Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar 7. apríl 2025 14:46 Þegar fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar kom út á dögunum ráku margir upp stór augu. Boðaður er óvæntur og alvarlegur niðurskurður í menntamálum. Niðurskurður sem mun stórskaða menntakerfið okkar til framtíðar. Ef við lítum á kafla 22 í áætluninni sem heitir Önnur skólastig og stjórnsýsla menntamála sem eru meðal annars leik- og grunnskólastigið, þá má þar greina metnaðarfulla framtíðarsýn, markmið og stefnu. En svo kemur það sem mér finnst ótrúlegt. Skera á niður útgjaldarammann um 1,5 milljarð á tímabili áætlunarinnar og þar af 1 milljarð milli 2025 og 2026. Að fella niður tímabundnar fjárheimildir er línan sem er lögð. Hvað það þýðir er ekki sérstaklega útskýrt í áætluninni; en í raunveruleikanum þýðir það – að fjöldi mikilvægra verkefna verða lögð niður. Verkefni sem voru sett af stað til þess að ná þeim markmiðum og þeirri framtíðarsýn, sem skeytt var framan við niðurskurðarfréttinar. Meðal þessara verkefna sem hér um ræðir eru ofbeldisforvarnir barna, inngilding erlendra foreldra inn í skólasamfélagið og Farsældarsáttmálinn sem hefur hrundið af stað bylgju í eflingu foreldrasamstarfs, sem hefur vaxið jafnt og þétt á síðustu tveimur árum, frá því að Farsældasáttmáli Heimilis og skóla var kynntur til leiks. Hvert sem litið er, hvort sem það eru rannsóknir eða okkar eigin upplifun, þá er mikill samhljómur meðal foreldra og innan skólasamfélagsins um mikilvægi þessara verkefna. Pisa könnunin tekur undir þetta og helgar þessu málefni sérkafla í síðustu útgáfu PISA. Þar kemur skírt fram, að verri árangur í námi megi að miklu leiti rekja til minni þátttöku foreldra. Þessari þróun þarf að snúa við, en það er ljóst að það gerist ekki í tómarúmi né án stuðnings frá opinberum aðilum. Í þessum pistli vísa ég eingöngu í einn kafla áætlunarinnar sem tengist menntun barna, en hvert sem er litið og hvar sem stungið er niður í áætlun ríkisstjórnarinnar; þar er boðaður niðurskurður. Niðurskurður sem mun hafa veruleg og neikvæð áhrif á menntun og umhverfi barna okkar. Ég hvet alla sem láta sig málefni barna og menntun varða, að mótmæla þessum glórulausa niðurskurði sem við stöndum nú fyrir. Höfundur er framkvæmdarstjóri Heimils og skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Börn og uppeldi Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Þegar fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar kom út á dögunum ráku margir upp stór augu. Boðaður er óvæntur og alvarlegur niðurskurður í menntamálum. Niðurskurður sem mun stórskaða menntakerfið okkar til framtíðar. Ef við lítum á kafla 22 í áætluninni sem heitir Önnur skólastig og stjórnsýsla menntamála sem eru meðal annars leik- og grunnskólastigið, þá má þar greina metnaðarfulla framtíðarsýn, markmið og stefnu. En svo kemur það sem mér finnst ótrúlegt. Skera á niður útgjaldarammann um 1,5 milljarð á tímabili áætlunarinnar og þar af 1 milljarð milli 2025 og 2026. Að fella niður tímabundnar fjárheimildir er línan sem er lögð. Hvað það þýðir er ekki sérstaklega útskýrt í áætluninni; en í raunveruleikanum þýðir það – að fjöldi mikilvægra verkefna verða lögð niður. Verkefni sem voru sett af stað til þess að ná þeim markmiðum og þeirri framtíðarsýn, sem skeytt var framan við niðurskurðarfréttinar. Meðal þessara verkefna sem hér um ræðir eru ofbeldisforvarnir barna, inngilding erlendra foreldra inn í skólasamfélagið og Farsældarsáttmálinn sem hefur hrundið af stað bylgju í eflingu foreldrasamstarfs, sem hefur vaxið jafnt og þétt á síðustu tveimur árum, frá því að Farsældasáttmáli Heimilis og skóla var kynntur til leiks. Hvert sem litið er, hvort sem það eru rannsóknir eða okkar eigin upplifun, þá er mikill samhljómur meðal foreldra og innan skólasamfélagsins um mikilvægi þessara verkefna. Pisa könnunin tekur undir þetta og helgar þessu málefni sérkafla í síðustu útgáfu PISA. Þar kemur skírt fram, að verri árangur í námi megi að miklu leiti rekja til minni þátttöku foreldra. Þessari þróun þarf að snúa við, en það er ljóst að það gerist ekki í tómarúmi né án stuðnings frá opinberum aðilum. Í þessum pistli vísa ég eingöngu í einn kafla áætlunarinnar sem tengist menntun barna, en hvert sem er litið og hvar sem stungið er niður í áætlun ríkisstjórnarinnar; þar er boðaður niðurskurður. Niðurskurður sem mun hafa veruleg og neikvæð áhrif á menntun og umhverfi barna okkar. Ég hvet alla sem láta sig málefni barna og menntun varða, að mótmæla þessum glórulausa niðurskurði sem við stöndum nú fyrir. Höfundur er framkvæmdarstjóri Heimils og skóla.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar