Trump „mjög reiður“ út í Pútín Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 30. mars 2025 23:12 Myndin sýnir fund forsetanna tveggja í Hamborg árið 2017. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist vera mjög reiður út í Vladímír Pútín, forseta Rússlands, vegna árása Pútíns á trúverðugleika Vólódímírs Selenskís, forseta Úkraínu. Trump hótar enn fleiri tollgjöldum skyldi Pútín ekki halda áfram í vopnahlésviðræðum. „Ef að Rússland og ég getum ekki náð samkomulagi um að stöðva blóðsúthellingar í Úkraínu, og ef ég held að það sé Rússum að kenna, það þarf ekki að vera, þá ætla ég ætla setja fleiri tollgjöld á alla olíu sem kemur frá Rússland,“ sagði Trump í viðtali NBC sem breska ríkisútvarpið fjallar um. Trump hótaði að setja 50 prósent tollgjöld á olíu frá Rússlandi. Þá var hann óánægður með að Pútín hafi ráðist á trúverðugleika Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu. „Það má segja að ég hafi verið mjög reiður þegar Pútín byrjaði að setja út á trúverðugleika Selenskí,“ sagði Trump. Stefna Trumps virðist vera breytast þar sem hann hefur áður sett mikið út á Selenskí, til að mynda þegar Selenskí heimsótti Hvíta húsið í lok febrúar. Fulltrúar Bandaríkjanna og Rússa hafa fundað í Sádí Arabíu um friðarsamkomulag á milli Rússa og Úkraínumanna. Fyrr í vikunni sammæltust þeir um vopnahlé á Svartahafi. Einnig á samkomulagið að fela í sér að árásum á orkuinnviði í Úkraínu og Rússlandi verði hætt. Í staðinn ætli Bandaríkjamenn að hjálpa Rússum við að auka útflutning. Trump hótaði að ef Rússar myndu ekki fylgja vopnahléinu eftir myndi hann setja fleiri tolla á rússneskar vörur sem seldar eru í Bandaríkjunum. Hann hótar einnig aukatollum, sem leggjast á vörur frá löndum sem kaupa enn olíu frá Rússlandi. Það eru helst Kína og Indland. Opinn fyrir þriðja kjörtímabilinu Í sama viðtalinu sagðist Trump ekki útiloka að hann myndi sækjast eftir þriðja kjörtímabilinu sem forseti. Lög í Bandaríkjunum kveða á um að forseti megi einungis sinna embættinu í samtals tvö kjörtímabil. „Mjög margir vilja að ég geri það,“ sagði Trump. „En ég meina, ég segi þeim að við eigum langt í land.“ Donald Trump Bandaríkin Rússland Vladimír Pútín Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
„Ef að Rússland og ég getum ekki náð samkomulagi um að stöðva blóðsúthellingar í Úkraínu, og ef ég held að það sé Rússum að kenna, það þarf ekki að vera, þá ætla ég ætla setja fleiri tollgjöld á alla olíu sem kemur frá Rússland,“ sagði Trump í viðtali NBC sem breska ríkisútvarpið fjallar um. Trump hótaði að setja 50 prósent tollgjöld á olíu frá Rússlandi. Þá var hann óánægður með að Pútín hafi ráðist á trúverðugleika Vólódímírs Selenskí, forseta Úkraínu. „Það má segja að ég hafi verið mjög reiður þegar Pútín byrjaði að setja út á trúverðugleika Selenskí,“ sagði Trump. Stefna Trumps virðist vera breytast þar sem hann hefur áður sett mikið út á Selenskí, til að mynda þegar Selenskí heimsótti Hvíta húsið í lok febrúar. Fulltrúar Bandaríkjanna og Rússa hafa fundað í Sádí Arabíu um friðarsamkomulag á milli Rússa og Úkraínumanna. Fyrr í vikunni sammæltust þeir um vopnahlé á Svartahafi. Einnig á samkomulagið að fela í sér að árásum á orkuinnviði í Úkraínu og Rússlandi verði hætt. Í staðinn ætli Bandaríkjamenn að hjálpa Rússum við að auka útflutning. Trump hótaði að ef Rússar myndu ekki fylgja vopnahléinu eftir myndi hann setja fleiri tolla á rússneskar vörur sem seldar eru í Bandaríkjunum. Hann hótar einnig aukatollum, sem leggjast á vörur frá löndum sem kaupa enn olíu frá Rússlandi. Það eru helst Kína og Indland. Opinn fyrir þriðja kjörtímabilinu Í sama viðtalinu sagðist Trump ekki útiloka að hann myndi sækjast eftir þriðja kjörtímabilinu sem forseti. Lög í Bandaríkjunum kveða á um að forseti megi einungis sinna embættinu í samtals tvö kjörtímabil. „Mjög margir vilja að ég geri það,“ sagði Trump. „En ég meina, ég segi þeim að við eigum langt í land.“
Donald Trump Bandaríkin Rússland Vladimír Pútín Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira