Lífið

Tveggja milljóna króna nefaðgerð í Tyrk­landi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Viktor stundar ýmsar fegrunarmeðferðir og aðgerðir.
Viktor stundar ýmsar fegrunarmeðferðir og aðgerðir.

Í gærkvöldi fóru af stað nýir þættir á Stöð 2 sem nefnast Tilbrigði um fegurð. Þar er fylgst með lífi Viktors Heiðdal Andersen sem er betur þekktur sem aðgerðadrengurinn.

Um er að ræða heimildarþáttaröð sem fylgir lífi Viktors, 35 ára hjúkrunarfræðings sem hefur tileinkað sér fegrunaraðgerðir frá unga aldri. Í þáttunum er dregin upp einlæg og djörf mynd af manni sem glímir við áhrif samfélagslegra væntinga á sjálfsmynd sína.

Brot úr fyrsta þætti má sjá að neðan.

Klippa: Viktor á leiðinni í flóknari nefaðgerð á Tyrklandi

Í fyrsta þætti er Viktor að undirbúa sig fyrir sína aðra nefaðgerð en hann fór í þá fyrstu fyrir tíu árum. Þessi aðgerð er þónokkuð flókinn þar sem áður hefur verið ráðist í aðgerð á svæðinu. Því kostar hún 1,8 milljónir króna.

Lýtalæknirinn dr. Mahmet Kiral framkvæmir aðgerðina í Istanbúl í Tyrklandi og flaug Viktor út með móður sinni sem studdi hann í gegnum ferlið. 

Rætt var við Viktor í Íslandi í dag í gær.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.