Kattahald Jökull Jörgensen skrifar 8. apríl 2025 10:30 Ég er íbúi í gamla hluta Hafnafjarðar. Bý þar í vinalegu fallegu húsi. Í garðinum og í nálægum görðum trjóna stór og virðuleg greni og barrtré. Þessir öldungar veita skógar- og svartþröstum skjól, þeir eru þeirra heimili. Ég er mikill fuglavinur og gef þessum vinum mínum kjarnafóður yfir harðasta tíma vetrarins. Ég ber óblandna virðingu fyrir þessum fuglum sem standa af sér harðindi hins Íslenska vetrar svo með ólíkindum sætir. Svo syngja þeir sitt fagnaðar erindi um leið og sólin skáskýtur geislum sínum stundarbrot hér og þar um garðinn. Vorin eru tími tilfinninga og tilhugalífs. Hreiðurgerð er mikil verkfræðivinna og pörin sem leggja í slíkt hafa með sér dugnað og óbilandi trú á framtíðina. Ég verð alltaf órólegur á þessum tíma fyrir hönd hinna fiðruðu vina minna. Þarf að horfa upp á stríalda heimilsketti sitja um fuglana hvar sem þeir reyna að ná sér í korn. Svartþrösturinn er varðfugl í eðli sínu og heyra má karlfuglinn tísta hvellt ef skuggaldur læðist um í grasinu. Þetta eru kettir sem koma og fara eins og þeim sýnist og skulda engum reikningskil nema sjálfum sér. Ekki eru kettirnir þessir svangir, þeir klifra hinsvegar upp í trén og reyta ungana úr hreiðrunum, drepa þá og skilja svo hræin eftir tvist og bast. Mikið af köttum þessum eru bjöllulausir og ómerktir. Fressin ganga um og lyktarmerkja sín yfirráðasvæði. Væru karlkettir geltir myndi veiðieðlið dvína og þörf þeirra að tileinka sér svæði með fúllyktandi spreyi úr þartilgerðum kyrtli hverfa. Kæru kattaeigendur. Verið þið ábyrg hvað varðar dýrahald ykkar, setjið í það minnsta bjöllu á dýrið. Best væri ef kettir væru lokaðir inni eins og hundar svona rétt yfir hávarptímann. Ps. Þetta breytir því hinsvegar ekki að ég þarf á hverjum degi að þrífa átta til tíu skítahrúgur úr beðum og grasi svo barnabörnin komi ekki inn með þetta á höndum og fótum. Það þarf ég að gera svo ykkar kettir geti valsað um frjálsir, Og það versta er you coul’nt care less… Höfundur er kúasmali, tónlistamaður og dýravinur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kettir Fuglar Dýr Gæludýr Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Ég er íbúi í gamla hluta Hafnafjarðar. Bý þar í vinalegu fallegu húsi. Í garðinum og í nálægum görðum trjóna stór og virðuleg greni og barrtré. Þessir öldungar veita skógar- og svartþröstum skjól, þeir eru þeirra heimili. Ég er mikill fuglavinur og gef þessum vinum mínum kjarnafóður yfir harðasta tíma vetrarins. Ég ber óblandna virðingu fyrir þessum fuglum sem standa af sér harðindi hins Íslenska vetrar svo með ólíkindum sætir. Svo syngja þeir sitt fagnaðar erindi um leið og sólin skáskýtur geislum sínum stundarbrot hér og þar um garðinn. Vorin eru tími tilfinninga og tilhugalífs. Hreiðurgerð er mikil verkfræðivinna og pörin sem leggja í slíkt hafa með sér dugnað og óbilandi trú á framtíðina. Ég verð alltaf órólegur á þessum tíma fyrir hönd hinna fiðruðu vina minna. Þarf að horfa upp á stríalda heimilsketti sitja um fuglana hvar sem þeir reyna að ná sér í korn. Svartþrösturinn er varðfugl í eðli sínu og heyra má karlfuglinn tísta hvellt ef skuggaldur læðist um í grasinu. Þetta eru kettir sem koma og fara eins og þeim sýnist og skulda engum reikningskil nema sjálfum sér. Ekki eru kettirnir þessir svangir, þeir klifra hinsvegar upp í trén og reyta ungana úr hreiðrunum, drepa þá og skilja svo hræin eftir tvist og bast. Mikið af köttum þessum eru bjöllulausir og ómerktir. Fressin ganga um og lyktarmerkja sín yfirráðasvæði. Væru karlkettir geltir myndi veiðieðlið dvína og þörf þeirra að tileinka sér svæði með fúllyktandi spreyi úr þartilgerðum kyrtli hverfa. Kæru kattaeigendur. Verið þið ábyrg hvað varðar dýrahald ykkar, setjið í það minnsta bjöllu á dýrið. Best væri ef kettir væru lokaðir inni eins og hundar svona rétt yfir hávarptímann. Ps. Þetta breytir því hinsvegar ekki að ég þarf á hverjum degi að þrífa átta til tíu skítahrúgur úr beðum og grasi svo barnabörnin komi ekki inn með þetta á höndum og fótum. Það þarf ég að gera svo ykkar kettir geti valsað um frjálsir, Og það versta er you coul’nt care less… Höfundur er kúasmali, tónlistamaður og dýravinur.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun