Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Jón Ísak Ragnarsson skrifar 22. mars 2025 17:35 Mette Frederiksen segir að Vance hafi margt til síns máls þegar hann segir að óheft flæði farand- og flóttafólks ógni öryggi Evrópu. AP Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur og formaður danskra jafnaðarmanna, segist sammála JD Vance, varaforseta Bandaríkjanna, um að of mikill innflutningur flótta- og farandfólks ógni öryggi Evrópu. Þetta kom fram í viðtali bandaríska miðilsins Politico við Mette í vikunni en DR greinir frá. „Varaforsetinn, JD Vance, hafði rétt fyrir sér þegar hann varaði við flæði farand- og flóttafólks til Evrópu í febrúar. Ég sé fjöldainnflutning fólks til Evrópu sem ógn gagnvart daglegu lífi í Evrópu,“ sagði Mette. Hellti sér yfir leiðtoga Evrópu Vance lét leiðtoga Evrópu heyra það í ræðu sinni á öryggisráðstefnu í München í Þýskalandi í febrúar, en þar sagði hann að óheft flæði fólks til Evrópu væri jafnvel meiri ógn gagnvart öryggi álfunnar en Rússar. Þá sakaði hann evrópska ráðamenn um að hunsa vilja þjóða sinna, snúa úrslitum kosninga, hunsa trúfrelsi og um að gera ekki nóg til að stöðva flæði flótta- og farandfólks. Hann gagnrýndi þá einnig fyrir viðhorf til þungunarrofs og sakaði Evrópu um að hafa fjarlægst þau hefðbundnu gildi sem heimsálfan hefði deilt með Bandaríkjamönnum. Ummæli Vance féllu í grýttan jarðveg á ráðstefnunni. Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, gagnrýndi Vance harðlega þegar hann steig á svið. Sagði hann meðal annars að lýðræði þyrfti að geta varið sig gegn öfgum. Rússar stærsta ógnin Mette sagðist í viðtalinu ekki geta verið sammála Vance um að Rússar væru ekki stærsta ógn Evrópu, en hann hefði eftir sem áður rétt fyrir sér um innflytjendamálin. „Þegar ég spyr fólk út í áhyggjur þeirra af öryggismálum, segja þau öll að Rússar og vernd Evrópu séu það allra mikilvægasta eins og sakir standa,“ segir Mette. Danmörk Innflytjendamál Hælisleitendur Flóttamenn Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali bandaríska miðilsins Politico við Mette í vikunni en DR greinir frá. „Varaforsetinn, JD Vance, hafði rétt fyrir sér þegar hann varaði við flæði farand- og flóttafólks til Evrópu í febrúar. Ég sé fjöldainnflutning fólks til Evrópu sem ógn gagnvart daglegu lífi í Evrópu,“ sagði Mette. Hellti sér yfir leiðtoga Evrópu Vance lét leiðtoga Evrópu heyra það í ræðu sinni á öryggisráðstefnu í München í Þýskalandi í febrúar, en þar sagði hann að óheft flæði fólks til Evrópu væri jafnvel meiri ógn gagnvart öryggi álfunnar en Rússar. Þá sakaði hann evrópska ráðamenn um að hunsa vilja þjóða sinna, snúa úrslitum kosninga, hunsa trúfrelsi og um að gera ekki nóg til að stöðva flæði flótta- og farandfólks. Hann gagnrýndi þá einnig fyrir viðhorf til þungunarrofs og sakaði Evrópu um að hafa fjarlægst þau hefðbundnu gildi sem heimsálfan hefði deilt með Bandaríkjamönnum. Ummæli Vance féllu í grýttan jarðveg á ráðstefnunni. Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, gagnrýndi Vance harðlega þegar hann steig á svið. Sagði hann meðal annars að lýðræði þyrfti að geta varið sig gegn öfgum. Rússar stærsta ógnin Mette sagðist í viðtalinu ekki geta verið sammála Vance um að Rússar væru ekki stærsta ógn Evrópu, en hann hefði eftir sem áður rétt fyrir sér um innflytjendamálin. „Þegar ég spyr fólk út í áhyggjur þeirra af öryggismálum, segja þau öll að Rússar og vernd Evrópu séu það allra mikilvægasta eins og sakir standa,“ segir Mette.
Danmörk Innflytjendamál Hælisleitendur Flóttamenn Donald Trump Bandaríkin Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent