Þá verður fjallað um myndband, sem sýnir árás ísraelskra hermanna á hóp palestínskra viðbragðsaðila á Gasa. Lík fimmtán viðbragðsaðila fundust fyrir viku síðan í fjöldagröf nærri Rafah. Viku áður höfðu ísraelskir hermenn skotið þá til bana. Ísraelsmenn segja að gerð hafi verið mistök.
Í kvöldfréttunum hittum við á Sigurð Ragnarsson veðurfræðing, sem er betur þekktur sem Siggi stormur - hann ætlar að rýna í veðrið með okkur. Allt að átján stigum er spáð á landinu á morgun .
Og við hittum Birgi Karl Óskarsson, föður Bryndísar Klöru, en góðgerðarpítsa til styrktar styrktarsjóði Bryndísar fer í sölu á Dómínós á morgun. Söluhagnaðurinn rennur óskiptur til styrktarsjóðsins en Bryndís Klara var starfsmaður Dominos áður en hún var myrt á Menningarnótt í fyrra.
Nóg er um að vera í sportinu. Besta deild karla var að hefjast, sem markar upphaf fótboltasumarsins. Nóg er um að vera í enska boltanum og ríkjandi heimsmeistari í Formúlu 1 bar sigur úr býtum í Japan.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 má sjá í heild sinni hér að neðan: