Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar 1. apríl 2025 10:02 Hvernig aukum við samkennd og kærleika í samfélaginu? Þessarar spurningar hefur verið spurt nánast daglega í all nokkurn tíma nú þegar við blasir að slæm hegðun og ofbeldi meðal ungmenna hefur aukist umtalsvert. Leitað er ýmissa leiða til að reyna að bregðast við, leiða sem allar eru góðra gjalda verðar. En það þarf ekki síður að reyna að komast að rótum óæskilegrar hegðunar barna sem oftar en ekki má rekja til mikillar vanlíðunar og skorts á umhyggju. Í umræðu um stöðu Þjóðkirkjunnar á Alþingi í gær varpaði ég því upp hvort ekki væri tímabært að endurskoða stöðu kristinfræði og kristinna gilda í grunnskólum landsins en sérstakri kennslu í faginu var hætt árið 2008 og bein samskipti við kirkjuna formlega aflögð innan skólanna. Að mínu mati er mikilvægt að halda kristnum gildum meira og með markvissum hætti að unga fólkinu okkar, hvað það er að vera góð manneskja og hvað það þýðir að bera raunverulega umhyggju fyrir öðrum. Kirkjan er rík af mannauði þar sem prestar og djáknar sinna sálgæslu til fólks hvar sem er á landinu og hvaða trúarbrögðum sem það fylgir, kirkjan hefur verið sameinandi afl í okkar þjóðfélagi jafnt á gleði- sem sorgarstundum. Vinaleið kirkju og skóla gafst vel Fyrir rúmum aldarfjórðungi setti Þjóðkirkjan á laggirnar í samstarfi við skóla á höfuðborgarsvæðinu, sálgæsluverkefni sem kallað var Vinaleið. Það var upphaflega skólastjóri nokkur sem fékk djákna til að koma í skólann sinn og ræða við nemanda sem átti mjög erfitt. Samtalið bar slíkan árangur að úr varð umrætt tilraunaverkefni sem náði í kjölfarið inn í fleiri skóla. Verkefninu var svo hætt eftir hörð viðbrögð einstakra foreldra sem mótmæltu því að kirkjunnar fólk kæmi inn í skólana. Að mínu mati væri vert að skoða slíka vinaleið aftur, vinaleið sem ætlað er að styrkja, leiðbeina og sætta börn og aðra innan skólanna. Slíkt yrði gert undir stjórn skólastjórnenda og kennara á hverjum stað og í samráði við foreldra. Ef vinaleið yrði komið aftur á milli kirkju og skóla er hvorki verið að tala um að eitthvert trúboð eigi sér stað í skólunum né að fræðslu um önnur trúarbrögð verði hætt. Við höfum einfaldlega þörf fyrir meiri kærleika; fáum kirkjuna til liðs við okkur aftur í því viðfangsefni að styrkja siðferðislegan grunn og gildi samfélagsins okkar. Höfundur er alþingismaður og formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rósa Guðbjartsdóttir Trúmál Skóla- og menntamál Grunnskólar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Sjá meira
Hvernig aukum við samkennd og kærleika í samfélaginu? Þessarar spurningar hefur verið spurt nánast daglega í all nokkurn tíma nú þegar við blasir að slæm hegðun og ofbeldi meðal ungmenna hefur aukist umtalsvert. Leitað er ýmissa leiða til að reyna að bregðast við, leiða sem allar eru góðra gjalda verðar. En það þarf ekki síður að reyna að komast að rótum óæskilegrar hegðunar barna sem oftar en ekki má rekja til mikillar vanlíðunar og skorts á umhyggju. Í umræðu um stöðu Þjóðkirkjunnar á Alþingi í gær varpaði ég því upp hvort ekki væri tímabært að endurskoða stöðu kristinfræði og kristinna gilda í grunnskólum landsins en sérstakri kennslu í faginu var hætt árið 2008 og bein samskipti við kirkjuna formlega aflögð innan skólanna. Að mínu mati er mikilvægt að halda kristnum gildum meira og með markvissum hætti að unga fólkinu okkar, hvað það er að vera góð manneskja og hvað það þýðir að bera raunverulega umhyggju fyrir öðrum. Kirkjan er rík af mannauði þar sem prestar og djáknar sinna sálgæslu til fólks hvar sem er á landinu og hvaða trúarbrögðum sem það fylgir, kirkjan hefur verið sameinandi afl í okkar þjóðfélagi jafnt á gleði- sem sorgarstundum. Vinaleið kirkju og skóla gafst vel Fyrir rúmum aldarfjórðungi setti Þjóðkirkjan á laggirnar í samstarfi við skóla á höfuðborgarsvæðinu, sálgæsluverkefni sem kallað var Vinaleið. Það var upphaflega skólastjóri nokkur sem fékk djákna til að koma í skólann sinn og ræða við nemanda sem átti mjög erfitt. Samtalið bar slíkan árangur að úr varð umrætt tilraunaverkefni sem náði í kjölfarið inn í fleiri skóla. Verkefninu var svo hætt eftir hörð viðbrögð einstakra foreldra sem mótmæltu því að kirkjunnar fólk kæmi inn í skólana. Að mínu mati væri vert að skoða slíka vinaleið aftur, vinaleið sem ætlað er að styrkja, leiðbeina og sætta börn og aðra innan skólanna. Slíkt yrði gert undir stjórn skólastjórnenda og kennara á hverjum stað og í samráði við foreldra. Ef vinaleið yrði komið aftur á milli kirkju og skóla er hvorki verið að tala um að eitthvert trúboð eigi sér stað í skólunum né að fræðslu um önnur trúarbrögð verði hætt. Við höfum einfaldlega þörf fyrir meiri kærleika; fáum kirkjuna til liðs við okkur aftur í því viðfangsefni að styrkja siðferðislegan grunn og gildi samfélagsins okkar. Höfundur er alþingismaður og formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar