Innlent

Lík­lega fórnar­lömb mansals og ó­hugnan­legt mynd­band af á­rás á bráðaliða

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld.
Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar les fréttir í kvöld. Vilhelm

Tvær unglingsstúlkur eru í gæsluvarðhaldi hjá lögreglunni á Suðurnesjum grunaðar um innflutning á tuttugu þúsund töflum af Nitazene. Framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands telur stúlkurnar í viðkvæmri stöðu. Í svona málum sé oftast um að ræða fórnarlömb mansals. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þá verður fjallað um myndband, sem sýnir árás ísraelskra hermanna á hóp palestínskra viðbragðsaðila á Gasa. Lík fimmtán viðbragðsaðila fundust fyrir viku síðan í fjöldagröf nærri Rafah. Viku áður höfðu ísraelskir hermenn skotið þá til bana. Ísraelsmenn segja að gerð hafi verið mistök. 

Í kvöldfréttunum hittum við á Sigurð Ragnarsson veðurfræðing, sem er betur þekktur sem Siggi stormur - hann ætlar að rýna í veðrið með okkur. Allt að átján stigum er spáð á landinu á morgun .

Og við hittum Birgi Karl Óskarsson, föður Bryndísar Klöru, en góðgerðarpítsa til styrktar styrktarsjóði Bryndísar fer í sölu á Dómínós á morgun. Söluhagnaðurinn rennur óskiptur til styrktarsjóðsins en Bryndís Klara var starfsmaður Dominos áður en hún var myrt á Menningarnótt í fyrra.

Nóg er um að vera í sportinu. Besta deild karla var að hefjast, sem markar upphaf fótboltasumarsins. Nóg er um að vera í enska boltanum og ríkjandi heimsmeistari í Formúlu 1 bar sigur úr býtum í Japan. 

Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan:

Klippa: Kvöldfréttir 6. apríl 2025



Fleiri fréttir

Sjá meira


×