Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar 8. apríl 2025 10:00 Í umræðum um mögulegar refsitolla Evrópusambandsins, vegna viðskiptaátaka við Bandaríkin, hefur norska ríkisstjórnin hafið viðræður við ESB um að fá undanþágur fyrir útflutning sinn. Þetta varðar vitaskuld Íslands því bæði löndin eiga aðild að EES og ættu að njóta jafnræðis á sameiginlegum markaði. En spyrja má: Af hverju ættu Ísland eða Noregur að þurfa að biðja um undanþágur? Bæði ríki eiga aðild að EES-samningnum, sem tryggir að varningur frá EES-ríkjum sem fellur undir samninginn eigi frjálsan aðgang að innri markaði ESB – á sama grundvelli og vörur innan sambandsins. Þetta á ekki bara við í góðu árferði heldur sérstaklega þegar verndaraðgerðir og viðskiptadeilur skekja markaðinn. Í þessu sambandi er rétt að benda á að EFTA-ríkin – Noregur, Ísland og Liechtenstein – greiða sérstaka greiðslu á sjö ára fresti fyrir aðgang að innri markaði ESB. Á sjö ára fresti er samið sérstaklega um framlög EFTA-ríkjanna til Uppbyggingarsjóðs EES en bæði EFTA og ESB hafa vísað til þessa framlags sem sérstaks „verðmiða“ fyrir aðgang að innri markaði ESB. Nægir að vísa hér til samkomulags EFTA-ríkjanna og ESB frá desember 2023 en þar samþykktu EFTA-ríkin að greiða á tímabilinu 2021-2028 samtals 2,8 milljarða evra fyrir aðgang (um það bil 400 milljarða króna) að innri markaði ESB. Mætti því segja að EFTA-ríkin eiga kröfu til þess að vörur þeirra séu ekki skotmark verndaraðgerða ESB. Undanþágur gefa ranga mynd Þegar stjórnmálamenn tala um að „sækjast eftir undanþágum“ eða „vonast til að komast hjá áhrifum“ gefur þetta til kynna að við stöndum utan við reglurnar – að við séum háð góðvild Brussel. Slíkt tal er pólitískt og lagalega skaðlegt, því það gefur ranga mynd af stöðu Íslands í EES-samstarfinu. Rétt nálgun er sú að Ísland eigi að gera kröfu um jafna meðferð, og árétta um leið að verndaraðgerðir ESB sem bitna á öðum EES-ríkjum séu brot á grunnreglum samningsins. Í 17. grein EES-samningsins segir að samningsaðilar skuli „forðast öll ráðstafanir sem kynnu að stofna framkvæmd þessa samnings í hættu.“ Enn skýrara kemur fram í 19. grein að ef efnahagsleg vandamál koma upp, megi aðgerðir sem gripið er til ekki hafa í för með sér „óhóflegar hindranir“ eða „truflandi áhrif á viðskipti milli samningsaðila“. Þar er einnig kveðið á um að samráð skuli eiga sér stað áður en gripið er til slíkra ráðstafana, og þær þurfi að vera „tímabundnar og hófstilltar“. Þetta á beint við um tollaaðgerðir af því tagi sem ESB er að íhuga nú í tollastríðinu við Bandaríkin. Samstöðutónn – en ekki undirgefni Auðvitað er skynsamlegt að samræma afstöðu við Noreg. En Ísland á ekki að fara inn í þessar umræður með undirgefni. Við eigum að tala af sjálfsöryggi og byggja á rétti í lagalegum ramma EES-samningsins, auk landfræðilegrar og hernaðarlegrar stöðu landsins á tímum mikilla sviptinga í samskiptum ríkja. Ef ESB beitir sér með þessum hætti gagnvart EES-ríkjum eftir hentugleika eða pólitísku þrýstingi, þá er EES-samningurinn ekki þar sem hann átti að vera. Stjórnmálamenn ættu að tala af afdráttarleysi Ef stjórnmálamenn á Íslandi tala eins og þeir þurfi að „biðja um undanþágu“, er hætta á að þeir gefi Brussel leyfi til að hugsa þannig líka. Við eigum að árétta stöðu okkar samkvæmt EES-samningum og að teknu tilliti til landfræðilegrar stöðu okkar. Réttast er að fara fram af festu og virðingu fyrir okkar stöðu í samskiptum ríkja. Ef eitthvað á að vera tilefni til íslenskrar samstöðu þá er það þetta: Við ættum ekki að biðja um undanþágu. Við eigum ekki bara sæti við borðið – við eigum hreinlega rétt á því. Höfundur er hagfræðingur og fyrrverandi formaður Heimssýnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Sjá meira
Í umræðum um mögulegar refsitolla Evrópusambandsins, vegna viðskiptaátaka við Bandaríkin, hefur norska ríkisstjórnin hafið viðræður við ESB um að fá undanþágur fyrir útflutning sinn. Þetta varðar vitaskuld Íslands því bæði löndin eiga aðild að EES og ættu að njóta jafnræðis á sameiginlegum markaði. En spyrja má: Af hverju ættu Ísland eða Noregur að þurfa að biðja um undanþágur? Bæði ríki eiga aðild að EES-samningnum, sem tryggir að varningur frá EES-ríkjum sem fellur undir samninginn eigi frjálsan aðgang að innri markaði ESB – á sama grundvelli og vörur innan sambandsins. Þetta á ekki bara við í góðu árferði heldur sérstaklega þegar verndaraðgerðir og viðskiptadeilur skekja markaðinn. Í þessu sambandi er rétt að benda á að EFTA-ríkin – Noregur, Ísland og Liechtenstein – greiða sérstaka greiðslu á sjö ára fresti fyrir aðgang að innri markaði ESB. Á sjö ára fresti er samið sérstaklega um framlög EFTA-ríkjanna til Uppbyggingarsjóðs EES en bæði EFTA og ESB hafa vísað til þessa framlags sem sérstaks „verðmiða“ fyrir aðgang að innri markaði ESB. Nægir að vísa hér til samkomulags EFTA-ríkjanna og ESB frá desember 2023 en þar samþykktu EFTA-ríkin að greiða á tímabilinu 2021-2028 samtals 2,8 milljarða evra fyrir aðgang (um það bil 400 milljarða króna) að innri markaði ESB. Mætti því segja að EFTA-ríkin eiga kröfu til þess að vörur þeirra séu ekki skotmark verndaraðgerða ESB. Undanþágur gefa ranga mynd Þegar stjórnmálamenn tala um að „sækjast eftir undanþágum“ eða „vonast til að komast hjá áhrifum“ gefur þetta til kynna að við stöndum utan við reglurnar – að við séum háð góðvild Brussel. Slíkt tal er pólitískt og lagalega skaðlegt, því það gefur ranga mynd af stöðu Íslands í EES-samstarfinu. Rétt nálgun er sú að Ísland eigi að gera kröfu um jafna meðferð, og árétta um leið að verndaraðgerðir ESB sem bitna á öðum EES-ríkjum séu brot á grunnreglum samningsins. Í 17. grein EES-samningsins segir að samningsaðilar skuli „forðast öll ráðstafanir sem kynnu að stofna framkvæmd þessa samnings í hættu.“ Enn skýrara kemur fram í 19. grein að ef efnahagsleg vandamál koma upp, megi aðgerðir sem gripið er til ekki hafa í för með sér „óhóflegar hindranir“ eða „truflandi áhrif á viðskipti milli samningsaðila“. Þar er einnig kveðið á um að samráð skuli eiga sér stað áður en gripið er til slíkra ráðstafana, og þær þurfi að vera „tímabundnar og hófstilltar“. Þetta á beint við um tollaaðgerðir af því tagi sem ESB er að íhuga nú í tollastríðinu við Bandaríkin. Samstöðutónn – en ekki undirgefni Auðvitað er skynsamlegt að samræma afstöðu við Noreg. En Ísland á ekki að fara inn í þessar umræður með undirgefni. Við eigum að tala af sjálfsöryggi og byggja á rétti í lagalegum ramma EES-samningsins, auk landfræðilegrar og hernaðarlegrar stöðu landsins á tímum mikilla sviptinga í samskiptum ríkja. Ef ESB beitir sér með þessum hætti gagnvart EES-ríkjum eftir hentugleika eða pólitísku þrýstingi, þá er EES-samningurinn ekki þar sem hann átti að vera. Stjórnmálamenn ættu að tala af afdráttarleysi Ef stjórnmálamenn á Íslandi tala eins og þeir þurfi að „biðja um undanþágu“, er hætta á að þeir gefi Brussel leyfi til að hugsa þannig líka. Við eigum að árétta stöðu okkar samkvæmt EES-samningum og að teknu tilliti til landfræðilegrar stöðu okkar. Réttast er að fara fram af festu og virðingu fyrir okkar stöðu í samskiptum ríkja. Ef eitthvað á að vera tilefni til íslenskrar samstöðu þá er það þetta: Við ættum ekki að biðja um undanþágu. Við eigum ekki bara sæti við borðið – við eigum hreinlega rétt á því. Höfundur er hagfræðingur og fyrrverandi formaður Heimssýnar.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun