málin í síðustu kosningum, orkumál og menntamál. Það er skrítið ef stjórnarflokkarnir eru hræddir við umræðu í því þegar þingið er að fara að fjalla um þessi mikilvægu mál.“ Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Sjá meira
Ríkisstjórnarflokkarnir hafa sakað stjórnarandstöðuna um málþóf vegna þessa. Sigmar Guðmundsson þingflokksformaður Viðreisnar segir augljóst að um málþóf sé að ræða. „Þau voru náttúrulega að tala í sex klukkutíma í gær um málefni sem tengist aðgerðum gagnvart Grindvíkingum sem er algjörlega fáheyrt, það hefur alltaf verið samstaða um það í þinginu síðan atburðirnir byrjuðu á Reykjanesskaga að þessi mál væru í forgangi.“ Sigmar segir alla sammála um málið en þrátt fyrir það hafi stjórnarandstaðan rætt það í sex klukkustundir í gær. „Og það var ekki fyrr en forseti þingsins sendi bréf til þess að spyrjast fyrir um það hvort það væri ekki hægt að klára málið fyrir páska að það fór eitthvað að þynnast í mælendaskránni en svo bara lengdist hún í næsta máli á eftir.“ Mikilvægt að talað sé um málin Vilhjálmur Árnason varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hafnar ásökunum stjórnarflokkanna og segir stjórnarandstöðuna frekar hafa greitt fyrir málum ef eitthvað er. „Það er ekki um neitt málþóf að ræða þar sem það er nú bara hluti af þingmönnunum sem hefur tekið þátt í umræðunni.“ Hann segir mikilvægt að ríkisstjórnarflokkarnir átti sig á um hvað sé verið að ræða. Það séu orkumál, menntamál og mál Grindavíkur. Vilhjálmur segir stjórnarflokkana ekki hafa veitt stjórnarandstöðunni mikil tækifæri til að ræða það mál. „Og hafa ekki komið með neitt plan í því. Þetta eru nú bara tvö stærstu málin í síðustu kosningum, orkumál og menntamál. Það er skrítið ef stjórnarflokkarnir eru hræddir við umræðu í því þegar þingið er að fara að fjalla um þessi mikilvægu mál.“
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Fleiri fréttir Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Sjá meira