Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. mars 2025 09:17 Hagstofa Íslands hefur birt nýjustu þjóðhagsspá sína. Horfur eru á 1,8 prósent hagvexti í ár og að hann verði drifinn áfram af aukinni innlendri eftirspurn, á meðan framlag utanríkisviðskipta verður neikvætt. Þetta kemur fram í nýrri þjóðhagsspá Hagstofu Íslands fyrir árin 2025 til 2030. „Árið 2026 er talið að verg landsframleiðsla aukist um 2,7%, einkum vegna bata í utanríkisviðskiptum og aukinni einkaneyslu. Árið 2027 er reiknað með 2,8% hagvexti á breiðum grunni,“ segir í samantekt á vef Hagstofunnar. Þar segir að dregið hafi úr verðbólgu síðustu misseri og í febrúar hafi vísitala neysluverðs hækkað um 4,2 prósent frá fyrra ári. Húsnæði hafi verið helsti drifkraftur verðbólgunnar en án húsnæðis hækkaði neysluverðsvísitalan um 2,7 prósent í febrúar. Horfur séu á áframhaldandi hjöðnun verðbólgunnar. „Dregið hefur úr spennu í hagkerfinu, kjarasamningar til lengri tíma hafa skapað fyrirsjáanleika í launaþróun og hægst hefur á húsnæðismarkaði. Í ár er reiknað með að vísitala neysluverðs hækki um 3,5% að meðaltali á milli ára. Árið 2026 er spáð að verðbólga verði 2,7% að meðaltali en nálægt verðbólgumarkmiði eftir það.“ Atvinnuleysi var 3,4 prósent að meðaltali árið 2024 en vísbendingar eru um að það sé að aukast. Spáð er 4 prósent atvinnuleysi í ár og 4,1 prósent á næsta ári. „Kjarasamningar hafa verið undirritaðir til langs tíma á langstærstum hluta vinnumarkaðarins. Í spánni er gert ráð fyrir að launaþróun verði í takt við umsamdar launahækkanir og að launavísitala miðað við fast verðlag hækki um 2,7% í ár og 1,7% árið 2026.“ Þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Efnahagsmál Vinnumarkaður Húsnæðismál Neytendur Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri þjóðhagsspá Hagstofu Íslands fyrir árin 2025 til 2030. „Árið 2026 er talið að verg landsframleiðsla aukist um 2,7%, einkum vegna bata í utanríkisviðskiptum og aukinni einkaneyslu. Árið 2027 er reiknað með 2,8% hagvexti á breiðum grunni,“ segir í samantekt á vef Hagstofunnar. Þar segir að dregið hafi úr verðbólgu síðustu misseri og í febrúar hafi vísitala neysluverðs hækkað um 4,2 prósent frá fyrra ári. Húsnæði hafi verið helsti drifkraftur verðbólgunnar en án húsnæðis hækkaði neysluverðsvísitalan um 2,7 prósent í febrúar. Horfur séu á áframhaldandi hjöðnun verðbólgunnar. „Dregið hefur úr spennu í hagkerfinu, kjarasamningar til lengri tíma hafa skapað fyrirsjáanleika í launaþróun og hægst hefur á húsnæðismarkaði. Í ár er reiknað með að vísitala neysluverðs hækki um 3,5% að meðaltali á milli ára. Árið 2026 er spáð að verðbólga verði 2,7% að meðaltali en nálægt verðbólgumarkmiði eftir það.“ Atvinnuleysi var 3,4 prósent að meðaltali árið 2024 en vísbendingar eru um að það sé að aukast. Spáð er 4 prósent atvinnuleysi í ár og 4,1 prósent á næsta ári. „Kjarasamningar hafa verið undirritaðir til langs tíma á langstærstum hluta vinnumarkaðarins. Í spánni er gert ráð fyrir að launaþróun verði í takt við umsamdar launahækkanir og að launavísitala miðað við fast verðlag hækki um 2,7% í ár og 1,7% árið 2026.“ Þjóðhagsspá Hagstofu Íslands.
Efnahagsmál Vinnumarkaður Húsnæðismál Neytendur Mest lesið „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Frá Reitum til Atlas verktaka Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Sjá meira