Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Jakob Bjarnar skrifar 9. apríl 2025 10:42 María Heimisdóttir er landlæknir og hún telur það ekki þjóna forvörnum að sýna þættina í skólum landsins. vísir/samsett Landlæknir hefur sent tengiliðum og skólastjórum í heilsueflandi grunnskólum erindi þar sem lagst er gegn því að nemendum verði sérstaklega sýnd myndin eða þættirnir Adolescence. „Ofbeldismál barna hafa verið mikið í umræðunni í vetur og eðlilega leita skólar leiða til að fyrirbyggja slíkan vanda. Þegar áhyggjur af börnum og ungmennum koma upp í samfélaginu hefur stundum verið horft til dægurmenningar og lagt til að nemendur t.d. horfi á myndbönd, bíómyndir eða annað efni sem talið er eiga erindi við ungmenni og geti haft forvarnargildi.“ Sýndir í skólum á Bretlandi Þetta segir í bréfi sem Ingibjörg Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Heilsueflandi skóla, auk Sigrúnar Daníelsdóttur verkefnisstjóri geðræktar og Jenný Ingudóttir hafa sent skólastjórum og hvatt til að bréfinu verði dreift til kennara. Þar er vikið að Adolescence, sjónvarpsþáttaraðar á Netflix, sem hefur vakið mikla athygli bæði hérlendis og erlendis. „Í Bretlandi hefur t.d. borið við að þættirnir séu sýndir í skólum í nafni forvarna. Af því tilefni sendu samtök á sviði ofbeldisforvarna þar í landi frá sér yfirlýsingu þar sem varað er við slíkri nálgun.“ Á Bretlandi stendur til að sýna þessa þætti sérstaklega í öllum grunnskólum en landlæknir telur það ekki til fagnaðar. Í bréfinu kemur fram að embætti landlæknis telji þvert á móti ástæðu til að vara sérstaklega við því að þessir þættir eða annað sambærilegt efni, sé sýnt í forvarnarskyni í skólum. Telst ekki gagnleg forvörn Slíkt efni telst ekki gagnleg forvörn og varhugarvert að taka slíkt til sýningar í skólum meðal annars af eftirfarandi ástæðum: Ekki er um gagnreynda nálgun að ræða og engar kennsluleiðbeiningar fylgja með sýningu slíks efnis. Kennarar eru oft ekki í stakk búnir né hafa þau bjargráð sem þeir þurfa til að takast á við viðbrögð sem geta komið hjá nemendum. Siðferðilega er ekki rétt að útsetja börn fyrir sjónvarpsefni sem er jafnvel bannað fyrir þeirra aldur og þau hafa ekki þroska til að vinna úr upplýsingunum. Ótti, skömm og sjokk mun ekki breyta hegðun fólks. Rannsóknir hafa endurtekið sýnt að slíkar aðferðir eru ekki gagnlegar og geta valdið skaða. Að útsetja börn fyrir sjokkerandi myndefni samræmist ekki áfallamiðaðri nálgun í skólastarfi. Slíkar sýningar geta endurvakið áfallaviðbrögð eða kallað fram truflun í skólastofunni þar sem nemendur t.d. grípa til varnarviðbragða með því að hlæja, gera lítið úr eða hunsa það sem á sér stað á skjánum. Myndefnið getur aukið eða stuðlað að innrætingu á öfgaskoðunum í stað þess að koma í veg fyrir þær. Forvarnir er ekki hægt að vinna með inngripi í eitt skipti. Fjárfesta þarf í vel rannsökuðum langtímaaðgerðum sem tryggja bæði réttindi og öryggi barna. Í bréfinu kemur jafnframt fram að fyrr í vetur hafi embætti landlæknis sent stjórnendum skóla og félagsmiðstöðva bréf þar sem hvatt var til þess að horft yrði til gagnsemi tiltekinna aðferða áður en gripið væri til aðgerða á sviði ofbeldisforvarna. Voru stjórnendur m.a. hvattir til að kynna sér staðreyndablað um forvarnir. Til heilsueflandi grunnskóla teljast langflestir grunnskólar landsins. Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla- og menntamál Bíó og sjónvarp Grunnskólar Embætti landlæknis Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
„Ofbeldismál barna hafa verið mikið í umræðunni í vetur og eðlilega leita skólar leiða til að fyrirbyggja slíkan vanda. Þegar áhyggjur af börnum og ungmennum koma upp í samfélaginu hefur stundum verið horft til dægurmenningar og lagt til að nemendur t.d. horfi á myndbönd, bíómyndir eða annað efni sem talið er eiga erindi við ungmenni og geti haft forvarnargildi.“ Sýndir í skólum á Bretlandi Þetta segir í bréfi sem Ingibjörg Guðmundsdóttir, verkefnastjóri Heilsueflandi skóla, auk Sigrúnar Daníelsdóttur verkefnisstjóri geðræktar og Jenný Ingudóttir hafa sent skólastjórum og hvatt til að bréfinu verði dreift til kennara. Þar er vikið að Adolescence, sjónvarpsþáttaraðar á Netflix, sem hefur vakið mikla athygli bæði hérlendis og erlendis. „Í Bretlandi hefur t.d. borið við að þættirnir séu sýndir í skólum í nafni forvarna. Af því tilefni sendu samtök á sviði ofbeldisforvarna þar í landi frá sér yfirlýsingu þar sem varað er við slíkri nálgun.“ Á Bretlandi stendur til að sýna þessa þætti sérstaklega í öllum grunnskólum en landlæknir telur það ekki til fagnaðar. Í bréfinu kemur fram að embætti landlæknis telji þvert á móti ástæðu til að vara sérstaklega við því að þessir þættir eða annað sambærilegt efni, sé sýnt í forvarnarskyni í skólum. Telst ekki gagnleg forvörn Slíkt efni telst ekki gagnleg forvörn og varhugarvert að taka slíkt til sýningar í skólum meðal annars af eftirfarandi ástæðum: Ekki er um gagnreynda nálgun að ræða og engar kennsluleiðbeiningar fylgja með sýningu slíks efnis. Kennarar eru oft ekki í stakk búnir né hafa þau bjargráð sem þeir þurfa til að takast á við viðbrögð sem geta komið hjá nemendum. Siðferðilega er ekki rétt að útsetja börn fyrir sjónvarpsefni sem er jafnvel bannað fyrir þeirra aldur og þau hafa ekki þroska til að vinna úr upplýsingunum. Ótti, skömm og sjokk mun ekki breyta hegðun fólks. Rannsóknir hafa endurtekið sýnt að slíkar aðferðir eru ekki gagnlegar og geta valdið skaða. Að útsetja börn fyrir sjokkerandi myndefni samræmist ekki áfallamiðaðri nálgun í skólastarfi. Slíkar sýningar geta endurvakið áfallaviðbrögð eða kallað fram truflun í skólastofunni þar sem nemendur t.d. grípa til varnarviðbragða með því að hlæja, gera lítið úr eða hunsa það sem á sér stað á skjánum. Myndefnið getur aukið eða stuðlað að innrætingu á öfgaskoðunum í stað þess að koma í veg fyrir þær. Forvarnir er ekki hægt að vinna með inngripi í eitt skipti. Fjárfesta þarf í vel rannsökuðum langtímaaðgerðum sem tryggja bæði réttindi og öryggi barna. Í bréfinu kemur jafnframt fram að fyrr í vetur hafi embætti landlæknis sent stjórnendum skóla og félagsmiðstöðva bréf þar sem hvatt var til þess að horft yrði til gagnsemi tiltekinna aðferða áður en gripið væri til aðgerða á sviði ofbeldisforvarna. Voru stjórnendur m.a. hvattir til að kynna sér staðreyndablað um forvarnir. Til heilsueflandi grunnskóla teljast langflestir grunnskólar landsins.
Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Skóla- og menntamál Bíó og sjónvarp Grunnskólar Embætti landlæknis Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira