Erfitt að átta sig á áformum Trumps Bjarki Sigurðsson og Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifa 30. mars 2025 20:19 Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum og Rússlandi. Vísir/Frikki Sérfræðingur í alþjóðamálum segir kveða við nýjan tón hjá Bandaríkjamönnum vegna Grænlands. Bandaríkjaforseti sé hins vegar ólíkindatól þannig að erfitt sé að átta sig á raunverulegum framtíðaráformum. Ásælni Bandaríkjamanna í Grænland virðist engan enda ætla að taka og í gær sagði forseti landsins að Bandaríkjamenn muni eignast Grænland innan tíðar, og vill ekki útiloka að það verði gert með valdi. Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum, segir áhuga Bandaríkjanna ekki koma á óvart. Áhuginn komi til vegna þjóðaröryggis þeirra, öryggis gervitungla og vegna sjaldgæfra málma sem má finna á eyjunni. „Síðan kemur að þeim yfirlýsingum forsetans, sem að þú varst að vísa til, og þær eru ósmekklegar. Þær eru óþarfar að mínu mati. Bandaríkjamenn hvað varðar öryggismál hafa allt sem þeir vilja í Grænlandi og hafa tekið fram að þeir vilji ekki meira í bili að minnsta kosti,“ segir Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra. Þessar yfirlýsingar Donalds Trump Bandaríkjaforsta og hans undirmanna vekja ávallt mikla athygli, en það kvað örlítið við nýjan tón í heimsókn JD Vance, varaforseta Bandaríkjanna, á föstudaginn. Þar sagði hann að ákvörðun um hverjum eyjan tilheyrir, yrði alltaf í höndum Grænlendinga. „Hann segir þetta ekki án samþykkis forsetans. Þannig að kannski glyttir þarna í stefnubreytingu og breytta framkomu gagnvart Dönum og Grænlendingum aðallega. En það er best að tala varlega. Trump er áfram það ólíkindatól sem að hann er og sá, því miður verður maður að segja, fauti og frekja í samskiptum við aðra sem að við blasir.“ Það sé ekki rétta leiðin að heimta að fá Grænland og að taka landið með valdi. Bandaríkjamenn geti samið við Grænlendinga og Dani um aðgang að eyjunni. „Þeir geta fengið allt sem þeir vilja þarna einfaldlega með samningum og ég meina það var reynt að kaupa Grænland þarna í kringum 1950 af stjórn Harry Truman. Þegar það var sagt nei, það er ekki í boði var bara farið samningaleið og samið um miklu fleiri herstöðvar en að Bandaríkjamenn hafa núna á Grænlandi og miklu meiri mannskap,“ segir Albert. Grænland Bandaríkin Donald Trump Utanríkismál Danmörk Tengdar fréttir „Það er skítkalt hérna“ Varaforseti Bandaríkjanna lenti fyrr í dag á Pituffik-herstöðinni á norðvestanverðu Grænlandi. Hann hafði orð á því að það væri „skítkalt“ þarna. 28. mars 2025 18:49 Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Sjá meira
Ásælni Bandaríkjamanna í Grænland virðist engan enda ætla að taka og í gær sagði forseti landsins að Bandaríkjamenn muni eignast Grænland innan tíðar, og vill ekki útiloka að það verði gert með valdi. Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum, segir áhuga Bandaríkjanna ekki koma á óvart. Áhuginn komi til vegna þjóðaröryggis þeirra, öryggis gervitungla og vegna sjaldgæfra málma sem má finna á eyjunni. „Síðan kemur að þeim yfirlýsingum forsetans, sem að þú varst að vísa til, og þær eru ósmekklegar. Þær eru óþarfar að mínu mati. Bandaríkjamenn hvað varðar öryggismál hafa allt sem þeir vilja í Grænlandi og hafa tekið fram að þeir vilji ekki meira í bili að minnsta kosti,“ segir Albert Jónsson, sérfræðingur í alþjóðamálum og fyrrverandi sendiherra. Þessar yfirlýsingar Donalds Trump Bandaríkjaforsta og hans undirmanna vekja ávallt mikla athygli, en það kvað örlítið við nýjan tón í heimsókn JD Vance, varaforseta Bandaríkjanna, á föstudaginn. Þar sagði hann að ákvörðun um hverjum eyjan tilheyrir, yrði alltaf í höndum Grænlendinga. „Hann segir þetta ekki án samþykkis forsetans. Þannig að kannski glyttir þarna í stefnubreytingu og breytta framkomu gagnvart Dönum og Grænlendingum aðallega. En það er best að tala varlega. Trump er áfram það ólíkindatól sem að hann er og sá, því miður verður maður að segja, fauti og frekja í samskiptum við aðra sem að við blasir.“ Það sé ekki rétta leiðin að heimta að fá Grænland og að taka landið með valdi. Bandaríkjamenn geti samið við Grænlendinga og Dani um aðgang að eyjunni. „Þeir geta fengið allt sem þeir vilja þarna einfaldlega með samningum og ég meina það var reynt að kaupa Grænland þarna í kringum 1950 af stjórn Harry Truman. Þegar það var sagt nei, það er ekki í boði var bara farið samningaleið og samið um miklu fleiri herstöðvar en að Bandaríkjamenn hafa núna á Grænlandi og miklu meiri mannskap,“ segir Albert.
Grænland Bandaríkin Donald Trump Utanríkismál Danmörk Tengdar fréttir „Það er skítkalt hérna“ Varaforseti Bandaríkjanna lenti fyrr í dag á Pituffik-herstöðinni á norðvestanverðu Grænlandi. Hann hafði orð á því að það væri „skítkalt“ þarna. 28. mars 2025 18:49 Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Sjá meira
„Það er skítkalt hérna“ Varaforseti Bandaríkjanna lenti fyrr í dag á Pituffik-herstöðinni á norðvestanverðu Grænlandi. Hann hafði orð á því að það væri „skítkalt“ þarna. 28. mars 2025 18:49
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent