Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2025 13:54 Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, heilsar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB fyrr í þessum mánuði. Frederiksen hefur leitað til evrópskra bandamanna um stuðning gagnvart ásælni Bandaríkjastjórnar í Grænland. Vísir/EPA Forsætisráðherra Danmerkur segir að fyrirhuguð heimsókn óboðinnar bandarískrar sendinefndar til Grænlands setji óásættanlegan þrýsting á bæði Danmörku og Grænland. Þau ætli sér hins vegar að standast þann þrýsting. Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjastjórnar, orkumálaráðherra hennar og eiginkona bandaríska varaforsetans ætla að leiða sendinefnd til Grænlands síðar í vikunni. Heimsóknin er í óþökk bæði grænlensku landsstjórnarinnar og danskra stjórnvalda og tengist síendurteknum yfirlýsingum ríkisstjórnar repúblikana um að hún vilji innlima Grænland. Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, sagði í dag að heimsóknin snerist hvorki um hvað Grænland vildi eða þyrfti. Ekki væri hægt að líta á hana í öðru ljósi en því að Bandaríkin ásælist Grænland. „Ég verð að segja að þetta er óásættanlegur þrýstingur sem er settur á Grænland og Danmörku í þessum aðstæðum. Það er þrýstingur sem við munum standast,“ sagði Frederiksen við danska fjölmiðla í dag. Múte Egede, starfandi formaður grænlensku landsstjórnarinnar, lýsti hugmyndinni sem ögrun í gær þar sem stjórnarmyndunarviðræður standi enn yfir eftir þingkosningar fyrr í þessum mánuði og kosið verði til sveitarstjórna í næstu viku. Talsmaður Hvíta hússins segir að tilgangur sendinefndarinnar sé að fræðast um Grænland, menningu þess, sögu og þjóð, að því er segir í frétt Reuters. Danmörk Bandaríkin Grænland Donald Trump Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Tengdar fréttir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Usha Vance, varaforsetafrú Bandaríkjanna, er væntanleg til Grænlands á fimmtudag, þar sem hún hyggst heimsækja sögufræga staði og fræðast um landið. 24. mars 2025 06:34 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjastjórnar, orkumálaráðherra hennar og eiginkona bandaríska varaforsetans ætla að leiða sendinefnd til Grænlands síðar í vikunni. Heimsóknin er í óþökk bæði grænlensku landsstjórnarinnar og danskra stjórnvalda og tengist síendurteknum yfirlýsingum ríkisstjórnar repúblikana um að hún vilji innlima Grænland. Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, sagði í dag að heimsóknin snerist hvorki um hvað Grænland vildi eða þyrfti. Ekki væri hægt að líta á hana í öðru ljósi en því að Bandaríkin ásælist Grænland. „Ég verð að segja að þetta er óásættanlegur þrýstingur sem er settur á Grænland og Danmörku í þessum aðstæðum. Það er þrýstingur sem við munum standast,“ sagði Frederiksen við danska fjölmiðla í dag. Múte Egede, starfandi formaður grænlensku landsstjórnarinnar, lýsti hugmyndinni sem ögrun í gær þar sem stjórnarmyndunarviðræður standi enn yfir eftir þingkosningar fyrr í þessum mánuði og kosið verði til sveitarstjórna í næstu viku. Talsmaður Hvíta hússins segir að tilgangur sendinefndarinnar sé að fræðast um Grænland, menningu þess, sögu og þjóð, að því er segir í frétt Reuters.
Danmörk Bandaríkin Grænland Donald Trump Hótanir Bandaríkjanna vegna Grænlands Tengdar fréttir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Usha Vance, varaforsetafrú Bandaríkjanna, er væntanleg til Grænlands á fimmtudag, þar sem hún hyggst heimsækja sögufræga staði og fræðast um landið. 24. mars 2025 06:34 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Usha Vance, varaforsetafrú Bandaríkjanna, er væntanleg til Grænlands á fimmtudag, þar sem hún hyggst heimsækja sögufræga staði og fræðast um landið. 24. mars 2025 06:34
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila