„Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Aron Guðmundsson skrifar 2. apríl 2025 14:30 Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls er klár í komandi úrslitakeppni sem hefst í kvöld í Bónus deild karla. Vísir/Jón Gautur Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður deildarmeistara Tindastóls í Bónus deild karla, segir liðið þurfa að stimpla sig inn af krafti strax í fyrsta leik sem sigurstranglegra liðið gegn Keflavík í fyrstu umferð í úrslitakeppni deildarinnar sem hefst í kvöld. Nýleg úrslit í Bónus deild kvenna virki á Stólana sem víti til varnaðar. „Við komum klárlega inn sem sigurstranglegra liðið en við höfum spilað þrjá leiki við þá á tímabilinu og þeir hafa unnið okkur í tvígang,“ segir Pétur Rúnar um einvígið gegn Keflavík í samtali við íþróttadeild. „Við þurfum bara að mæta klárir. Það er ekkert annað sem kemur til greina. Ef við ætlum okkur að mæta sofandi inn í þetta einvígi þá eru þeir með hæfileika út um allt í sínum hópi sem getur verið erfitt að stöðva. Það er því undir okkur komið að hamra járnið á meðan að það er heitt. Það er eins og við höfum náð að fínstilla okkur aðeins betur heldur en þeir og viljum ekki gefa þeim séns á því að það fari eitthvað að smella hjá þeim núna á næstu dögum. Við þurfum að mæta klárir og stimpla okkur inn með krafti strax í fyrsta leik.“ Stólarnir fóru auðveldlega í gegnum Keflavík í Síkinu fyrir ekki svo löngu síðan en nýleg úrslit í fyrstu leikjum í úrslitakeppni Bónus deildar kvenna virka á þá sem víti til varnaðar um að ekki sé hægt að ganga að neinu vísu. „Við erum búnir að sjá það í Bónus deild kvenna að liðið í sæti átta, Grindavík, vann deildarmeistara Hauka í fyrsta leik þeirra. Við viljum ekki að það endurtaki sig hjá okkur í kvöld. Við þurfum því að mæta klárir.“ Meðbyrinn með Tindastóls liðinu hefur verið mikill á yfirstandandi tímabili, gjörólík staða en sú sem blasti við liðinu í úrslitakeppni síðasta tímabils þar sem að liðið var langt frá sínu besta og endaði í 7.sæti deildarkeppninnar. Pétur finnur mun á því hvernig lið Tindastóls kemur inn í úrslitakeppnina núna. „Já klárlega. Tímabilið í fyrra var erfitt, mikið um lægðir þar en núna hefur þetta verið stöðugra og við erum, að ég tel, á mjög góðum stað og ætlum að sýna fram á það út tímabilið. Menn eru spenntir. Við fengum smá smjörþefinn af úrslitakeppni stemningunni í leiknum gegn Val í Síkinu í lokaumferðinni.“ Hafa leikmennirnir sem komu nýir inn í ykkar lið á þessu tímabili fengið andlegan undirbúning fyrir úrslitakeppnina í Síkinu og stemninguna sem því fylgir? „Ekki þannig en þeir hafa nú margir hverjir spilað á ansi háu gæðastigi úti og ætli þeir hafi ekki spilað í stórborgum hér og þar í mikilli stemningu. Þeir munu hins vegar sjá að það er hægt að mynda ansi góða stemningu hér heima á okkar leikjum og verða vonandi bara andlega klárir í þetta.“ Fyrsti leikur Tindastóls og Keflavíkur í úrslitakeppni Bónus deildar karla í körfubolta verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5 í kvöld og hefst klukkan sjö. Bónus-deild karla Tindastóll Keflavík ÍF Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fleiri fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira
„Við komum klárlega inn sem sigurstranglegra liðið en við höfum spilað þrjá leiki við þá á tímabilinu og þeir hafa unnið okkur í tvígang,“ segir Pétur Rúnar um einvígið gegn Keflavík í samtali við íþróttadeild. „Við þurfum bara að mæta klárir. Það er ekkert annað sem kemur til greina. Ef við ætlum okkur að mæta sofandi inn í þetta einvígi þá eru þeir með hæfileika út um allt í sínum hópi sem getur verið erfitt að stöðva. Það er því undir okkur komið að hamra járnið á meðan að það er heitt. Það er eins og við höfum náð að fínstilla okkur aðeins betur heldur en þeir og viljum ekki gefa þeim séns á því að það fari eitthvað að smella hjá þeim núna á næstu dögum. Við þurfum að mæta klárir og stimpla okkur inn með krafti strax í fyrsta leik.“ Stólarnir fóru auðveldlega í gegnum Keflavík í Síkinu fyrir ekki svo löngu síðan en nýleg úrslit í fyrstu leikjum í úrslitakeppni Bónus deildar kvenna virka á þá sem víti til varnaðar um að ekki sé hægt að ganga að neinu vísu. „Við erum búnir að sjá það í Bónus deild kvenna að liðið í sæti átta, Grindavík, vann deildarmeistara Hauka í fyrsta leik þeirra. Við viljum ekki að það endurtaki sig hjá okkur í kvöld. Við þurfum því að mæta klárir.“ Meðbyrinn með Tindastóls liðinu hefur verið mikill á yfirstandandi tímabili, gjörólík staða en sú sem blasti við liðinu í úrslitakeppni síðasta tímabils þar sem að liðið var langt frá sínu besta og endaði í 7.sæti deildarkeppninnar. Pétur finnur mun á því hvernig lið Tindastóls kemur inn í úrslitakeppnina núna. „Já klárlega. Tímabilið í fyrra var erfitt, mikið um lægðir þar en núna hefur þetta verið stöðugra og við erum, að ég tel, á mjög góðum stað og ætlum að sýna fram á það út tímabilið. Menn eru spenntir. Við fengum smá smjörþefinn af úrslitakeppni stemningunni í leiknum gegn Val í Síkinu í lokaumferðinni.“ Hafa leikmennirnir sem komu nýir inn í ykkar lið á þessu tímabili fengið andlegan undirbúning fyrir úrslitakeppnina í Síkinu og stemninguna sem því fylgir? „Ekki þannig en þeir hafa nú margir hverjir spilað á ansi háu gæðastigi úti og ætli þeir hafi ekki spilað í stórborgum hér og þar í mikilli stemningu. Þeir munu hins vegar sjá að það er hægt að mynda ansi góða stemningu hér heima á okkar leikjum og verða vonandi bara andlega klárir í þetta.“ Fyrsti leikur Tindastóls og Keflavíkur í úrslitakeppni Bónus deildar karla í körfubolta verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5 í kvöld og hefst klukkan sjö.
Bónus-deild karla Tindastóll Keflavík ÍF Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fleiri fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira