Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir og Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifa 31. mars 2025 08:31 „Af hverju eru ekki endurtektarpróf í sálfræði og lyfjafræði?” Sem oddviti Röskvu á heilbrigðisvísindasviði er þetta spurning sem ég fæ aftur og aftur. Endurtektarpróf eru í raun mikilvægur björgunarhringur fyrir stúdenta við Háskóla Íslands. Próftímabil háskólans á það sameiginlegt með hinu íslenska sumri að vera allt of stutt. Á tæpum tveimur vikum þurfa stúdentar að taka lokapróf í allt að sex áföngum. Það er því ljóst að lokaprófin eru gríðarlegur álagspunktur á námsleið stúdenta. Fall á lokaprófi innan sálfræðideildar getur haft mikil áhrif á námsframvindu nemenda þar sem eina úrræðið er að endurtaka áfangann ári seinna, eitthvað sem seinkar útskrift a.m.k. um eitt ár. Endurtektarpróf eru til staðar í flestum deildum háskólans, bæði á heilbrigðisvísindasviði ásamt hinum fræðasviðunum. Það er kominn tími til að jafnræði gildi þvert yfir háskólann. Nemar í sálfræði eiga rétt á endurtektarprófum. Tækifæri til breytinga Rauði þráðurinn í starfi Röskvu hefur ávallt verið að tryggja jafnrétti allra til náms og tryggja jafnræði meðal deilda. Þar á meðal að tryggja öllum aðgengi að endurtektarprófum. Á stúdentaráðsfundi 5. mars 2024 lagði stúdentaráðsliði Rösvku fram tillögu um að taka undir ályktun um endurtektarpróf á heilbrigðisvísindi. Ári seinna, með Röskvu í minnihluta, hefur ekkert breyst. Ljóst er að það þarf öflugan málsvara í stúdentráði til þess að ná fram breytingum. Röskva er sá málsvari. Dæmi um afrek Röskvu í þessum málum er endurtektarpróf á félagsvísindasviði. Árið 2021 var lögð fram tillaga þess efnis að Stúdentaráð og fulltrúar stúdenta í háskólaráði myndi beita sér fyrir því að endurtektarpróf haustannar yrðu haldin í janúar í stað maí. Þetta tókst og undanfarin ár hafa endurtektarpróf verið haldin í janúar. Þessari baráttu þarf að halda áfram. Nýlega voru rektorskjör við háskólann og í því liggur tækifæri. Tækifæri sem við ætlum að nýta. Við í Röskvu höfum þegar átt samtöl við Silju Báru og hún hefur lýst sig reiðubúna til þess hefja samræður um endurtektarpróf við sálfræði- og lyfjafræðideild. Þetta yrði gífurlega mikilvægt skref í átt að jafnræði í háskólanum og er eitt af helstu málefnum Röskvu á heilbrigðisvísindasviði. Jafnræði meðal deilda Það er óásættanlegt að aðeins ákveðnar deildir við Háskóla Íslands hafi aðgang að endurtektarprófum. Röskva vill tryggja jafnræði meðal nemenda, óháð því hvaða deild þeir tilheyra. Þegar Röskva hefur haft meirihluta innan heilbrigðisvísindasviðs hefur hreyfingin náð raunverulegum árangri – við börðumst fyrir stærri Hámu á Læknagarði, við þrýstum á að Háskóli Ísland myndi hætta að tanngreina hælisleitendur, tryggðum hinseginfræðslu þvert á deildir og komum sjálfsala fyrir í Stapa. Nú er komið að því að tryggja endurtektarpróf í sálfræði- og lyfjafræðideild. Grunnstoðir að þessu verkefni hafa nú þegar verið lagðar með samtali okkar við rektorsframbjóðendur og nú þurfum við að halda áfram á þessari vegferð í gegnum stúdentaráð og sviðsráð Háskóla Íslands. Röskva vinnur þrautalaust að hagsmunum stúdenta. Andleg heilsa stúdenta Einnig lagði ég fram tillögu með forseta Röskvu, Mathiasi Braga, um að greiða aðgengi nemenda að geðheilbrigðisþjónustu. Á meðan Röskva var í meirihluta störfuðu fjórir sálfræðingar við nemendaþjónustuna – nú eru þeir aðeins 1,5 stöðugildi. Markmið okkar er að tryggja að 1 sálfræðingur sé til staðar fyrir hverja 1000 nemendur, eða 15 alls. Við náðum einnig í gegn á starfsárinu að SHÍ framkvæmi stöðumat á líðan nemenda á þriggja ára fresti til að afla áreiðanlegra gagna til að þrýsta á stjórnvöld um aukið fjármagn. Núverandi meirihluti stúdentaráðs samþykkti tillögurnar okkar. Jafnt verkefnaálag Nú á önninni mættu sálfræðinemar á 2. ári þéttu prófa- og verkefnaálagi þar sem kennararnir virðast ekki hafa átt í neinum samtölum sín á milli áður en kennsluáætlun var birt. Þetta er ekki einsdæmi, og því lagði ég fram tillögu um að SHÍ ætti að beita sér fyrir betra skipulagi innan deilda. Samræmi þarf að vera í prófa- og verkefnaáætlunum, og kennarar innan deilda skulu hafa samráð til að koma í veg fyrir ójafnt skipulag sem bitnar á námsárangri og samkeppnishæfni nemenda. Hvað gerum við næst? Röskva mun áfram beita sér fyrir því að endurtektarpróf verði í boði fyrir alla nemendur HÍ. Við munum sérstaklega beita okkur fyrir 80% þaki á lokapróf á heilbrigðisvísindasviði og fá betri úrlausn fyrir bílastæðavandann. Baráttan fyrir jöfnuði í menntakerfinu heldur áfram – og við höfum sýnt það í verki að við þrýstum með árangursríkum hætti! Tryggjum öfluga forystu sem tekur hlutverki SHÍ alvarlega. Kjósum Röskvu á Uglunni 2-3. apríl fyrir raunverulegt þrýstiafl sem tryggir stúdentum betri kjör. Höfundar eru oddviti og varamaður á framboðslista Röskvu fyrir Stúdentaráð Háskóla Íslands á Heilbrigðisvísindasviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
„Af hverju eru ekki endurtektarpróf í sálfræði og lyfjafræði?” Sem oddviti Röskvu á heilbrigðisvísindasviði er þetta spurning sem ég fæ aftur og aftur. Endurtektarpróf eru í raun mikilvægur björgunarhringur fyrir stúdenta við Háskóla Íslands. Próftímabil háskólans á það sameiginlegt með hinu íslenska sumri að vera allt of stutt. Á tæpum tveimur vikum þurfa stúdentar að taka lokapróf í allt að sex áföngum. Það er því ljóst að lokaprófin eru gríðarlegur álagspunktur á námsleið stúdenta. Fall á lokaprófi innan sálfræðideildar getur haft mikil áhrif á námsframvindu nemenda þar sem eina úrræðið er að endurtaka áfangann ári seinna, eitthvað sem seinkar útskrift a.m.k. um eitt ár. Endurtektarpróf eru til staðar í flestum deildum háskólans, bæði á heilbrigðisvísindasviði ásamt hinum fræðasviðunum. Það er kominn tími til að jafnræði gildi þvert yfir háskólann. Nemar í sálfræði eiga rétt á endurtektarprófum. Tækifæri til breytinga Rauði þráðurinn í starfi Röskvu hefur ávallt verið að tryggja jafnrétti allra til náms og tryggja jafnræði meðal deilda. Þar á meðal að tryggja öllum aðgengi að endurtektarprófum. Á stúdentaráðsfundi 5. mars 2024 lagði stúdentaráðsliði Rösvku fram tillögu um að taka undir ályktun um endurtektarpróf á heilbrigðisvísindi. Ári seinna, með Röskvu í minnihluta, hefur ekkert breyst. Ljóst er að það þarf öflugan málsvara í stúdentráði til þess að ná fram breytingum. Röskva er sá málsvari. Dæmi um afrek Röskvu í þessum málum er endurtektarpróf á félagsvísindasviði. Árið 2021 var lögð fram tillaga þess efnis að Stúdentaráð og fulltrúar stúdenta í háskólaráði myndi beita sér fyrir því að endurtektarpróf haustannar yrðu haldin í janúar í stað maí. Þetta tókst og undanfarin ár hafa endurtektarpróf verið haldin í janúar. Þessari baráttu þarf að halda áfram. Nýlega voru rektorskjör við háskólann og í því liggur tækifæri. Tækifæri sem við ætlum að nýta. Við í Röskvu höfum þegar átt samtöl við Silju Báru og hún hefur lýst sig reiðubúna til þess hefja samræður um endurtektarpróf við sálfræði- og lyfjafræðideild. Þetta yrði gífurlega mikilvægt skref í átt að jafnræði í háskólanum og er eitt af helstu málefnum Röskvu á heilbrigðisvísindasviði. Jafnræði meðal deilda Það er óásættanlegt að aðeins ákveðnar deildir við Háskóla Íslands hafi aðgang að endurtektarprófum. Röskva vill tryggja jafnræði meðal nemenda, óháð því hvaða deild þeir tilheyra. Þegar Röskva hefur haft meirihluta innan heilbrigðisvísindasviðs hefur hreyfingin náð raunverulegum árangri – við börðumst fyrir stærri Hámu á Læknagarði, við þrýstum á að Háskóli Ísland myndi hætta að tanngreina hælisleitendur, tryggðum hinseginfræðslu þvert á deildir og komum sjálfsala fyrir í Stapa. Nú er komið að því að tryggja endurtektarpróf í sálfræði- og lyfjafræðideild. Grunnstoðir að þessu verkefni hafa nú þegar verið lagðar með samtali okkar við rektorsframbjóðendur og nú þurfum við að halda áfram á þessari vegferð í gegnum stúdentaráð og sviðsráð Háskóla Íslands. Röskva vinnur þrautalaust að hagsmunum stúdenta. Andleg heilsa stúdenta Einnig lagði ég fram tillögu með forseta Röskvu, Mathiasi Braga, um að greiða aðgengi nemenda að geðheilbrigðisþjónustu. Á meðan Röskva var í meirihluta störfuðu fjórir sálfræðingar við nemendaþjónustuna – nú eru þeir aðeins 1,5 stöðugildi. Markmið okkar er að tryggja að 1 sálfræðingur sé til staðar fyrir hverja 1000 nemendur, eða 15 alls. Við náðum einnig í gegn á starfsárinu að SHÍ framkvæmi stöðumat á líðan nemenda á þriggja ára fresti til að afla áreiðanlegra gagna til að þrýsta á stjórnvöld um aukið fjármagn. Núverandi meirihluti stúdentaráðs samþykkti tillögurnar okkar. Jafnt verkefnaálag Nú á önninni mættu sálfræðinemar á 2. ári þéttu prófa- og verkefnaálagi þar sem kennararnir virðast ekki hafa átt í neinum samtölum sín á milli áður en kennsluáætlun var birt. Þetta er ekki einsdæmi, og því lagði ég fram tillögu um að SHÍ ætti að beita sér fyrir betra skipulagi innan deilda. Samræmi þarf að vera í prófa- og verkefnaáætlunum, og kennarar innan deilda skulu hafa samráð til að koma í veg fyrir ójafnt skipulag sem bitnar á námsárangri og samkeppnishæfni nemenda. Hvað gerum við næst? Röskva mun áfram beita sér fyrir því að endurtektarpróf verði í boði fyrir alla nemendur HÍ. Við munum sérstaklega beita okkur fyrir 80% þaki á lokapróf á heilbrigðisvísindasviði og fá betri úrlausn fyrir bílastæðavandann. Baráttan fyrir jöfnuði í menntakerfinu heldur áfram – og við höfum sýnt það í verki að við þrýstum með árangursríkum hætti! Tryggjum öfluga forystu sem tekur hlutverki SHÍ alvarlega. Kjósum Röskvu á Uglunni 2-3. apríl fyrir raunverulegt þrýstiafl sem tryggir stúdentum betri kjör. Höfundar eru oddviti og varamaður á framboðslista Röskvu fyrir Stúdentaráð Háskóla Íslands á Heilbrigðisvísindasviði.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun