Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar 7. apríl 2025 14:46 Þegar fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar kom út á dögunum ráku margir upp stór augu. Boðaður er óvæntur og alvarlegur niðurskurður í menntamálum. Niðurskurður sem mun stórskaða menntakerfið okkar til framtíðar. Ef við lítum á kafla 22 í áætluninni sem heitir Önnur skólastig og stjórnsýsla menntamála sem eru meðal annars leik- og grunnskólastigið, þá má þar greina metnaðarfulla framtíðarsýn, markmið og stefnu. En svo kemur það sem mér finnst ótrúlegt. Skera á niður útgjaldarammann um 1,5 milljarð á tímabili áætlunarinnar og þar af 1 milljarð milli 2025 og 2026. Að fella niður tímabundnar fjárheimildir er línan sem er lögð. Hvað það þýðir er ekki sérstaklega útskýrt í áætluninni; en í raunveruleikanum þýðir það – að fjöldi mikilvægra verkefna verða lögð niður. Verkefni sem voru sett af stað til þess að ná þeim markmiðum og þeirri framtíðarsýn, sem skeytt var framan við niðurskurðarfréttinar. Meðal þessara verkefna sem hér um ræðir eru ofbeldisforvarnir barna, inngilding erlendra foreldra inn í skólasamfélagið og Farsældarsáttmálinn sem hefur hrundið af stað bylgju í eflingu foreldrasamstarfs, sem hefur vaxið jafnt og þétt á síðustu tveimur árum, frá því að Farsældasáttmáli Heimilis og skóla var kynntur til leiks. Hvert sem litið er, hvort sem það eru rannsóknir eða okkar eigin upplifun, þá er mikill samhljómur meðal foreldra og innan skólasamfélagsins um mikilvægi þessara verkefna. Pisa könnunin tekur undir þetta og helgar þessu málefni sérkafla í síðustu útgáfu PISA. Þar kemur skírt fram, að verri árangur í námi megi að miklu leiti rekja til minni þátttöku foreldra. Þessari þróun þarf að snúa við, en það er ljóst að það gerist ekki í tómarúmi né án stuðnings frá opinberum aðilum. Í þessum pistli vísa ég eingöngu í einn kafla áætlunarinnar sem tengist menntun barna, en hvert sem er litið og hvar sem stungið er niður í áætlun ríkisstjórnarinnar; þar er boðaður niðurskurður. Niðurskurður sem mun hafa veruleg og neikvæð áhrif á menntun og umhverfi barna okkar. Ég hvet alla sem láta sig málefni barna og menntun varða, að mótmæla þessum glórulausa niðurskurði sem við stöndum nú fyrir. Höfundur er framkvæmdarstjóri Heimils og skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Börn og uppeldi Mest lesið „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar kom út á dögunum ráku margir upp stór augu. Boðaður er óvæntur og alvarlegur niðurskurður í menntamálum. Niðurskurður sem mun stórskaða menntakerfið okkar til framtíðar. Ef við lítum á kafla 22 í áætluninni sem heitir Önnur skólastig og stjórnsýsla menntamála sem eru meðal annars leik- og grunnskólastigið, þá má þar greina metnaðarfulla framtíðarsýn, markmið og stefnu. En svo kemur það sem mér finnst ótrúlegt. Skera á niður útgjaldarammann um 1,5 milljarð á tímabili áætlunarinnar og þar af 1 milljarð milli 2025 og 2026. Að fella niður tímabundnar fjárheimildir er línan sem er lögð. Hvað það þýðir er ekki sérstaklega útskýrt í áætluninni; en í raunveruleikanum þýðir það – að fjöldi mikilvægra verkefna verða lögð niður. Verkefni sem voru sett af stað til þess að ná þeim markmiðum og þeirri framtíðarsýn, sem skeytt var framan við niðurskurðarfréttinar. Meðal þessara verkefna sem hér um ræðir eru ofbeldisforvarnir barna, inngilding erlendra foreldra inn í skólasamfélagið og Farsældarsáttmálinn sem hefur hrundið af stað bylgju í eflingu foreldrasamstarfs, sem hefur vaxið jafnt og þétt á síðustu tveimur árum, frá því að Farsældasáttmáli Heimilis og skóla var kynntur til leiks. Hvert sem litið er, hvort sem það eru rannsóknir eða okkar eigin upplifun, þá er mikill samhljómur meðal foreldra og innan skólasamfélagsins um mikilvægi þessara verkefna. Pisa könnunin tekur undir þetta og helgar þessu málefni sérkafla í síðustu útgáfu PISA. Þar kemur skírt fram, að verri árangur í námi megi að miklu leiti rekja til minni þátttöku foreldra. Þessari þróun þarf að snúa við, en það er ljóst að það gerist ekki í tómarúmi né án stuðnings frá opinberum aðilum. Í þessum pistli vísa ég eingöngu í einn kafla áætlunarinnar sem tengist menntun barna, en hvert sem er litið og hvar sem stungið er niður í áætlun ríkisstjórnarinnar; þar er boðaður niðurskurður. Niðurskurður sem mun hafa veruleg og neikvæð áhrif á menntun og umhverfi barna okkar. Ég hvet alla sem láta sig málefni barna og menntun varða, að mótmæla þessum glórulausa niðurskurði sem við stöndum nú fyrir. Höfundur er framkvæmdarstjóri Heimils og skóla.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun