Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. mars 2025 09:17 Hagstofa Íslands hefur birt nýjustu þjóðhagsspá sína. Horfur eru á 1,8 prósent hagvexti í ár og að hann verði drifinn áfram af aukinni innlendri eftirspurn, á meðan framlag utanríkisviðskipta verður neikvætt. Þetta kemur fram í nýrri þjóðhagsspá Hagstofu Íslands fyrir árin 2025 til 2030. „Árið 2026 er talið að verg landsframleiðsla aukist um 2,7%, einkum vegna bata í utanríkisviðskiptum og aukinni einkaneyslu. Árið 2027 er reiknað með 2,8% hagvexti á breiðum grunni,“ segir í samantekt á vef Hagstofunnar. Þar segir að dregið hafi úr verðbólgu síðustu misseri og í febrúar hafi vísitala neysluverðs hækkað um 4,2 prósent frá fyrra ári. Húsnæði hafi verið helsti drifkraftur verðbólgunnar en án húsnæðis hækkaði neysluverðsvísitalan um 2,7 prósent í febrúar. Horfur séu á áframhaldandi hjöðnun verðbólgunnar. „Dregið hefur úr spennu í hagkerfinu, kjarasamningar til lengri tíma hafa skapað fyrirsjáanleika í launaþróun og hægst hefur á húsnæðismarkaði. Í ár er reiknað með að vísitala neysluverðs hækki um 3,5% að meðaltali á milli ára. Árið 2026 er spáð að verðbólga verði 2,7% að meðaltali en nálægt verðbólgumarkmiði eftir það.“ Atvinnuleysi var 3,4 prósent að meðaltali árið 2024 en vísbendingar eru um að það sé að aukast. Spáð er 4 prósent atvinnuleysi í ár og 4,1 prósent á næsta ári. „Kjarasamningar hafa verið undirritaðir til langs tíma á langstærstum hluta vinnumarkaðarins. Í spánni er gert ráð fyrir að launaþróun verði í takt við umsamdar launahækkanir og að launavísitala miðað við fast verðlag hækki um 2,7% í ár og 1,7% árið 2026.“ Þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Efnahagsmál Vinnumarkaður Húsnæðismál Neytendur Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri þjóðhagsspá Hagstofu Íslands fyrir árin 2025 til 2030. „Árið 2026 er talið að verg landsframleiðsla aukist um 2,7%, einkum vegna bata í utanríkisviðskiptum og aukinni einkaneyslu. Árið 2027 er reiknað með 2,8% hagvexti á breiðum grunni,“ segir í samantekt á vef Hagstofunnar. Þar segir að dregið hafi úr verðbólgu síðustu misseri og í febrúar hafi vísitala neysluverðs hækkað um 4,2 prósent frá fyrra ári. Húsnæði hafi verið helsti drifkraftur verðbólgunnar en án húsnæðis hækkaði neysluverðsvísitalan um 2,7 prósent í febrúar. Horfur séu á áframhaldandi hjöðnun verðbólgunnar. „Dregið hefur úr spennu í hagkerfinu, kjarasamningar til lengri tíma hafa skapað fyrirsjáanleika í launaþróun og hægst hefur á húsnæðismarkaði. Í ár er reiknað með að vísitala neysluverðs hækki um 3,5% að meðaltali á milli ára. Árið 2026 er spáð að verðbólga verði 2,7% að meðaltali en nálægt verðbólgumarkmiði eftir það.“ Atvinnuleysi var 3,4 prósent að meðaltali árið 2024 en vísbendingar eru um að það sé að aukast. Spáð er 4 prósent atvinnuleysi í ár og 4,1 prósent á næsta ári. „Kjarasamningar hafa verið undirritaðir til langs tíma á langstærstum hluta vinnumarkaðarins. Í spánni er gert ráð fyrir að launaþróun verði í takt við umsamdar launahækkanir og að launavísitala miðað við fast verðlag hækki um 2,7% í ár og 1,7% árið 2026.“ Þjóðhagsspá Hagstofu Íslands.
Efnahagsmál Vinnumarkaður Húsnæðismál Neytendur Mest lesið Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Neytendur Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Nvidia metið á 615 billjónir króna Viðskipti erlent Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Viðskipti innlent Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Viðskipti innlent Íslensk framleiðsla sem endist Framúrskarandi kynning Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur Finna meira gull á Grænlandi Viðskipti innlent Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Viðskipti innlent Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Sjá meira