Vance á leið til Grænlands Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 25. mars 2025 20:51 JD Vance er varaforseti Bandaríkjanna. EPA JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, ætlar að heimsækja Grænland með Usha Vance, eiginkonu sinni á föstudag. Hann segist ætla athuga öryggisaðstæður í landinu. „Það var svo mikil tilhlökkun fyrir heimsókn Usha til Grænlands á föstudag að ég ákvað að hún gæti ekki haft svona gaman alveg ein svo ég ætla með henni,“ segir Vance í myndskeiði sem hann birti á samfélagsmiðlinum X. Greint var frá því að Ushe Vance væri á leið í óopinbera heimsókn til Grænlands ásamt Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump og Chris Wright, orkumálaráðherra. Núna ætlar JD Vance að slást í för með hópnum. Looking forward to visiting Greenland on Friday!🇺🇸 pic.twitter.com/p3HslD3hhP— JD Vance (@JDVance) March 25, 2025 Hópurinn ætlar að heimsækja bandaríska hermenn í Grænlandi en að sögn Vance ætlar hann einnig að taka stöðuna á öryggisaðstæðum landsins. „Eins og þið vitið hafa mörg önnur lönd hótað Grænlandi, hafa hótað því að nota landsvæði þeirra og vatnaleiðir til að ógna Bandaríkjunum, ógna Kanada og ógna íbúum Grænlands,“ segir varaforsetinn. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað sagst vilja eiga Grænland og fullyrt að Grænlendingar vilji einnig vera hluti af Bandaríkjunum. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur hefur sagt það komi ekki til greina að Bandaríkjamenn fái Grænland. Þá hefur Múte B. Egede, fráfarandi landsstjóri Grænlands einnig sagt að að Grænlendingar vilji ekki vera hluti af Bandaríkjunum „Ef ég tala fyrir hönd Trump forseta, þá viljum við endurvekja öryggi íbúa Grænlands því við teljum að það sé mikilvægt til að vernda öryggi alls heimsins,“ segir Vance. Þá segir hann bæði leiðtoga í Bandaríkjunum og í Danmörku hafa hundsað Grænland. „Við höldum að við getum tekið hlutina í aðra átt svo ég ætla fara og skoða þetta.“ Einungis tæpir þrír mánuðir eru síðan Donald Trump yngri heimsótti Grænland. Bandaríkin Grænland Danmörk Donald Trump Tengdar fréttir Af hverju langar Trump í Grænland? Donald Trump, sem tekur aftur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar, hefur ítrekað talað fyrir því undanfarnar vikur að Bandaríkin „eignist“ Grænland. Landið gæti reynst stórveldinu Bandaríkjunum stór fengur í samkeppninni við Kína og Rússland en líklegt er að Trump sækist hvað mest eftir svokölluðum sjaldgæfum málmum. 8. janúar 2025 14:31 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fleiri fréttir Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Sjá meira
„Það var svo mikil tilhlökkun fyrir heimsókn Usha til Grænlands á föstudag að ég ákvað að hún gæti ekki haft svona gaman alveg ein svo ég ætla með henni,“ segir Vance í myndskeiði sem hann birti á samfélagsmiðlinum X. Greint var frá því að Ushe Vance væri á leið í óopinbera heimsókn til Grænlands ásamt Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump og Chris Wright, orkumálaráðherra. Núna ætlar JD Vance að slást í för með hópnum. Looking forward to visiting Greenland on Friday!🇺🇸 pic.twitter.com/p3HslD3hhP— JD Vance (@JDVance) March 25, 2025 Hópurinn ætlar að heimsækja bandaríska hermenn í Grænlandi en að sögn Vance ætlar hann einnig að taka stöðuna á öryggisaðstæðum landsins. „Eins og þið vitið hafa mörg önnur lönd hótað Grænlandi, hafa hótað því að nota landsvæði þeirra og vatnaleiðir til að ógna Bandaríkjunum, ógna Kanada og ógna íbúum Grænlands,“ segir varaforsetinn. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur ítrekað sagst vilja eiga Grænland og fullyrt að Grænlendingar vilji einnig vera hluti af Bandaríkjunum. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur hefur sagt það komi ekki til greina að Bandaríkjamenn fái Grænland. Þá hefur Múte B. Egede, fráfarandi landsstjóri Grænlands einnig sagt að að Grænlendingar vilji ekki vera hluti af Bandaríkjunum „Ef ég tala fyrir hönd Trump forseta, þá viljum við endurvekja öryggi íbúa Grænlands því við teljum að það sé mikilvægt til að vernda öryggi alls heimsins,“ segir Vance. Þá segir hann bæði leiðtoga í Bandaríkjunum og í Danmörku hafa hundsað Grænland. „Við höldum að við getum tekið hlutina í aðra átt svo ég ætla fara og skoða þetta.“ Einungis tæpir þrír mánuðir eru síðan Donald Trump yngri heimsótti Grænland.
Bandaríkin Grænland Danmörk Donald Trump Tengdar fréttir Af hverju langar Trump í Grænland? Donald Trump, sem tekur aftur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar, hefur ítrekað talað fyrir því undanfarnar vikur að Bandaríkin „eignist“ Grænland. Landið gæti reynst stórveldinu Bandaríkjunum stór fengur í samkeppninni við Kína og Rússland en líklegt er að Trump sækist hvað mest eftir svokölluðum sjaldgæfum málmum. 8. janúar 2025 14:31 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fleiri fréttir Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Sjá meira
Af hverju langar Trump í Grænland? Donald Trump, sem tekur aftur við embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar, hefur ítrekað talað fyrir því undanfarnar vikur að Bandaríkin „eignist“ Grænland. Landið gæti reynst stórveldinu Bandaríkjunum stór fengur í samkeppninni við Kína og Rússland en líklegt er að Trump sækist hvað mest eftir svokölluðum sjaldgæfum málmum. 8. janúar 2025 14:31
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent