„Ásthildur Lóa kemur bara sterk út úr þessu,“ sagði Hanna Katrín í stuttu samtali við fréttamenn á leið út af Bessastöðum.
Hún segir það ekki bitna á málaflokknum að verið sé að skipta fólki út í ráðuneytinu.
Er hún var spurð hvort það hefðu verið mistök að fara í ríkisstjórn með Flokki fólksins, í ljósi alls sem gengið hefur á undanfarna mánuði, kvaðst hún ekki sammála því að mikið hefði gengið á.