Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Kjartan Kjartansson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 28. mars 2025 14:12 Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, segir gagnrýnisraddir á fyrirhugaða hækkun veiðigjalda hafa verið misjafnlega hófstilltar. Vísir/Vilhelm Atvinnuvegaráðherra segir að ef fiskvinnslum verði lokað verði það ekki vegna hærri veiðigjalda heldur vegna þess að eigendur þeirra geri það til þess að lýsa óánægju sinni. Hann trúi því ekki fyrri en á reyni að sjávarútvegsfyrirtæki grípi til slíkra aðgerða. Ríkisstjórnin kynnti áform um að hækka veiðigjald á sjávarútvegsfyrirtæki í vikunni og lýsti henni sem leiðréttingu á gjaldinu. Hækkunin gæti numið allt að tvöföldun á veiðigjaldinu í einhverjum tilvikum. Hagsmunasamtök þeirra hafa gagnrýnt áformin harðlega og fullyrt að atvinnugreinin standi ekki undir hærri gjöldum. Gríðarleg viðbrögð við áformunum úr öllum áttum komu Hönnu Katrínu Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, á óvart. Hún segist hafa fengið jákvæð viðbrögð frá einstaklingum og fyrirtækjum í öllum atvinnugreinum, einnig úr sjávarútvegi. Hækkunin sé langþráð skref þar sem nú eigi að taka tillit til raunverulegs aflaverðmætis. Gagnrýnisraddir sem heyrst hafa um hækkunina hafa verið misjafnlega hófstilltar, að matiráðherrans. Ríkisstjórnin muni hlusta á umsagnir um áformin og taka tillit til þeirra áhyggna sem séu réttmætar. Hins vegar telur ráðherrann þá sem fullyrða að fiskvinnsla flytjist úr landi ef veiðigjöldin verða hækkað skjóta yfir markið. Afkomutölur í bæði veiðum og vinnslu sýni að arðsemi þar sem sé töluvert yfir því sem þekkist í hagkerfinu almennt. „Ég ætla ekki að standa hér og fullyrða að engum vinnslum verði lokað en það verður ekki vegna þessarar leiðréttingar. Það er þá vegna þess að menn eru einhvern veginn að láta í ljós óánægju sína með því að grípa til þessara aðgerða. Við því er sjálfu sér lítið að gera,“ segir ráðherrann. Hefur malað handhöfum kvótans gull Hugmyndir um að leggja á einhvers konar vinnsluskyldu á sjávarútvegsfyrirtækin til þess að knýja þau til að halda áfram að vinna fiskinn á Íslandi eru fjarri ráðherranum og þvert um geð. „Ég ætla bara ekki að trúa því fyrr en á reynir að menn grípi til slíkra aðgerða til að láta í ljós óánægju sína með þessa leiðréttingu. Ég tel hana réttmæta. Ég tel hana sýna hófstillta hækkun á veiðigjöldum. Ég tel að allir eigi að geta vel við unað eftir þetta,“ segir Hanna Katrín. Nýtingarréttur á fiskveiðiauðlindinni hefur malað rétthöfum hans gull, að sögn ráðherrans. Lögin um veiðigjöld séu áratuga gömul en þau eigi ekki aðeins að skila sér upp í kostnað ríkisins við atvinnugreinina heldur einnig að skila þjóðinni réttmætu afgjaldi af auðlindinni. „Það er ekki svo, hefur ekki verið svo og nú erum við einfaldlega að leiðrétta það,“ segir atvinnuvegaráðherra. Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar og tollar Vinnumarkaður Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir „Þetta er afnotagjald“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir breytingu á veiðigjöldum ekki vera skattlagningu heldur afnotagjald af auðlindum. Tillaga ráðherra hefur hlotið mikla gagnrýni, þá helst frá kvótaeigendum, á meðan merkja má ánægju víða í samfélaginu. 28. mars 2025 12:37 Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Ísfélagið í Vestmannaeyjum hagnaðist um rúmlega tvo milljarða króna í fyrra. Árið áður var hagnaðurinn rúmlega fimm milljarðar. Forstjóri félagsins segir ljóst að afkoma greinarinnar megi ekki við frekari kostnaðarhækkunum þegar tekið er tillit til nauðsynlegra fjárfestinga og eðlilegrar afkomu greinarinnar. 27. mars 2025 16:52 Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Fyrirhugaðar breytingar á veiðigjaldi gætu skilað allt að tvöfalt meiri tekjum í ríkissjóð að sögn ráðherra. Forstjóri útgerðarfyrirtækis segir málið aðför að landsbyggðinni, og illa unnið í þokkabót. 25. mars 2025 21:02 Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Atvinnuvegaráðherra segir boðaðar breytingar á útreikningi veiðigjalds vera mikið réttlætismál. Breytingarnar muni allt að tvöfalda innheimt veiðigjald og auknum tekjum verði varið í innviðauppbyggingu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýna áformin harðlega. 25. mars 2025 13:53 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnti áform um að hækka veiðigjald á sjávarútvegsfyrirtæki í vikunni og lýsti henni sem leiðréttingu á gjaldinu. Hækkunin gæti numið allt að tvöföldun á veiðigjaldinu í einhverjum tilvikum. Hagsmunasamtök þeirra hafa gagnrýnt áformin harðlega og fullyrt að atvinnugreinin standi ekki undir hærri gjöldum. Gríðarleg viðbrögð við áformunum úr öllum áttum komu Hönnu Katrínu Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, á óvart. Hún segist hafa fengið jákvæð viðbrögð frá einstaklingum og fyrirtækjum í öllum atvinnugreinum, einnig úr sjávarútvegi. Hækkunin sé langþráð skref þar sem nú eigi að taka tillit til raunverulegs aflaverðmætis. Gagnrýnisraddir sem heyrst hafa um hækkunina hafa verið misjafnlega hófstilltar, að matiráðherrans. Ríkisstjórnin muni hlusta á umsagnir um áformin og taka tillit til þeirra áhyggna sem séu réttmætar. Hins vegar telur ráðherrann þá sem fullyrða að fiskvinnsla flytjist úr landi ef veiðigjöldin verða hækkað skjóta yfir markið. Afkomutölur í bæði veiðum og vinnslu sýni að arðsemi þar sem sé töluvert yfir því sem þekkist í hagkerfinu almennt. „Ég ætla ekki að standa hér og fullyrða að engum vinnslum verði lokað en það verður ekki vegna þessarar leiðréttingar. Það er þá vegna þess að menn eru einhvern veginn að láta í ljós óánægju sína með því að grípa til þessara aðgerða. Við því er sjálfu sér lítið að gera,“ segir ráðherrann. Hefur malað handhöfum kvótans gull Hugmyndir um að leggja á einhvers konar vinnsluskyldu á sjávarútvegsfyrirtækin til þess að knýja þau til að halda áfram að vinna fiskinn á Íslandi eru fjarri ráðherranum og þvert um geð. „Ég ætla bara ekki að trúa því fyrr en á reynir að menn grípi til slíkra aðgerða til að láta í ljós óánægju sína með þessa leiðréttingu. Ég tel hana réttmæta. Ég tel hana sýna hófstillta hækkun á veiðigjöldum. Ég tel að allir eigi að geta vel við unað eftir þetta,“ segir Hanna Katrín. Nýtingarréttur á fiskveiðiauðlindinni hefur malað rétthöfum hans gull, að sögn ráðherrans. Lögin um veiðigjöld séu áratuga gömul en þau eigi ekki aðeins að skila sér upp í kostnað ríkisins við atvinnugreinina heldur einnig að skila þjóðinni réttmætu afgjaldi af auðlindinni. „Það er ekki svo, hefur ekki verið svo og nú erum við einfaldlega að leiðrétta það,“ segir atvinnuvegaráðherra.
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skattar og tollar Vinnumarkaður Breytingar á veiðigjöldum Tengdar fréttir „Þetta er afnotagjald“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir breytingu á veiðigjöldum ekki vera skattlagningu heldur afnotagjald af auðlindum. Tillaga ráðherra hefur hlotið mikla gagnrýni, þá helst frá kvótaeigendum, á meðan merkja má ánægju víða í samfélaginu. 28. mars 2025 12:37 Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Ísfélagið í Vestmannaeyjum hagnaðist um rúmlega tvo milljarða króna í fyrra. Árið áður var hagnaðurinn rúmlega fimm milljarðar. Forstjóri félagsins segir ljóst að afkoma greinarinnar megi ekki við frekari kostnaðarhækkunum þegar tekið er tillit til nauðsynlegra fjárfestinga og eðlilegrar afkomu greinarinnar. 27. mars 2025 16:52 Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Fyrirhugaðar breytingar á veiðigjaldi gætu skilað allt að tvöfalt meiri tekjum í ríkissjóð að sögn ráðherra. Forstjóri útgerðarfyrirtækis segir málið aðför að landsbyggðinni, og illa unnið í þokkabót. 25. mars 2025 21:02 Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Atvinnuvegaráðherra segir boðaðar breytingar á útreikningi veiðigjalds vera mikið réttlætismál. Breytingarnar muni allt að tvöfalda innheimt veiðigjald og auknum tekjum verði varið í innviðauppbyggingu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýna áformin harðlega. 25. mars 2025 13:53 Mest lesið Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
„Þetta er afnotagjald“ Fjármála- og efnahagsráðherra segir breytingu á veiðigjöldum ekki vera skattlagningu heldur afnotagjald af auðlindum. Tillaga ráðherra hefur hlotið mikla gagnrýni, þá helst frá kvótaeigendum, á meðan merkja má ánægju víða í samfélaginu. 28. mars 2025 12:37
Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Ísfélagið í Vestmannaeyjum hagnaðist um rúmlega tvo milljarða króna í fyrra. Árið áður var hagnaðurinn rúmlega fimm milljarðar. Forstjóri félagsins segir ljóst að afkoma greinarinnar megi ekki við frekari kostnaðarhækkunum þegar tekið er tillit til nauðsynlegra fjárfestinga og eðlilegrar afkomu greinarinnar. 27. mars 2025 16:52
Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Fyrirhugaðar breytingar á veiðigjaldi gætu skilað allt að tvöfalt meiri tekjum í ríkissjóð að sögn ráðherra. Forstjóri útgerðarfyrirtækis segir málið aðför að landsbyggðinni, og illa unnið í þokkabót. 25. mars 2025 21:02
Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Atvinnuvegaráðherra segir boðaðar breytingar á útreikningi veiðigjalds vera mikið réttlætismál. Breytingarnar muni allt að tvöfalda innheimt veiðigjald og auknum tekjum verði varið í innviðauppbyggingu. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýna áformin harðlega. 25. mars 2025 13:53