Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir og Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifa 31. mars 2025 08:31 „Af hverju eru ekki endurtektarpróf í sálfræði og lyfjafræði?” Sem oddviti Röskvu á heilbrigðisvísindasviði er þetta spurning sem ég fæ aftur og aftur. Endurtektarpróf eru í raun mikilvægur björgunarhringur fyrir stúdenta við Háskóla Íslands. Próftímabil háskólans á það sameiginlegt með hinu íslenska sumri að vera allt of stutt. Á tæpum tveimur vikum þurfa stúdentar að taka lokapróf í allt að sex áföngum. Það er því ljóst að lokaprófin eru gríðarlegur álagspunktur á námsleið stúdenta. Fall á lokaprófi innan sálfræðideildar getur haft mikil áhrif á námsframvindu nemenda þar sem eina úrræðið er að endurtaka áfangann ári seinna, eitthvað sem seinkar útskrift a.m.k. um eitt ár. Endurtektarpróf eru til staðar í flestum deildum háskólans, bæði á heilbrigðisvísindasviði ásamt hinum fræðasviðunum. Það er kominn tími til að jafnræði gildi þvert yfir háskólann. Nemar í sálfræði eiga rétt á endurtektarprófum. Tækifæri til breytinga Rauði þráðurinn í starfi Röskvu hefur ávallt verið að tryggja jafnrétti allra til náms og tryggja jafnræði meðal deilda. Þar á meðal að tryggja öllum aðgengi að endurtektarprófum. Á stúdentaráðsfundi 5. mars 2024 lagði stúdentaráðsliði Rösvku fram tillögu um að taka undir ályktun um endurtektarpróf á heilbrigðisvísindi. Ári seinna, með Röskvu í minnihluta, hefur ekkert breyst. Ljóst er að það þarf öflugan málsvara í stúdentráði til þess að ná fram breytingum. Röskva er sá málsvari. Dæmi um afrek Röskvu í þessum málum er endurtektarpróf á félagsvísindasviði. Árið 2021 var lögð fram tillaga þess efnis að Stúdentaráð og fulltrúar stúdenta í háskólaráði myndi beita sér fyrir því að endurtektarpróf haustannar yrðu haldin í janúar í stað maí. Þetta tókst og undanfarin ár hafa endurtektarpróf verið haldin í janúar. Þessari baráttu þarf að halda áfram. Nýlega voru rektorskjör við háskólann og í því liggur tækifæri. Tækifæri sem við ætlum að nýta. Við í Röskvu höfum þegar átt samtöl við Silju Báru og hún hefur lýst sig reiðubúna til þess hefja samræður um endurtektarpróf við sálfræði- og lyfjafræðideild. Þetta yrði gífurlega mikilvægt skref í átt að jafnræði í háskólanum og er eitt af helstu málefnum Röskvu á heilbrigðisvísindasviði. Jafnræði meðal deilda Það er óásættanlegt að aðeins ákveðnar deildir við Háskóla Íslands hafi aðgang að endurtektarprófum. Röskva vill tryggja jafnræði meðal nemenda, óháð því hvaða deild þeir tilheyra. Þegar Röskva hefur haft meirihluta innan heilbrigðisvísindasviðs hefur hreyfingin náð raunverulegum árangri – við börðumst fyrir stærri Hámu á Læknagarði, við þrýstum á að Háskóli Ísland myndi hætta að tanngreina hælisleitendur, tryggðum hinseginfræðslu þvert á deildir og komum sjálfsala fyrir í Stapa. Nú er komið að því að tryggja endurtektarpróf í sálfræði- og lyfjafræðideild. Grunnstoðir að þessu verkefni hafa nú þegar verið lagðar með samtali okkar við rektorsframbjóðendur og nú þurfum við að halda áfram á þessari vegferð í gegnum stúdentaráð og sviðsráð Háskóla Íslands. Röskva vinnur þrautalaust að hagsmunum stúdenta. Andleg heilsa stúdenta Einnig lagði ég fram tillögu með forseta Röskvu, Mathiasi Braga, um að greiða aðgengi nemenda að geðheilbrigðisþjónustu. Á meðan Röskva var í meirihluta störfuðu fjórir sálfræðingar við nemendaþjónustuna – nú eru þeir aðeins 1,5 stöðugildi. Markmið okkar er að tryggja að 1 sálfræðingur sé til staðar fyrir hverja 1000 nemendur, eða 15 alls. Við náðum einnig í gegn á starfsárinu að SHÍ framkvæmi stöðumat á líðan nemenda á þriggja ára fresti til að afla áreiðanlegra gagna til að þrýsta á stjórnvöld um aukið fjármagn. Núverandi meirihluti stúdentaráðs samþykkti tillögurnar okkar. Jafnt verkefnaálag Nú á önninni mættu sálfræðinemar á 2. ári þéttu prófa- og verkefnaálagi þar sem kennararnir virðast ekki hafa átt í neinum samtölum sín á milli áður en kennsluáætlun var birt. Þetta er ekki einsdæmi, og því lagði ég fram tillögu um að SHÍ ætti að beita sér fyrir betra skipulagi innan deilda. Samræmi þarf að vera í prófa- og verkefnaáætlunum, og kennarar innan deilda skulu hafa samráð til að koma í veg fyrir ójafnt skipulag sem bitnar á námsárangri og samkeppnishæfni nemenda. Hvað gerum við næst? Röskva mun áfram beita sér fyrir því að endurtektarpróf verði í boði fyrir alla nemendur HÍ. Við munum sérstaklega beita okkur fyrir 80% þaki á lokapróf á heilbrigðisvísindasviði og fá betri úrlausn fyrir bílastæðavandann. Baráttan fyrir jöfnuði í menntakerfinu heldur áfram – og við höfum sýnt það í verki að við þrýstum með árangursríkum hætti! Tryggjum öfluga forystu sem tekur hlutverki SHÍ alvarlega. Kjósum Röskvu á Uglunni 2-3. apríl fyrir raunverulegt þrýstiafl sem tryggir stúdentum betri kjör. Höfundar eru oddviti og varamaður á framboðslista Röskvu fyrir Stúdentaráð Háskóla Íslands á Heilbrigðisvísindasviði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
„Af hverju eru ekki endurtektarpróf í sálfræði og lyfjafræði?” Sem oddviti Röskvu á heilbrigðisvísindasviði er þetta spurning sem ég fæ aftur og aftur. Endurtektarpróf eru í raun mikilvægur björgunarhringur fyrir stúdenta við Háskóla Íslands. Próftímabil háskólans á það sameiginlegt með hinu íslenska sumri að vera allt of stutt. Á tæpum tveimur vikum þurfa stúdentar að taka lokapróf í allt að sex áföngum. Það er því ljóst að lokaprófin eru gríðarlegur álagspunktur á námsleið stúdenta. Fall á lokaprófi innan sálfræðideildar getur haft mikil áhrif á námsframvindu nemenda þar sem eina úrræðið er að endurtaka áfangann ári seinna, eitthvað sem seinkar útskrift a.m.k. um eitt ár. Endurtektarpróf eru til staðar í flestum deildum háskólans, bæði á heilbrigðisvísindasviði ásamt hinum fræðasviðunum. Það er kominn tími til að jafnræði gildi þvert yfir háskólann. Nemar í sálfræði eiga rétt á endurtektarprófum. Tækifæri til breytinga Rauði þráðurinn í starfi Röskvu hefur ávallt verið að tryggja jafnrétti allra til náms og tryggja jafnræði meðal deilda. Þar á meðal að tryggja öllum aðgengi að endurtektarprófum. Á stúdentaráðsfundi 5. mars 2024 lagði stúdentaráðsliði Rösvku fram tillögu um að taka undir ályktun um endurtektarpróf á heilbrigðisvísindi. Ári seinna, með Röskvu í minnihluta, hefur ekkert breyst. Ljóst er að það þarf öflugan málsvara í stúdentráði til þess að ná fram breytingum. Röskva er sá málsvari. Dæmi um afrek Röskvu í þessum málum er endurtektarpróf á félagsvísindasviði. Árið 2021 var lögð fram tillaga þess efnis að Stúdentaráð og fulltrúar stúdenta í háskólaráði myndi beita sér fyrir því að endurtektarpróf haustannar yrðu haldin í janúar í stað maí. Þetta tókst og undanfarin ár hafa endurtektarpróf verið haldin í janúar. Þessari baráttu þarf að halda áfram. Nýlega voru rektorskjör við háskólann og í því liggur tækifæri. Tækifæri sem við ætlum að nýta. Við í Röskvu höfum þegar átt samtöl við Silju Báru og hún hefur lýst sig reiðubúna til þess hefja samræður um endurtektarpróf við sálfræði- og lyfjafræðideild. Þetta yrði gífurlega mikilvægt skref í átt að jafnræði í háskólanum og er eitt af helstu málefnum Röskvu á heilbrigðisvísindasviði. Jafnræði meðal deilda Það er óásættanlegt að aðeins ákveðnar deildir við Háskóla Íslands hafi aðgang að endurtektarprófum. Röskva vill tryggja jafnræði meðal nemenda, óháð því hvaða deild þeir tilheyra. Þegar Röskva hefur haft meirihluta innan heilbrigðisvísindasviðs hefur hreyfingin náð raunverulegum árangri – við börðumst fyrir stærri Hámu á Læknagarði, við þrýstum á að Háskóli Ísland myndi hætta að tanngreina hælisleitendur, tryggðum hinseginfræðslu þvert á deildir og komum sjálfsala fyrir í Stapa. Nú er komið að því að tryggja endurtektarpróf í sálfræði- og lyfjafræðideild. Grunnstoðir að þessu verkefni hafa nú þegar verið lagðar með samtali okkar við rektorsframbjóðendur og nú þurfum við að halda áfram á þessari vegferð í gegnum stúdentaráð og sviðsráð Háskóla Íslands. Röskva vinnur þrautalaust að hagsmunum stúdenta. Andleg heilsa stúdenta Einnig lagði ég fram tillögu með forseta Röskvu, Mathiasi Braga, um að greiða aðgengi nemenda að geðheilbrigðisþjónustu. Á meðan Röskva var í meirihluta störfuðu fjórir sálfræðingar við nemendaþjónustuna – nú eru þeir aðeins 1,5 stöðugildi. Markmið okkar er að tryggja að 1 sálfræðingur sé til staðar fyrir hverja 1000 nemendur, eða 15 alls. Við náðum einnig í gegn á starfsárinu að SHÍ framkvæmi stöðumat á líðan nemenda á þriggja ára fresti til að afla áreiðanlegra gagna til að þrýsta á stjórnvöld um aukið fjármagn. Núverandi meirihluti stúdentaráðs samþykkti tillögurnar okkar. Jafnt verkefnaálag Nú á önninni mættu sálfræðinemar á 2. ári þéttu prófa- og verkefnaálagi þar sem kennararnir virðast ekki hafa átt í neinum samtölum sín á milli áður en kennsluáætlun var birt. Þetta er ekki einsdæmi, og því lagði ég fram tillögu um að SHÍ ætti að beita sér fyrir betra skipulagi innan deilda. Samræmi þarf að vera í prófa- og verkefnaáætlunum, og kennarar innan deilda skulu hafa samráð til að koma í veg fyrir ójafnt skipulag sem bitnar á námsárangri og samkeppnishæfni nemenda. Hvað gerum við næst? Röskva mun áfram beita sér fyrir því að endurtektarpróf verði í boði fyrir alla nemendur HÍ. Við munum sérstaklega beita okkur fyrir 80% þaki á lokapróf á heilbrigðisvísindasviði og fá betri úrlausn fyrir bílastæðavandann. Baráttan fyrir jöfnuði í menntakerfinu heldur áfram – og við höfum sýnt það í verki að við þrýstum með árangursríkum hætti! Tryggjum öfluga forystu sem tekur hlutverki SHÍ alvarlega. Kjósum Röskvu á Uglunni 2-3. apríl fyrir raunverulegt þrýstiafl sem tryggir stúdentum betri kjör. Höfundar eru oddviti og varamaður á framboðslista Röskvu fyrir Stúdentaráð Háskóla Íslands á Heilbrigðisvísindasviði.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun