Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar 6. apríl 2025 21:31 Í gamla daga tóku allir píptest. Þegar skólaíþróttir hétu leikfimi og það mátti líka kenna sund í 10. bekk og menntaskóla. Breyttir tímar og það allt. Sjálfum fannst mér gaman að hlaupa og taka píptest, en ég geri mér fyllilega grein fyrir því að öðrum fannst það minna skemmtilegt. Einhverjir eru alltaf með hjartað í buxunum sama hvernig viðrar og aðrir við mismunandi aðstæður. Hornaföllin fara illa í suma. Stafsetning í aðra, og þar er ég meðtalinn. Ég held að væri samt ekki betur settur ef mér hefði verið gefinn afsláttur á að læra góða stafsetningu því ég var svo kvíðin fyrir stafsetningarprófum. Það hefur verið jafn vinsælt að tala niður píptest og skólasund síðustu ár. Umboðsmaður barna hefur líka látið sig málið varða. Þegar hann er ekki of upptekinn við að berjast fyrir réttindum barna til símanotkunar á skólatíma. Skiljanlega. Það er auðvelt að fella nokkrar pólitískar keilur og ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Þetta gefur píptestinu þó gífurlega mikið vægi. Að það skuli búa gjaldfrjálst í hugum ákveðinna einstaklinga veldur mér áhyggjum. Ástæða þess að ég læt mig þetta varða er sú að þó ekki hafi verið notað píptest á mínum vinnustað (við notum aðlagað cooperpróf) eins lengi og ég hef verið þar hafa nemendur sem aldrei hafa tekið píptest komið inn til mín skelfingu lostnir og spurt ,, er Píptest í dag”. Þá spyr ég, hvaðan kemur þetta, og er það eðlilegt. En þá vil ég einnig nefna að komið hafa til mín nemendur, fullir eldmóð og spurt hvenær getum við tekið píptest. Þessi ótti má kannski rekja til upplifunar foreldra nemanda, af kennslu sem hitti ekki í mark. Neikvæðustu viðhorfunum er kannski bara gefið mest undir fótinn í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Þennan ótta má skýra með prófum sem ekki var markvisst æft sig fyrir, tekið einu sinni á skólári og jafnvel eina mælingin sem gefið var einkunn fyrir. Sem er einstaklega óskilvirkt. Nemandinn sem tekur fullan þátt alla önnina, en á ekki möguleika á að bæta sig. Er þá furða að andstaðan við prófið sé eins og hún er? Stöðluð próf gera gang, og þau mega alveg vera krefjandi, en þau virka best þegar nemendur sjá ávinning í þeim, ekki bara sem einkunn í mentor. Og þá verður það vonandi eldmóðshvetjandi frekar en kvíðavaldandi Höfundur er SKÓLAíþróttakennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Íþróttir barna Davíð Már Sigurðsson Grunnskólar Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Breytum viðhorfi til veikindaréttar Bjarni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Í gamla daga tóku allir píptest. Þegar skólaíþróttir hétu leikfimi og það mátti líka kenna sund í 10. bekk og menntaskóla. Breyttir tímar og það allt. Sjálfum fannst mér gaman að hlaupa og taka píptest, en ég geri mér fyllilega grein fyrir því að öðrum fannst það minna skemmtilegt. Einhverjir eru alltaf með hjartað í buxunum sama hvernig viðrar og aðrir við mismunandi aðstæður. Hornaföllin fara illa í suma. Stafsetning í aðra, og þar er ég meðtalinn. Ég held að væri samt ekki betur settur ef mér hefði verið gefinn afsláttur á að læra góða stafsetningu því ég var svo kvíðin fyrir stafsetningarprófum. Það hefur verið jafn vinsælt að tala niður píptest og skólasund síðustu ár. Umboðsmaður barna hefur líka látið sig málið varða. Þegar hann er ekki of upptekinn við að berjast fyrir réttindum barna til símanotkunar á skólatíma. Skiljanlega. Það er auðvelt að fella nokkrar pólitískar keilur og ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur. Þetta gefur píptestinu þó gífurlega mikið vægi. Að það skuli búa gjaldfrjálst í hugum ákveðinna einstaklinga veldur mér áhyggjum. Ástæða þess að ég læt mig þetta varða er sú að þó ekki hafi verið notað píptest á mínum vinnustað (við notum aðlagað cooperpróf) eins lengi og ég hef verið þar hafa nemendur sem aldrei hafa tekið píptest komið inn til mín skelfingu lostnir og spurt ,, er Píptest í dag”. Þá spyr ég, hvaðan kemur þetta, og er það eðlilegt. En þá vil ég einnig nefna að komið hafa til mín nemendur, fullir eldmóð og spurt hvenær getum við tekið píptest. Þessi ótti má kannski rekja til upplifunar foreldra nemanda, af kennslu sem hitti ekki í mark. Neikvæðustu viðhorfunum er kannski bara gefið mest undir fótinn í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Þennan ótta má skýra með prófum sem ekki var markvisst æft sig fyrir, tekið einu sinni á skólári og jafnvel eina mælingin sem gefið var einkunn fyrir. Sem er einstaklega óskilvirkt. Nemandinn sem tekur fullan þátt alla önnina, en á ekki möguleika á að bæta sig. Er þá furða að andstaðan við prófið sé eins og hún er? Stöðluð próf gera gang, og þau mega alveg vera krefjandi, en þau virka best þegar nemendur sjá ávinning í þeim, ekki bara sem einkunn í mentor. Og þá verður það vonandi eldmóðshvetjandi frekar en kvíðavaldandi Höfundur er SKÓLAíþróttakennari
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar